Dásamlegur dagur
Mikið var huggulegt að vakna í morgun við þessa dásamlegu birtu af sólinni og þetta líka fallega veður...og enn dásamlegra að geta hengt handklæði út á snúru og fá þau þurr inn og með þessari fersku útilykt.......i´m lovin´it!!!!
Gréta fór í afmæli frá 12-14 svo ég plataði Birgittu til að hitta mig í Smáralind og eyða tímanum þar á meðan....borðuðum og kíktum á seinni hálfleikinn Chelsea-Man.Utd. 2-1 heheheheeh
nennti ómögulega að keyra Grétu í Stjörnustelpur og fara svo heim og koma svo aftur...ekki samt gott að eyða svona sólríkum degi í verslunarmiðstöð EN bætti heldur betur úr því seinni partinn!!!
Eftir að hafa sótt Grétu fórum við í bæinn, röltum Laugaveginn og kíktum inn hér og þar, fórum í Kolaportið og skoðuðum íslenska hönnun í Hafnarhúsinu ásamt því að kíkja aðeins á Austurvöll.
Mikið líf í bænum og greinilegt að það er að vora!!!!!
Skutumst svo heim og skiptum um föt og fórum svo í Laugardalinn að líunuskauta....eða sko bara Gréta þar sem ég á enn eftir að fá mér línuskauta (fékk gjafabréf fyrir línuskautum frá Didda bro í jólagjöf).
Við enduðum svo í mat hjá ömmu Þórey og afa Sigþóri!!
Ekki amalegur dagur og mikið sem ég hlakka til sumarsins!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home