laugardagur, apríl 05, 2008

Burt með sorg og sút...

Jæja..mikið sem það léttist fljótt á manni lundin þegar sólin skín í heiði, veikindin eru að baki og maður getur farið út og notið þess að vera innan um annað fólks.....frekar þunglyndislegur pistill hér að neðan úfffff...... en nú er öldin heldur betur önnur....við mæðgur vorum svo heppnar að vera boðnar í mat í gær og í kvöld og á morgun er brunch hjá Didda bro þar sem Óli mætir líka og Biggi, Helga og börn...mikið gaman og mikið grín.

Nú, ég fékk 9,3 í ítölskuprófinu (málfræði) sem ég tók í febrúar og er náttúrulega gasa ánægð og montin með það!! Annars eru tvö próf í næstu viku og svo er ég að undirbúa efni fyrir málstofu, en ég verð með erindi á málþingi á vegum háskólans á Akureyri þann 19.apríl. Lokapróf í ítölskunni 2.maí og svo er ég líka á leiðinni á ráðstefnu í Michigan í maí og það verður eflaust gasalega gaman, hef aldrei komið til Bandaríkjanna áður svo það verður gaman!!

Svo það er bara gaman framundan :)

Jiii...þessar færslur eru bara eins og Ragnar Reykás hafi skrifað þær...kannski er ég bara klofinn persónuleiki????????????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home