sunnudagur, ágúst 26, 2007

Ísland er land þitt

Ég hef undanfarin tvö ár ferðast töluvert um Ísland og séð ótrúlega margt fallegt.
Landið mitt kemur mér alltaf jafnmikið á óvart og ég skil vel hvers vegna útlendingar streyma hingað. Samt hef ég ekki séð nærri því allt. Ferðin mín í fyrra með ítalana var mögnuð, við keyrðum 2500 kílómetra á 8 dögum og stoppuðum á fleiri hundruð stöðum. Mér þykir ótrúlega vænt um landið mitt og er ánægð með að vera Íslendingur. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum, sem ég hef tekið í mínum ferðum um landið!!
Njótið vel!!!
Vestmannaeyjar.
Þessi mynd er í miklu uppáhaldi þar sem ég tók hana
sjálf út um gluggann á flugvélinni sem pabbi minn flaug :)


Dyrhólaey, ágúst 2006.
Ótrúlega magnaðir klettar!!


Hvítserkur í Húnafirði.
Brimrofið hefur gatað helluna svo hún hefur
yfirbragð steinrunninar ófreskju.
Ótrúlega magnað náttúrufyrirbæri.

Þingvellir,
einn af mínum uppáhaldsstöðum.



Vestmannaeyjar,
sér einhver fílinn??


Jökulsárlón 2007.
Hrapaði flugvél í Jökulsárlón?


Gullfoss.

Takið sérstaklega eftir berginu,
eða klettunum eða hvað sem
þetta kallast,
mér finnst þetta svo magnað!!!


Malarif
á Snæfellsnesi. Ótrúlega magnað bergið þarna.


Reykjanes
Ótrúlega magnaðir klettar við
Álfubrúna á reykjanesskaganum.



Malarrifsviti
á Snæfellsnesi.

Þegar ég var búin að setja allar myndirnar inn sá ég að þær eru flest allar af fjöllum, klettum og bergum. Spurning um að skella sér í jarðfræði og finna út hvað þetta heitir alltsaman. Jah, eða bara fletta því upp í bókinni sem er að verða besta vinkona mín, Vegahandbókin góða!!

laugardagur, ágúst 25, 2007

Óvissu - og dekurdagur

Ingunn vinkona bauð mér í "óvissuferð" í dag, og þvílíkt sem við erum búnar að hafa það gott!!!!!!

Við hittumst í Laugum í morgun kl 11 og þá var Ingunn búin að græja aðgang fyrir okkur að Baðstofunni. Við skelltum okkur í æfingagallann og hituðum upp eins og við gerum vanalega en svo tók óvissan við, ég hélt að við værum að fara okkar venjulega hring í Hraðbrautinni en nei nei, Ingunn var ekkert á þeim buxunum heldur var það SALSA tími!!!!!
Fyrstu tvö sporin voru auðveld en það sem svo tók við...jedúdda mía...ég var í dansskóla þegar ég var lítil EN það sást svei mér ekki í morgun þar sem ég var eins og belja á svelli...en skemmti mér konunglega og er alveg til í að prófa þetta aftur!!!!

Úr Salsatímanum lá leiðin í armbeyjur og teygjur og þaðan í gufur og sána, ííííiískalda sturtu, nuddpottinn og þaðan lá leiðin í Laugar Café þar sem við fengum okkur hvítvínsglas og gasalega góðan mat.
Skelltum okkur svo í slökun og þvílíkt sem það var gott. Ég lá þarna á bekknum, innan um slatta af ókunnugu fólki og það kom mér svakalega á óvart hversu mikilli slökun ég náði þarna, á sundfötunum og baðsloppnum innan um ókunnugt fólk. Það voru fleiri en ég sem náðu góðri slökun því sumir voru farnir að hrjóta!!

Eftir að hafa farið í góða sturtu, borið á mig body lotion, blásið á mér hárið, meikað, púðrað og maskarað, smellt mér í sokkabuxur og kjól var haldið af stað í bæinn.
Næsti liður í óvissuferðinni var Nornabúðin þar sem Ingunn verslaði galdur handa okkur og svo var það bara kakó og vaffla á Café París eftir að hafa kíkt í Pennann.

Kom svo heim og hafði það gott en hver veit hvað kvöldið ber í skauti sér!!

Elsku Ingunn mín...takk fyrir mig, takk fyrir frábæran dag og takk fyrir að vera hluti af mér og mínu lífi!!

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Tarnir

Ég á það til að taka svona tarnir....þegar ég var yngri las ég allar Nancy-bækurnar í einum rykk, en þegar ég var orðin eldri (bara í hitteðfyrra hahaha) las ég margar James Patterson bækur í röð, svo tóku við margar Paolo Coelho bækur í röð, tók svo aðra törn og las margar "sjálfshjálparbækur".

Í fyrra fór ég í stelpuferð til Köben og við skelltum okkur á tónleika með Eivöru Páls í Tívolíinu og ég sé sko ekki eftir því, hún er algerlega alger snillingur stúlkan!! Og á laugardaginn datt ég inn í Norræna húsið þar sem Eivör og LayLow voru að syngja "You are my sunshine" og svo tók Train-lagið við og ég stóð þarna með kökk í hálsinum, nasavængina útþanda til að halda aftur af tárunum auk þess að vera með gæsahúð dauðans....mikið gasalega eru þær magnaðar og Eivör er alveg stórkostleg að mínu mati (sitt sýnist hverjum náttúrulega en sumir hafa þurft að éta ýmislegt ofan í sig hvað Eivöru varðar...ha Herdís!!!!!!!)
Þannig að eftir að hafa hlustað á þær stöllur fara á kostum þarna skellti ég mér á útsöluna hjá 12 tónum og keypti mér Krákuna og Eivör diskinn með Eivöru og svo gaf Óli bróðir mér nýjasta diskinn. Þannig að nú er Eivör-törn heima hjá mér!!!!

Ég er ekki með Stöð 2 og sé því ekki Grey´s Anatomy þættina, en hef heyrt ótrúlega mikið um þá og Óli bróðir kom mér á bragðið og lánaði mér fyrstu tvær seríurnar og ég hef núna tekið Greys´Anatomy-törn og er hálfnuð með þriðju seríuna... (sem Óli reddaði mér líka...þúsund þakkir Heiða mín!!!!) Ég er semsagt óstöðvandi núna og hef ekki fallið í þessa gryfju síðan við mamma sóttum hverja Return to Eden spóluna á fætur annarri í Videóklúbbinn í eyjum fyrir möööööörgum árum síðan hahahahahahaha...
Ætli það sé merki um að ég sé að eldast að mér finnst Patrick Dempsey bara sjúklega sexý í þessum þáttum?????? Er það kannski bara karakterinn????

mánudagur, ágúst 20, 2007

Hversdagsleikinn...

...er tekinn við og allt að komast í fastar skorður.
Ég er búin að vera að vinna í viku, skólasetning hjá Grétu á miðvikudag og svo byrjar skólinn hjá henni á fimmtudag. Við fengum bréf frá frístundaheimilinu í dag þar sem okkur var tilkynnt að hún fengi pláss, það var nú léttir!!!!

Ég er 100% sátt við þá ákvörðun að halda ekki áfram í námi, allavega ekki þessu námi. Og mér líður vel og ég lít jákvæðum augum á veturinn, vinnuleg séð allavega og þrátt fyrir að við séum í svipaðri stöðu og aðrir leikskólar hvað manneklu varðar hlakka ég til að fara að vinna og nýta mér það sem ég hef lært á undanförnum árum. Ég hlakka líka til að geta eytt meiri tíma með Grétu, farið í ræktina og gert hluti án þess að vera með samviskubit yfir að eiga eftir að læra eða vera að læra og vera með samviskubit yfir að geta ekki gert meira með Grétu!!

Fyrir nokkru horfði ég á myndina "The Secret" og þar kom ótrúlega margt fram sem er svo magnað, þrátt fyrir að maður viti nú sumt af því. Ég er nú samt á leiðinni að kaupa mér bókina þar sem ég tel að allar svona bækur séu af hinu góða (eins og bækurnar hans Paolo Coelho, Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, Lífsgleði njóttu og margar fleiri) og ef maður tekur það úr bókunum sem maður telur að henti manni nýtist það manni til góða.

Þannig að það er best að byrja á því að velta vöngum yfir því hvað það er sem maður raunverulega vill í þessu lífi og koma því á Vision board og sjá hvað gerist!!

mánudagur, ágúst 13, 2007

Hið eðlilega líf

Byrjaði að vinna í morgun eftir 6 vikna frí....já svona geta leikskólakennarar haft það gott muahhhhhhh!!!!!!!!!!!!

Það var bara aldeilis frábært að komast í vinnuna og mína eðlilegu rútínu.
Fór bara nokkuð snemma að sofa í gær, vaknaði fyrir klukkan sjö í morgun og fór í sturtu ÁÐUR en ég fór í vinnuna...gæti eflaust komist í heimsmetabók Guinnes fyrir það!!!!
Mér þykir ekkert eðlilega gott að sofa (er B týpan...held ég...get vakað lengi og sofið lengi) og vil nota allan tíma sem ég get til þess....EN á hverju hausti (já er ekki að koma haust?) hugsa ég með mér að nú sé rétti tíminn til að gerast A manneskja (eru það þá ekki þeir sem fara snemma að sofa og snemma á fætur?), fara á fætur einum og hálfum tíma áður en ég á að mæta í vinnuna, fara í sturtu, blása og slétta á mér hárið, bera á mig krem og svona, fá mér gasalega hollan morgunmat, lesa blöðin og hlusta á fréttirnar EN...svo kemur haustið og ég geri þetta ALDREI!!!! Kannski af því þetta er aðeins of mikið af því góða...nægir mér að fara bara á lappir klukkutíma áður!!

Ég snooza þar til ég hreinlega verð að drattast á lappir svo Gréta verði ekki of sein í skólann (vil alls ekki að hún komi of seint, er meira sama um mig...ég ber ábyrgð á henni og mér sjálfri!!) og mæti nánast með koddafar á kinninni í vinnuna!!! Ég er samt ekkert alltaf of sein í vinnuna...bara mæti akkúrat....væri oft gott að mæta mínútu fyrr...hehehehe....

Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn sagði að það tæki mann 21 dag (minnir mig) að breyta venjum sínum...og nú geri ég aðra tilraun til þess að gerast A manneskja...engar öfgar samt, bara að hætta að snooza og drattast á lappir klukkan sjö, ég er nefnilega ekki týpan til að blása og slétta á mér hárið og mála mig áður en ég fer í vinnuna...en þetta með koddafarið er leiðinlegra hehehehehe!!!

Sjáum hvað setur....er alltaf að reyna þetta en það mistekst alltaf....er samt betur stemmd í þessari tilraun en hinni....og er svo líka ekki að fara í skólann þannig að maður þarf ekki að vera að læra til 1 og 2 á nóttunni svo maður ætti að geta drattast í rúmið á skikkanlegum tíma!!!

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Tómlegt

Gærdagurinn var svona "bitter-sweet" dagur, ég keyrði ítölsku fjölskylduna mína á Keflavíkurflugvöll í svarta þoku og á heimleiðinni var ég ein í svartaþoku á Reykjanesbrautinni með tárin í augunum (á svona líka bágt með að kveðja) og með tónlistina í botni. Söknuðurinn var mikill þrátt fyrir vissuna um að hittast á ný á þessu ári meira að segja.

Fyrir 13 árum fór ég sem au-pair til þeirra og við náðum strax vel saman. Vináttan hefur haldist og styrkist í hvert sinn sem við hittumst. Þau eru alveg frábær og mér líður svo vel með þeim, þau eru opin og einlæg og segja nákvæmlega það sem þeim finnst. Þau eru svo dugleg að hrósa mér og benda mér á þá kosti sem ég hef að bera auk þess að fá mig til að líta jákvæðari augum á allt það góða sem ég hef í lífi mínu. Eftir þessar tvær vikur kann ég miklu betur að meta það sem ég hef og ætla að reyna að halda áfram að vera jákvæð og þakka fyrir það sem ég hef.

Þau bentu strax á það...sem ég þó vissi... að ég er umkringd af fólki sem gerir allt fyrir mig mamma og pabbi lánuðu mér bílinn sinn, til að lána ítölunum hann, í 2 vikur auk þess að snúast í kringum okkur og elda ofan í okkur í eyjum, Diddi bróðir lánaði okkur bílinn (til vara), Óli bróðir lánaði mér sængur og bauð okkur öllum út að borða og í ísbíltúr á eftir, Birgitta lánaði mér kælibox, Ester og Einar lánuðu okkur húsið sitt í eyjum þar sem þau voru hjá Kristborgu frænku í Svíþjóð og Þórey gaf okkur kjúkling og rauðvín. Gréta mín var best allra barna og lánaði ítölunum allt sem þau báðu um (gameboy, dvd, i-podinn, dót og hvaðeina).
Þúsund þakkir öllsömul fyrir hjálpina!!!!
Þessar 2 vikur sem fjölskyldan mín var hér var mikið ferðast og margt brallað. Við byrjuðum á að fara til Vestmannaeyja daginn eftir að þau komu til landsins og eyddum þar 3 dögum. Pabbi keyrði okkur um eyjuna á lítilli rútu, við röltum um bæinn og kíktum í búðir en hátindur ferðarinnar fyrir þau var að komast í íslenskt frystihús og sjá hvernig við vinnum fiskinn (ég var svo mikið búin að tala um frystihúsin og vinnuna þar þegar ég var hjá þeim). Mamma tók á móti okkur í Godthaab og leiddi þau í allan sannleika um fiskiframleiðslu Íslands auk þess að sýna þeim hvern einasta fermeter í frystihúsinu. Þá versluðum við bæði saltfisk og hinn margrómaða harðfisk (Böddabita) sem sló rækileg í gegn á Ítalíu.
Mamma og pabbi elduðu mat sem féll ítölunum misvel, kjötsúpan sló í gegn en lundinn ekki, hangikjötið sló í gegn en sviðakjammarnir ekki, nýjar kartöflur slóu í gegn en rúgbrauð ekki!!!

Nú...þegar við vorum svo aftur komin á fast land skoðuðum við Reykjavík city; Laugaveginn, Hallgrímskirkju + turninn, leikskólann minn, Fjölskyldu-og húsdýragarðinn, Grasagarðinn og Kaffi Flóru (þar sem heimsins besta kjúklingasalat fæst).
Auðvitað fórum við svo Gullna hringinn (Þinvellir, Geysir, Gullfoss og Kerið) með viðkomu í Eden, fórum að Garðskagavita, Álfubrúnni, Reykjanesvita og enduðum í Bláá Lóninu, skuppum svo í Jökulsárlón og gistum eina nótt í sumarbústað á Hörgslandi, tókum léttan hring um Nesjavelli og kíktum svo í Borgarfjörðinn og á Hvanneyri þar sem margar frábærar minningar rifjuðust upp.

Veðrið var bara aldeilis ágætt og þau voru mest ánægð að fá einn góðan og einn slæman dag í Eyjum því þá fannst þeim þau skilja lífið þar og fólkið mun betur. Margir sólardagar voru, nokkrir vindasamir og örfáir skýjaðir dagar, svo þegar á heildina er litið var þetta bara aldeilis ágætt!!

Mörg comment hafa fallið um land og þjóð og munu þau kannski birtast hér á allra næstu dögum...hehehe...

En semsagt...við mæðgur erum bara tvær í kotinu og lífið að fara í fastar skorður...byrja að vinna á morgun og skólinn hjá Grétu byrjar eftir 10 daga!!