laugardagur, ágúst 25, 2007

Óvissu - og dekurdagur

Ingunn vinkona bauð mér í "óvissuferð" í dag, og þvílíkt sem við erum búnar að hafa það gott!!!!!!

Við hittumst í Laugum í morgun kl 11 og þá var Ingunn búin að græja aðgang fyrir okkur að Baðstofunni. Við skelltum okkur í æfingagallann og hituðum upp eins og við gerum vanalega en svo tók óvissan við, ég hélt að við værum að fara okkar venjulega hring í Hraðbrautinni en nei nei, Ingunn var ekkert á þeim buxunum heldur var það SALSA tími!!!!!
Fyrstu tvö sporin voru auðveld en það sem svo tók við...jedúdda mía...ég var í dansskóla þegar ég var lítil EN það sást svei mér ekki í morgun þar sem ég var eins og belja á svelli...en skemmti mér konunglega og er alveg til í að prófa þetta aftur!!!!

Úr Salsatímanum lá leiðin í armbeyjur og teygjur og þaðan í gufur og sána, ííííiískalda sturtu, nuddpottinn og þaðan lá leiðin í Laugar Café þar sem við fengum okkur hvítvínsglas og gasalega góðan mat.
Skelltum okkur svo í slökun og þvílíkt sem það var gott. Ég lá þarna á bekknum, innan um slatta af ókunnugu fólki og það kom mér svakalega á óvart hversu mikilli slökun ég náði þarna, á sundfötunum og baðsloppnum innan um ókunnugt fólk. Það voru fleiri en ég sem náðu góðri slökun því sumir voru farnir að hrjóta!!

Eftir að hafa farið í góða sturtu, borið á mig body lotion, blásið á mér hárið, meikað, púðrað og maskarað, smellt mér í sokkabuxur og kjól var haldið af stað í bæinn.
Næsti liður í óvissuferðinni var Nornabúðin þar sem Ingunn verslaði galdur handa okkur og svo var það bara kakó og vaffla á Café París eftir að hafa kíkt í Pennann.

Kom svo heim og hafði það gott en hver veit hvað kvöldið ber í skauti sér!!

Elsku Ingunn mín...takk fyrir mig, takk fyrir frábæran dag og takk fyrir að vera hluti af mér og mínu lífi!!

1 Comments:

At 2:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis dúllan mín. Alltaf gaman að eyða tíma með þér og gera eitthvað skemmtilegt. Næst er svo bara Ítalía!!!!! :) Rosalega verður gaman hjá okkur.
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home