Tarnir
Ég á það til að taka svona tarnir....þegar ég var yngri las ég allar Nancy-bækurnar í einum rykk, en þegar ég var orðin eldri (bara í hitteðfyrra hahaha) las ég margar James Patterson bækur í röð, svo tóku við margar Paolo Coelho bækur í röð, tók svo aðra törn og las margar "sjálfshjálparbækur".
Í fyrra fór ég í stelpuferð til Köben og við skelltum okkur á tónleika með Eivöru Páls í Tívolíinu og ég sé sko ekki eftir því, hún er algerlega alger snillingur stúlkan!! Og á laugardaginn datt ég inn í Norræna húsið þar sem Eivör og LayLow voru að syngja "You are my sunshine" og svo tók Train-lagið við og ég stóð þarna með kökk í hálsinum, nasavængina útþanda til að halda aftur af tárunum auk þess að vera með gæsahúð dauðans....mikið gasalega eru þær magnaðar og Eivör er alveg stórkostleg að mínu mati (sitt sýnist hverjum náttúrulega en sumir hafa þurft að éta ýmislegt ofan í sig hvað Eivöru varðar...ha Herdís!!!!!!!)
Þannig að eftir að hafa hlustað á þær stöllur fara á kostum þarna skellti ég mér á útsöluna hjá 12 tónum og keypti mér Krákuna og Eivör diskinn með Eivöru og svo gaf Óli bróðir mér nýjasta diskinn. Þannig að nú er Eivör-törn heima hjá mér!!!!
Ég er ekki með Stöð 2 og sé því ekki Grey´s Anatomy þættina, en hef heyrt ótrúlega mikið um þá og Óli bróðir kom mér á bragðið og lánaði mér fyrstu tvær seríurnar og ég hef núna tekið Greys´Anatomy-törn og er hálfnuð með þriðju seríuna... (sem Óli reddaði mér líka...þúsund þakkir Heiða mín!!!!) Ég er semsagt óstöðvandi núna og hef ekki fallið í þessa gryfju síðan við mamma sóttum hverja Return to Eden spóluna á fætur annarri í Videóklúbbinn í eyjum fyrir möööööörgum árum síðan hahahahahahaha...
Ætli það sé merki um að ég sé að eldast að mér finnst Patrick Dempsey bara sjúklega sexý í þessum þáttum?????? Er það kannski bara karakterinn????
2 Comments:
Grey's Anatomy er æði. Ég horfði á allar 3 seríurnar á einni viku eða einhverjum álíka fáránlegum tíma. (Var í fríi í skólanum)
Eftirá að hyggja var þetta kannski ekkert svo sniðugt að horfa á þetta svona í einum rykk, því ég lifði mig svo hrottalega inní þetta allt að ég held að það hefði verið réttast að leggja mig inn vegna vökvataps, grenjaði nefninlega yfir hverjum einasta þætti. Og það engin smá krókódílatár.
Hlakka til þegar næsta sería byrjar :)
Wahahaha Ég tók líka Grey´s törn og horfði á fyrstu seríuna á þremur kvöldum og seríu 2 á tæpri viku (var í fæðingarorlofi). Var svo eins og dópisti sem fékk ekki skammtinn sinn þegar ég náði ekki að redda seríu 3 og surfaði um netið eins og meiníak til að finna þætti til að hlaða niður. Það tókst ekki og ég hef því enn ekki séð seríu 3... hlakka svakalega til að dempa mér í hana þegar ég fæ hana í hendurnar :) Það er bara e-ð með þessa þætti - maður verður húkkt strax eftir fyrsta þátt!
Skrifa ummæli
<< Home