mánudagur, ágúst 20, 2007

Hversdagsleikinn...

...er tekinn við og allt að komast í fastar skorður.
Ég er búin að vera að vinna í viku, skólasetning hjá Grétu á miðvikudag og svo byrjar skólinn hjá henni á fimmtudag. Við fengum bréf frá frístundaheimilinu í dag þar sem okkur var tilkynnt að hún fengi pláss, það var nú léttir!!!!

Ég er 100% sátt við þá ákvörðun að halda ekki áfram í námi, allavega ekki þessu námi. Og mér líður vel og ég lít jákvæðum augum á veturinn, vinnuleg séð allavega og þrátt fyrir að við séum í svipaðri stöðu og aðrir leikskólar hvað manneklu varðar hlakka ég til að fara að vinna og nýta mér það sem ég hef lært á undanförnum árum. Ég hlakka líka til að geta eytt meiri tíma með Grétu, farið í ræktina og gert hluti án þess að vera með samviskubit yfir að eiga eftir að læra eða vera að læra og vera með samviskubit yfir að geta ekki gert meira með Grétu!!

Fyrir nokkru horfði ég á myndina "The Secret" og þar kom ótrúlega margt fram sem er svo magnað, þrátt fyrir að maður viti nú sumt af því. Ég er nú samt á leiðinni að kaupa mér bókina þar sem ég tel að allar svona bækur séu af hinu góða (eins og bækurnar hans Paolo Coelho, Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, Lífsgleði njóttu og margar fleiri) og ef maður tekur það úr bókunum sem maður telur að henti manni nýtist það manni til góða.

Þannig að það er best að byrja á því að velta vöngum yfir því hvað það er sem maður raunverulega vill í þessu lífi og koma því á Vision board og sjá hvað gerist!!

1 Comments:

At 9:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á þetta hjá þér. Og ekki gleyma öllum námskeiðunum og ferðalögunum sem við ætlum að græja og gera :)
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home