mánudagur, ágúst 13, 2007

Hið eðlilega líf

Byrjaði að vinna í morgun eftir 6 vikna frí....já svona geta leikskólakennarar haft það gott muahhhhhhh!!!!!!!!!!!!

Það var bara aldeilis frábært að komast í vinnuna og mína eðlilegu rútínu.
Fór bara nokkuð snemma að sofa í gær, vaknaði fyrir klukkan sjö í morgun og fór í sturtu ÁÐUR en ég fór í vinnuna...gæti eflaust komist í heimsmetabók Guinnes fyrir það!!!!
Mér þykir ekkert eðlilega gott að sofa (er B týpan...held ég...get vakað lengi og sofið lengi) og vil nota allan tíma sem ég get til þess....EN á hverju hausti (já er ekki að koma haust?) hugsa ég með mér að nú sé rétti tíminn til að gerast A manneskja (eru það þá ekki þeir sem fara snemma að sofa og snemma á fætur?), fara á fætur einum og hálfum tíma áður en ég á að mæta í vinnuna, fara í sturtu, blása og slétta á mér hárið, bera á mig krem og svona, fá mér gasalega hollan morgunmat, lesa blöðin og hlusta á fréttirnar EN...svo kemur haustið og ég geri þetta ALDREI!!!! Kannski af því þetta er aðeins of mikið af því góða...nægir mér að fara bara á lappir klukkutíma áður!!

Ég snooza þar til ég hreinlega verð að drattast á lappir svo Gréta verði ekki of sein í skólann (vil alls ekki að hún komi of seint, er meira sama um mig...ég ber ábyrgð á henni og mér sjálfri!!) og mæti nánast með koddafar á kinninni í vinnuna!!! Ég er samt ekkert alltaf of sein í vinnuna...bara mæti akkúrat....væri oft gott að mæta mínútu fyrr...hehehehe....

Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn sagði að það tæki mann 21 dag (minnir mig) að breyta venjum sínum...og nú geri ég aðra tilraun til þess að gerast A manneskja...engar öfgar samt, bara að hætta að snooza og drattast á lappir klukkan sjö, ég er nefnilega ekki týpan til að blása og slétta á mér hárið og mála mig áður en ég fer í vinnuna...en þetta með koddafarið er leiðinlegra hehehehehe!!!

Sjáum hvað setur....er alltaf að reyna þetta en það mistekst alltaf....er samt betur stemmd í þessari tilraun en hinni....og er svo líka ekki að fara í skólann þannig að maður þarf ekki að vera að læra til 1 og 2 á nóttunni svo maður ætti að geta drattast í rúmið á skikkanlegum tíma!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home