sunnudagur, ágúst 26, 2007

Ísland er land þitt

Ég hef undanfarin tvö ár ferðast töluvert um Ísland og séð ótrúlega margt fallegt.
Landið mitt kemur mér alltaf jafnmikið á óvart og ég skil vel hvers vegna útlendingar streyma hingað. Samt hef ég ekki séð nærri því allt. Ferðin mín í fyrra með ítalana var mögnuð, við keyrðum 2500 kílómetra á 8 dögum og stoppuðum á fleiri hundruð stöðum. Mér þykir ótrúlega vænt um landið mitt og er ánægð með að vera Íslendingur. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum, sem ég hef tekið í mínum ferðum um landið!!
Njótið vel!!!
Vestmannaeyjar.
Þessi mynd er í miklu uppáhaldi þar sem ég tók hana
sjálf út um gluggann á flugvélinni sem pabbi minn flaug :)


Dyrhólaey, ágúst 2006.
Ótrúlega magnaðir klettar!!


Hvítserkur í Húnafirði.
Brimrofið hefur gatað helluna svo hún hefur
yfirbragð steinrunninar ófreskju.
Ótrúlega magnað náttúrufyrirbæri.

Þingvellir,
einn af mínum uppáhaldsstöðum.



Vestmannaeyjar,
sér einhver fílinn??


Jökulsárlón 2007.
Hrapaði flugvél í Jökulsárlón?


Gullfoss.

Takið sérstaklega eftir berginu,
eða klettunum eða hvað sem
þetta kallast,
mér finnst þetta svo magnað!!!


Malarif
á Snæfellsnesi. Ótrúlega magnað bergið þarna.


Reykjanes
Ótrúlega magnaðir klettar við
Álfubrúna á reykjanesskaganum.



Malarrifsviti
á Snæfellsnesi.

Þegar ég var búin að setja allar myndirnar inn sá ég að þær eru flest allar af fjöllum, klettum og bergum. Spurning um að skella sér í jarðfræði og finna út hvað þetta heitir alltsaman. Jah, eða bara fletta því upp í bókinni sem er að verða besta vinkona mín, Vegahandbókin góða!!

2 Comments:

At 2:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegar myndir ;)

kv. Lauga

 
At 11:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Your blog keeps getting better and better! Your older articles are not as good as newer ones you have a lot more creativity and originality now keep it up!

 

Skrifa ummæli

<< Home