föstudagur, júlí 27, 2007

Efins??

Og einmitt þegar ég er alveg ákveðin kemur þessi grein

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1282406

Menntun er menntun sama hvaða menntun það er en launin eru hins vegar allt annað mál!!
Undarlegt samt að með mína menntun, háskólapróf, gæti ég fengið betur launaða vinnu í öðrum geira en menntun mín tilheyrir??

Ég er stolt og ánægð með mína menntun, er bæði með stúdentspróf og B.ed gráðu og stefni á BA gráðu í allt öðru. Hvort Masterinn fær að fljóta með verður tíminn að leiða í ljós...stend samt við fyrri ákvörðun og ætla ekki áfram í haust!!

Er annars búin að vera á fullu í dag....margt jákvætt við daginn í dag, sól og blíða, ég búin að ryksuga bílinn minn og þrífa mömmu og pabba bíl, búin að kaupa mér dýnu til að sofa á meðan gestirnir eru, þrífa íbúðina alla og fara með gögn í bankann...mikið sem manni líður vel þegar maður gerir eitthvað af viti!!!

Á morgun kl 19.05 lendir svo Del Bello fjölskyldan og ég geeeettttt varla beðið...er búin að vera með fiðrildi í maganum af spenningi síðustu daga og spennan er að ná hámarki......ciao!!!

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Pælingar út og suður

"Þessar aðstæður geta breytt þér til hins betra en einungis ef þú leyfir sjálfri þér að breytast. Hreinsaðu líf þitt af neikvæðni" sagði stjörnuspáin mín í Blaðinu í dag.

Þetta kom vel á vondan og nú er lag...ætla að losa mig við neikvæðnina og breytast til hins betra...er bara að spá í eitt....hvaða aðstæður er átt við? Maður er í mörgum aðstæðum hverju sinni...

Hey og fyrst ég er byrjuð að losa mig við neikvæðnina og snúa mér að jákvæðninni þá er hér eitt jákvætt...hef tekið ákvörðun og er algerlega alveg ákveðin og sátt við hana...það hefur ekki gerst í langan tíma þar sem ég þarf alltaf að velta öllu fyrir mér í tíma og ótíma og helst líka í óratíma....EN...
...þannig er mál með vexti að ég sótti um í Mastersnám og fékk inn og ætlaði að halda áfram og taka allavega kennsluréttindin...og var alveg ákveðin í því...EN... þar sem ég hef haft nægan tíma til að hugsa minn gang í sumarfríinu þá komst ég að því að hugur minn liggur ekki þar, mig langar, sem stendur, ekki að fara í meira nám, allavega ekki á þessu sviði.
Mig langar frekar að nýta mér það nám sem ég hef nú þegar og bæta mig í starfi með þeim hætti. Leikskólinn er minn vettvangur og mig langar að vinna mína vinnu betur og sinna henni og öllum þeim þáttum sem lúta að henni.
Ég hef svo sannarlega verið að læra margt sl. 4 ár og finnst tími til kominn að nýta mér það mun betur.

Nú...í sumarfríinu hef ég líka fundið að sl. 4 á hafa verið geysilega erfið og það er meira en að segja það að vera í svona löngu námi, sinna barni og búi og hafa tíma til að lifa lífinu. Í skólanum er oft bara kannaður toppurinn á ísjakanum og maður hefur oft ekki tíma til að fara dýpra þótt maður glaður vildi þar sem mörgu er að sinna.
Ég var aðeins að vinna í sumarfríinu og lesa frábært efni tengt vinnunni og mig langar að geta einbeitt mér að því og kannað það til hlítar því það kemur til með að nýtast mér gasalega vel í vetur og nú finn ég að þar liggur hugur minn og nú ætla ég að fylgja sannfæringu minni.

Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum sagði einn prófessor og ég finn það að núna er námstíma mínum, í þessum skilningi er lokið í bili og við tekur vinnutími, en í honum felst meðal annars að vinna úr því sem ég hef verið að læra. EN...tíminn sem er dýrmætasti tíminn af öllum tíma er tími með og fyrir dóttur mína...honum vil ég núna eyða án þess að hún þurfi alltaf að "bíða aðeins, gera þetta á eftir, bíða þar til ég er búin að lesa/læra/skrifa/prenta....hitt og þetta"

Ég fann nefnilega á síðustu önninni að metnaðurinn var ekki sá sami og á fyrri önnum og ég dröslaðist áfram síðustu metrana til að klára þetta.
Ég naut námsins upp að vissu marki en komst einnig betur að því að nám er vinna og vinna er nám og maður á að njóta þess. Fer kannski bara í masterinn þegar ég get unnið minna..hahaha... og Gréta þarf ekki eins mikið á mér að halda...verð þá líka komin með enn lengri starfsreynslu og mun eflaust vita ennþá betur hvar hugurinn liggur!

Svo er draumurinn alltaf að klára BA í ítölsku svo það er næsta mál á dagskrá...er búin að senda póst á námsráðgjafa í HÍ og ætla að sjá hvert það leiðir mig...hvort og hvað ég fæ metið og hvað er í boði...huhumm...kannski kominn tími til að láta einhvern draum raunverulega rætast...ekki sitja bara á rassinum og gera ekki neitt!!!!

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Ár aftur í tímann :)

Fyrir 13 árum fór ég fyrst sem au-pair til Ítalíu og var mjög heppin með fjölskyldu. Þetta voru hjón með eitt barn og barnið var bara 18 daga þegar ég kom til þeirra.
Með okkur öllum tókst mikill vinskapur og ég var sátt við fólkið og allt en þegar kom að heimferð var ég ekki alveg sátt þar sem ég hafði ekki kynnst neinum ítölum á mínum aldri (þar sem þeir voru allir í Interrail á sumrin, hehe) og því ekki lært neitt af ráði í ítölsku. Ég tók þá ákvörðun að fara heim til Íslands, klára stúdentinn og fara svo aftur, sem ég og gerði.
Ég fór aftur, á sama stað, sömu fjölskyldu og nú voru hlutirnir öðruvísi. Þau voru búin að finna skóla í borginni þar sem var ítölskunám fyrir útlendinga og þangað fór ég, 2x í viku í 9 mánuði og fékk frábæran kennara og var fljót að læra og dugleg að æfa mig. Eftir 3 mánuði var ég farin að tala ítölsku og meira að segja farin að blaðra á ítölsku í símann þannig að þá mátti bara tala ensku í neyð!!!!!!
Það var afskaplega erfitt að kveðja alla þegar ég fór heim, mér þótti svo vænt um fólkið og allir höfðu reynst mér svo vel og við vissum ekkert hvenær við myndum hittast aftur.

Síðan þá hef ég heimsótt þau 2x, árið 1997 og svo árið 2003 en þá komu Gréta, mamma og pabbi með mér og það var ótrúlega gaman fyrir alla. Mömmu og pabba hafði lengi langað að sjá hvar ég var, sjá ítalska heimilið mitt og hitta allt fólkið sem ég haf'ði kynnst.
Mér var tekið svo vel að pabbi sagði að það væri eins og ég væri drottningin af Íslandi, þvílíkar móttökur og nokkur tár féllu hér og þar.

Nú er svo komið að fjölskyldan mín, hjónin og tvö börn, er að koma til Íslands í FYRSTA skipti!!!!
Þau koma á laugardaginn og við Gréta getum varla beðið....erum að skipuleggja og gera og græja.....rétt eins og í fyrra þegar ítalarnir komu!!!!

Þetta verða án efa frábærar 2 vikur og nú er bara að vona að veðurguðirnir verði áfram duglegir að útdeila góðu veðri á Íslandi!!!!

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Stjörnuspá dagsins og annað crap

Sporðdreki: Taktu ákvarðanir að hætti sporðdreka: hlustaðu eftir áliti margra, íhugaðu þau og hlustaðu svo á innsæið.

Stundum hittir stjörnuspáin alveg í mark...undanfarna daga hef ég verið að velta mörgu fyrir mér, er nefnilega í sumarfríi og hef ekkert að gera nema velta ýmsu fyrir mér...er ótrúlega góð í því...
...EN...
...ég hef sem sagt þrennt að velta mér upp úr núna, eitt hef ég reyndar ákveðið svo það er enn tvennt sem ég get velt mér upp úr...annarsvegar húsnæðismál, hins vegar nám...
...EN...
...þannig er mál með vexti að ég er einstæð móðir, nýbúin með 4ra ár háskólanám og er í fullri vinnu, minn starfsvettvangur er þannig að ég held að ég þurfi ekki að óttast atvinnuleysi, þori að fullyrða að ég get fengið vinnu hvar sem er og hvenær sem er með mína menntun og reynslu. Ekki það að mig vanti vinnu, er fullkomlega ánægð með þá vinnu sem ég er í...
...EN...
...ég geri mér grein fyrir að peningar eru ekki allt og maður kaupir ekki hamingju, enda þarf ég ekki að kaupa mér neitt til að verða hamingjusöm, ég er það nú þegar...
...ENNNNNNNNNN...
...peningar gera samt ýmislegt...til dæmis er ég núna í þeirri stöðu...eins og í fyrra...að það er verið að fara að selja íbúðina sem ég er að leigja...ok...núna hugsa flestir...og af hverju kaupir þú hana ekki bara???...
...EN...
...ég átta mig bara ekki alveg á því þegar fólk segir að það sé svo auðvelt að kaupa...hef lauslega sett dæmið upp og gæti keypt fyrir 12 milljónir...og hvað fæ ég fyrir það??? Kannski 30 fermetra ósamþykkta íbúð, það er ef ég ætla ekki að steypa mér í skuldir, og þótt ég ætlaði að steypa mér í skuldir þá hefði ég ekki heldur efni á því...
...EN...
...þá kem ég að öðru....leigumarkaðurinn er ekkert skárri kostur...á leiga.is eru íbúðir og leigan er ekki nema 130-150 þús fyrir 70-90 fermetra!!!!!
Og það sem meira er...af því ég er svo HÁlaunuð þá taka þeir bara af mér húsaleigubæturnar...jamm...mátt bara hafa það ok á Íslandi, mátt ekki hafa það of gott nema þú sért ógeðslega ríkur og þurfir að hafa það betra!!!!
En ef þú ert bara í lægri kantinum í millistéttinni máttu ekki hafa það OF gott...ó nei...mátt bara hafa það skítsæmilegt!!!

Svo ætli það sé ekki best að taka saman draslið og flytja úr borginni, ef maður ætlar að lifa af??????? Kannski maður ætti bara að flytja af landi brott? Er grasið grænna hinu megin??

Svo þið sjáið að ég hef meira en nóg að gera í sumarfríinu!!!!!!!

sunnudagur, júlí 15, 2007

Pakkað upp og niður...

Heil og sæl...þá er 2ja vikna dvöl okkar á Tenerife lokið og við bara svona líka ánægð með hana. Hótelið var rosa gott og herbergið okkar á 4.hæð aldeilis gott. Við vorum mjög afslöppuð og ekkert að rífa okkur upp eldsnemma, sváfum út og höfðum það bara notalegt.

Óli var ekki með nema 9 bækur með sér og hann las held ég 5 bækur og ég las 6 bækur á tveimur vikum.

Bækur, höfundur og stjörnugjöf hér rétt á eftir (mest hægt að fá 5 stjörnur) hehehehe...

  • Sér grefur gröf e. Yrsu Sigurðardóttur ****skemmtileg flétta en svolítið langdregin

  • Skipið e. Stefán Mána ***** klikkuð spennusaga og horror.....

  • 5.riddarinn e. James Patterson *** auðlesin og skemmtileg afþreying

  • Í upphafi var morðið *** e. Árna Þórarinsson og Pál Kristin Pálsson *** auðlesin og svolítið langdregin

  • Viltu vinna milljarð e. Vikas Swarup ***** frábær bók sem allir ættu að lesa, ótrúlega skemmtilega sett upp og meiriháttar lesning.


Las eina bók í viðbót sem ég man í augnablikinu ekki hvað heitir en það kemur síðar. Svo las ég reyndar líka eina ítalska....sem var meiriháttar góð líka.

Við komum semsagt heim á fimmtudagsmorguninn, 2ja tíma seinkun á fluginu svo við vorum að skríða hér inn um kl. 06 um morguninn...svona líka hress. Það er frábært hvað Gréta er dugleg og það er svo lítið mál að ferðast með hana. Hún sofnaði bara 40 mín e. flugtak og svaf þar til það var klukkutími eftir!! Komum svo heim um kl 6 og sváfum frá 7-12.


Ég var varla búin að rífa upp úr töskunum þegar Ingunn hringdi og bauð okkur að koma með henni og strákunum í bústað á Arnarstapa. Við létum svona gott tilboð ekki sleppa og eyddum helginni í bongóblíðu á Arnarstapa í góðum félagsskap.

Nú bíðum við bara eftir að ítalska fjölskyldan mín komi til landsins...

sunnudagur, júlí 08, 2007

Nae ekki asetja titil á bloggid.....

Hellúúúú....hér er bara sama blídan og sídast tegar ég skrifadi og ekkert útlit enn fyrir rigningu en mikid er madur samt takklátur fyrir skýin hér...svona af og til allavega.
Vid erum ekkert ad tapa okkur hér, sofum bara út og hofum tad gasa kósy....nema ad vid bordum svo ógedslega mikid af gúmmínammi og drekkumsvooo mikid kók ad tad er hreinlega óbjódur...Grèta er búin ad stofa heilsuklúbb...henni ofbýdur tetta nammi og kók magn sem í sig er látid hér og vid Óli erum rekin úr klúbbnum!!

Erum búin ad fara í geggjadan Jungle park, hrikalega flottan dýragard og tókum helling af myndum og fórum í BOB sleda og Jungle ride líka...verdid bara ad bída eftir myndunum sem ég mun setja á heimasíduna hennar Grétu er vid komum heim.
Saelunni fer ad ljúka, komum heim á midvikud....eda sko eiginlega á fimmtudagsmorgunin...flugid á frekar ókristilegum tíma en hvad um tad....erum í fríi!!

Vonum ad tid hafid tad eins gott og vid.....kossar og knús...the Tenerife fat asses

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Tenerife weekly :)

Halló halló halló....af okkur er allt gott ad frétta, gasalega mikill hiti og sól og allt eins og ég vil hafa tad. Gréta er ordin alger hetja í lauginni, farin ad hoppa, fara í kollhnís í vatninu og í dag sleppti hún kútunum og var ad aefa sig í ad synda kútalaus....alger hetja og tad gekk svaka vel.

Vid erum oll ordin voda brun...mismikid samt....Oli var adallega raudur, Gréta brún og ég bara nokkud brún líka...hehehe..er ad vinna brúnkukeppnina allavega.

Fórum í vatnsrennibrautagard í gaer og tad var meiriháttar gaman, ég fór meira ad segja nokkrar ferdir og skemmti mér konunglega :)

Annars bordum vid bara úti á hverju kvoldi og skiptumst á ad ráda og velja stadi, kíkjum stundum á skemmtidagskrána hér á hótelinu eda bara roltum um. Hotelid er svakalega fínt og ekkert nema gott um tad ad segja.
Vid erum í algerri afsloppun, sofum bara út..til ca 10 og svo bordum vid bara morgunmat og skellum okkur svo í sólbad til svona 17.30. Tá heldur afsloppunin bara áfram, sturta, skipt um fot, hairdo og svona og svo út ad borda.
Er búin ad versla mér adeins í Mango og Gréta búin ad versla sér svolítid líka....aetlum á markadinn á morgun...tad verdur gaman!!

Vonum ad tid hafid tad gott heima og tad týdir ekkert ad vera ad senda okkur sms med einhverjum hitametstolum frá Íslandi...tad toppar ekki vedrid hér....hehehehhehe....

Kossar og knús!!!