Pakkað upp og niður...
Heil og sæl...þá er 2ja vikna dvöl okkar á Tenerife lokið og við bara svona líka ánægð með hana. Hótelið var rosa gott og herbergið okkar á 4.hæð aldeilis gott. Við vorum mjög afslöppuð og ekkert að rífa okkur upp eldsnemma, sváfum út og höfðum það bara notalegt.
Óli var ekki með nema 9 bækur með sér og hann las held ég 5 bækur og ég las 6 bækur á tveimur vikum.
Bækur, höfundur og stjörnugjöf hér rétt á eftir (mest hægt að fá 5 stjörnur) hehehehe...
- Sér grefur gröf e. Yrsu Sigurðardóttur ****skemmtileg flétta en svolítið langdregin
- Skipið e. Stefán Mána ***** klikkuð spennusaga og horror.....
- 5.riddarinn e. James Patterson *** auðlesin og skemmtileg afþreying
- Í upphafi var morðið *** e. Árna Þórarinsson og Pál Kristin Pálsson *** auðlesin og svolítið langdregin
- Viltu vinna milljarð e. Vikas Swarup ***** frábær bók sem allir ættu að lesa, ótrúlega skemmtilega sett upp og meiriháttar lesning.
Las eina bók í viðbót sem ég man í augnablikinu ekki hvað heitir en það kemur síðar. Svo las ég reyndar líka eina ítalska....sem var meiriháttar góð líka.
Við komum semsagt heim á fimmtudagsmorguninn, 2ja tíma seinkun á fluginu svo við vorum að skríða hér inn um kl. 06 um morguninn...svona líka hress. Það er frábært hvað Gréta er dugleg og það er svo lítið mál að ferðast með hana. Hún sofnaði bara 40 mín e. flugtak og svaf þar til það var klukkutími eftir!! Komum svo heim um kl 6 og sváfum frá 7-12.Ég var varla búin að rífa upp úr töskunum þegar Ingunn hringdi og bauð okkur að koma með henni og strákunum í bústað á Arnarstapa. Við létum svona gott tilboð ekki sleppa og eyddum helginni í bongóblíðu á Arnarstapa í góðum félagsskap.
Nú bíðum við bara eftir að ítalska fjölskyldan mín komi til landsins...
2 Comments:
Sæl
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, góður penni!
Kveðja
Anna Guðjóns
Æ takk fyrir það Anna mín...gaman að fá kveðju frá þér frá hinni stóru Ameríku!!
Vonandi hafið þið það sem allra best á nýjum slóðum og gangi ykkur allt í haginn!!
Skrifa ummæli
<< Home