fimmtudagur, júlí 26, 2007

Pælingar út og suður

"Þessar aðstæður geta breytt þér til hins betra en einungis ef þú leyfir sjálfri þér að breytast. Hreinsaðu líf þitt af neikvæðni" sagði stjörnuspáin mín í Blaðinu í dag.

Þetta kom vel á vondan og nú er lag...ætla að losa mig við neikvæðnina og breytast til hins betra...er bara að spá í eitt....hvaða aðstæður er átt við? Maður er í mörgum aðstæðum hverju sinni...

Hey og fyrst ég er byrjuð að losa mig við neikvæðnina og snúa mér að jákvæðninni þá er hér eitt jákvætt...hef tekið ákvörðun og er algerlega alveg ákveðin og sátt við hana...það hefur ekki gerst í langan tíma þar sem ég þarf alltaf að velta öllu fyrir mér í tíma og ótíma og helst líka í óratíma....EN...
...þannig er mál með vexti að ég sótti um í Mastersnám og fékk inn og ætlaði að halda áfram og taka allavega kennsluréttindin...og var alveg ákveðin í því...EN... þar sem ég hef haft nægan tíma til að hugsa minn gang í sumarfríinu þá komst ég að því að hugur minn liggur ekki þar, mig langar, sem stendur, ekki að fara í meira nám, allavega ekki á þessu sviði.
Mig langar frekar að nýta mér það nám sem ég hef nú þegar og bæta mig í starfi með þeim hætti. Leikskólinn er minn vettvangur og mig langar að vinna mína vinnu betur og sinna henni og öllum þeim þáttum sem lúta að henni.
Ég hef svo sannarlega verið að læra margt sl. 4 ár og finnst tími til kominn að nýta mér það mun betur.

Nú...í sumarfríinu hef ég líka fundið að sl. 4 á hafa verið geysilega erfið og það er meira en að segja það að vera í svona löngu námi, sinna barni og búi og hafa tíma til að lifa lífinu. Í skólanum er oft bara kannaður toppurinn á ísjakanum og maður hefur oft ekki tíma til að fara dýpra þótt maður glaður vildi þar sem mörgu er að sinna.
Ég var aðeins að vinna í sumarfríinu og lesa frábært efni tengt vinnunni og mig langar að geta einbeitt mér að því og kannað það til hlítar því það kemur til með að nýtast mér gasalega vel í vetur og nú finn ég að þar liggur hugur minn og nú ætla ég að fylgja sannfæringu minni.

Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum sagði einn prófessor og ég finn það að núna er námstíma mínum, í þessum skilningi er lokið í bili og við tekur vinnutími, en í honum felst meðal annars að vinna úr því sem ég hef verið að læra. EN...tíminn sem er dýrmætasti tíminn af öllum tíma er tími með og fyrir dóttur mína...honum vil ég núna eyða án þess að hún þurfi alltaf að "bíða aðeins, gera þetta á eftir, bíða þar til ég er búin að lesa/læra/skrifa/prenta....hitt og þetta"

Ég fann nefnilega á síðustu önninni að metnaðurinn var ekki sá sami og á fyrri önnum og ég dröslaðist áfram síðustu metrana til að klára þetta.
Ég naut námsins upp að vissu marki en komst einnig betur að því að nám er vinna og vinna er nám og maður á að njóta þess. Fer kannski bara í masterinn þegar ég get unnið minna..hahaha... og Gréta þarf ekki eins mikið á mér að halda...verð þá líka komin með enn lengri starfsreynslu og mun eflaust vita ennþá betur hvar hugurinn liggur!

Svo er draumurinn alltaf að klára BA í ítölsku svo það er næsta mál á dagskrá...er búin að senda póst á námsráðgjafa í HÍ og ætla að sjá hvert það leiðir mig...hvort og hvað ég fæ metið og hvað er í boði...huhumm...kannski kominn tími til að láta einhvern draum raunverulega rætast...ekki sitja bara á rassinum og gera ekki neitt!!!!

2 Comments:

At 3:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það er alltaf hægt að velta öllu fyrir sér fram og tilbaka en svo er það alltaf að sú akvörðun sem þú tekur sem er alltaf rétt, ánægður með þig systa að vera orðin svona hörð!! Þú ert alger nagli ;)

 
At 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er algjörlega fylgjandi því að láta hjartað ráða för þegar maður tekur ákvarðanir. Það hefur reynst mér mjög vel..:)

Ef þig langar til að losna við neikvæðni og bæta góðum hlutum inn í þitt líf legg ég til að þú lesir The Secret, (fæst nú á íslensku) og tileinkir þér það sem stendur í þeirri góðu bók..:)

Mér finnst þú rosalega dugleg að hafa lokið þessu námi og þú stendur þig greinilega frábærlega með dóttur þína. Ef það er ekki eitthvað til að vera stolt af þá veit ég bara ekki hvað..:)
bestu kveðjur
Ragna Jenný

 

Skrifa ummæli

<< Home