Stjörnuspá dagsins og annað crap
Sporðdreki: Taktu ákvarðanir að hætti sporðdreka: hlustaðu eftir áliti margra, íhugaðu þau og hlustaðu svo á innsæið.
Stundum hittir stjörnuspáin alveg í mark...undanfarna daga hef ég verið að velta mörgu fyrir mér, er nefnilega í sumarfríi og hef ekkert að gera nema velta ýmsu fyrir mér...er ótrúlega góð í því...
...EN...
...ég hef sem sagt þrennt að velta mér upp úr núna, eitt hef ég reyndar ákveðið svo það er enn tvennt sem ég get velt mér upp úr...annarsvegar húsnæðismál, hins vegar nám......EN...
...þannig er mál með vexti að ég er einstæð móðir, nýbúin með 4ra ár háskólanám og er í fullri vinnu, minn starfsvettvangur er þannig að ég held að ég þurfi ekki að óttast atvinnuleysi, þori að fullyrða að ég get fengið vinnu hvar sem er og hvenær sem er með mína menntun og reynslu. Ekki það að mig vanti vinnu, er fullkomlega ánægð með þá vinnu sem ég er í......EN...
...ég geri mér grein fyrir að peningar eru ekki allt og maður kaupir ekki hamingju, enda þarf ég ekki að kaupa mér neitt til að verða hamingjusöm, ég er það nú þegar......ENNNNNNNNNN...
...peningar gera samt ýmislegt...til dæmis er ég núna í þeirri stöðu...eins og í fyrra...að það er verið að fara að selja íbúðina sem ég er að leigja...ok...núna hugsa flestir...og af hverju kaupir þú hana ekki bara???......EN...
...ég átta mig bara ekki alveg á því þegar fólk segir að það sé svo auðvelt að kaupa...hef lauslega sett dæmið upp og gæti keypt fyrir 12 milljónir...og hvað fæ ég fyrir það??? Kannski 30 fermetra ósamþykkta íbúð, það er ef ég ætla ekki að steypa mér í skuldir, og þótt ég ætlaði að steypa mér í skuldir þá hefði ég ekki heldur efni á því......EN...
...þá kem ég að öðru....leigumarkaðurinn er ekkert skárri kostur...á leiga.is eru íbúðir og leigan er ekki nema 130-150 þús fyrir 70-90 fermetra!!!!!Og það sem meira er...af því ég er svo HÁlaunuð þá taka þeir bara af mér húsaleigubæturnar...jamm...mátt bara hafa það ok á Íslandi, mátt ekki hafa það of gott nema þú sért ógeðslega ríkur og þurfir að hafa það betra!!!!
En ef þú ert bara í lægri kantinum í millistéttinni máttu ekki hafa það OF gott...ó nei...mátt bara hafa það skítsæmilegt!!!
Svo ætli það sé ekki best að taka saman draslið og flytja úr borginni, ef maður ætlar að lifa af??????? Kannski maður ætti bara að flytja af landi brott? Er grasið grænna hinu megin??
Svo þið sjáið að ég hef meira en nóg að gera í sumarfríinu!!!!!!!
3 Comments:
Segðu svo að ég sé með valkvíða!!!!!!
ég skal bara gera þetta fyrir þig, þú ferð allavega ekkert úr borginni og svo bíðurðu bara í smá tíma og þá kemur prins charm sem á ógeðslega flotta íbúð í laugarteig og vantar konu til að gera hana huggó og málið er leyst. Þetta var nú ekki erfitt. EN..... svona er þetta víst ekki. Elsku Íris mín það kemur eitthvað alveg óvænt upp á hjá þér og segir þér hvað þú átt að gera á næstunni.RÓLEG Þetta var stjörnuspá dagsins í boði Herdísar.
Getum við svo hist eitthvað í þessu annars notalega sumarfríi? Luv Herdís
Æ hæææææ luv....takk fyrir þetta....jamm...þetta bjargast alltaf....jebb defenetly getum við hist í fríinu...hvítvínsglas og spjall...hljómar geggjað vel ha?
Verðum í bandi...knús og kossar
Þú veist að þetta reddast allt, gerir það alltaf að lokum. Það væri ekki leiðinlegt að fá sér eins og eitt hvítvínsglas með ykkur stöllum!
Kveðja
Anna Guðj.
Skrifa ummæli
<< Home