Ár aftur í tímann :)
Fyrir 13 árum fór ég fyrst sem au-pair til Ítalíu og var mjög heppin með fjölskyldu. Þetta voru hjón með eitt barn og barnið var bara 18 daga þegar ég kom til þeirra.
Með okkur öllum tókst mikill vinskapur og ég var sátt við fólkið og allt en þegar kom að heimferð var ég ekki alveg sátt þar sem ég hafði ekki kynnst neinum ítölum á mínum aldri (þar sem þeir voru allir í Interrail á sumrin, hehe) og því ekki lært neitt af ráði í ítölsku. Ég tók þá ákvörðun að fara heim til Íslands, klára stúdentinn og fara svo aftur, sem ég og gerði.
Ég fór aftur, á sama stað, sömu fjölskyldu og nú voru hlutirnir öðruvísi. Þau voru búin að finna skóla í borginni þar sem var ítölskunám fyrir útlendinga og þangað fór ég, 2x í viku í 9 mánuði og fékk frábæran kennara og var fljót að læra og dugleg að æfa mig. Eftir 3 mánuði var ég farin að tala ítölsku og meira að segja farin að blaðra á ítölsku í símann þannig að þá mátti bara tala ensku í neyð!!!!!!
Það var afskaplega erfitt að kveðja alla þegar ég fór heim, mér þótti svo vænt um fólkið og allir höfðu reynst mér svo vel og við vissum ekkert hvenær við myndum hittast aftur.
Síðan þá hef ég heimsótt þau 2x, árið 1997 og svo árið 2003 en þá komu Gréta, mamma og pabbi með mér og það var ótrúlega gaman fyrir alla. Mömmu og pabba hafði lengi langað að sjá hvar ég var, sjá ítalska heimilið mitt og hitta allt fólkið sem ég haf'ði kynnst.
Mér var tekið svo vel að pabbi sagði að það væri eins og ég væri drottningin af Íslandi, þvílíkar móttökur og nokkur tár féllu hér og þar.
Nú er svo komið að fjölskyldan mín, hjónin og tvö börn, er að koma til Íslands í FYRSTA skipti!!!!
Þau koma á laugardaginn og við Gréta getum varla beðið....erum að skipuleggja og gera og græja.....rétt eins og í fyrra þegar ítalarnir komu!!!!
Þetta verða án efa frábærar 2 vikur og nú er bara að vona að veðurguðirnir verði áfram duglegir að útdeila góðu veðri á Íslandi!!!!
1 Comments:
Ég vona svo sannarlega að þið fáið gott veður... Gangi þér vel að taka á móti fólkinu þínu og góða skemmtun..:)
Skrifa ummæli
<< Home