föstudagur, apríl 28, 2006

Bóka-klukk

Fór minn venjulega bloggrúnt í morgun...þar sem ég er heima með Grétu sem er með hita :(
Sá þá að Beta hafði klukkað mig þar sem við skiptumst á að segja frá hvaða bækur við höfum verið að lesa....frábær bókagagnrýni og ábendingar á bækur....en allavega...klukkið er á ensku og er svohljóðandi:


1.Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience?

Það er án efa Alkemistinn (kemur lesendum mínum eflaust á óvart...not). Las þá bók á hárréttum tíma í mínu lífi og hún hafði ótrúleg áhrif á mig...hefði aldrei trúað því. Hún er svo falleg.


2.Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographies, poetry or something else?

Ég las einu sinni bara spennusögur og nennti ekki að lesa neinar sjálfsævisögur og svona..en það kemur kannski bara með aldrinum...er allavega farin að lesa þannig bækur núna og hef gaman af. Annars tók ég ástfóstri við Paolo Coelho og ætla að lesa fleiri bækur eftir hann í sumarfríinu á Mallorca!!
Hef reynt að lesa ljóð og gengur það misvel...


3.What was the last book you read?

Las síðast Konan í köflótta stólnum og var fljót að því...fannst hún ótrúlega merkileg og finnst að allir ættu að lesa svona bækur...eins og bókina hans Sigmundar Ernis, Barn að eilífu.

4. Which sex are you?

Ég er stelpa :)

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar :)

Sumardagurinn fyrsti svona líka fallegur!!

Opið hús í leikskólanum hjá mér í dag, alltaf gaman á þessum degi en alltaf líka gott þegar hann er búinn...afrakstur vetrarins til sýnis og veitingar sem börnin gerðu Mmmmm..gaman gaman...vona að vorið sé komið og hægt verði að taka fram léttan jakka í stað kuldagallans, fingravettlinga í staðinn fyrir lúffurnar, buff í staðinn fyrir húfur og túttur/strigaskó í staðinn fyrir stígvél/kuldaskó....þá verður lífið sko ljúft!!!

Gréta fór með ömmu Þórey og Jóni Bjarna í sund og í húsdýragarðinn á meðan ég var í vinnunni og að læra og svo vorum við mæðgur að koma úr matarboði hjá Hörpu og Jóni Gunnari....grill og huggulegheit....ekkert lát á veitingum vina minn ...hvert get ég farið á morgun...humm?????? Anyone??? :)

Keypti bókina um Ronju ræningjadóttur handa Grétu í sumargjöf...hún er búin að vera að suða um hana síðan við fórum að sjá leikritið og hana vantar nákvæmlega ekkert annað svo ég lét slag standa enda virkilega falleg og merkileg saga!!

Annars erum við mæðgur bara nokkuð ferskar og segjum því bara: Gleðilegt sumar!!!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

PáskaFRÍ

Úff hvað þetta 6 daga frí var það sem ég þurfti á að halda akkúrat núna....er búin að liggja í leti og hafa það svoooo gott í þessu páskafríi að ég er alveg endurnærð og til í lokasprettinn í skólanum og opna húsið í leikskólanum....ó já!!

Notaði páskafríið í eyjum til að kíkja á vini og vandamenn, byrjaði auðvitað á því að fara með blóm á leiðið hennar Kristbjargar minnar, fór í framhaldinu til Guðnýjar og Gústa, alltaf gott og gaman að koma þangað...heimabakaðir snúðar og alles...klikkar ekki... og ekki spillti fyrir að Maggi Gísla og Fjóla voru það í heimsókn.

Á föstudeginum kíkti ég svo á Þóru nýtrúlofuðu og hennar family...hún var með allsherjar foreldrakaffi og nutum við mægður góðs af því...þvílíkar veitingar alltaf hjá Þóru og ég hef sko lært það að gera ALLTAF boð á undan mér þegar ég fer þangað...nammi nammm...takk fyrir okkur elskan!!

Á föstudagskvöldið var svo vorfagnaður Fyrirmyndarbílstjórafélagsins en Sara vinkona var svo elskuleg að bjóða mér þangað...þemað í ár voru hetjur og ég fór sem nokkurs konar Pocahontas eftir miklar vangaveltur og vesen....og skemmti mér svona líka vel...þetta var bara gaman enda þeir félagar þekktir fyrir allt annað en vera leiðinlegir :)
Sighvatur vinur minn kom þarna aðeins við sögu svo ég sms-aði á hann og svo hrindumst við aðeins á þannig að ég hitti eða heyrði í öllum vinahópnum nánast þetta páskáfríið :) sem var bara gaman....talaði við Hörpu mína í síma í fyrradag og sms-aðist á við Ingunnu bellu!!!

Skellti mér síðan í Höllina góðu og hitti Þóru "match-maker" með meiru þar...og tjúttuðum við af okkur rassgatið við tóna þeirra í Todmobile...ég verð að játa að mér hefur aldrei þótt neitt sérlega gaman á Todmobile böllum en þau voru alveg stórkostlega þarna, vel stemmd og í þessu líka banastuði...enda alltaf gaman að spila fyrir eyjamenn hehehe!!!

Heimsótti svo Finnsa boner og Ásu á laugardeginum...alltaf gaman að koma til þeirra, frábærar veitingar...hehehe...snýst allt um að borða....hehehe..og svo ná stelpurnar svo vel saman. Svo eru þau bara svo asskoti góðir vinir....

Er annars búin að sofa vel og mikið...Gréta spurði hvort ég væri nokkuð að verða veik..hehehe...en mamma gamla var bara að hvíla sig eftir að vaka sig alltaf vitlausa yfir lærdómnum/sjónvarpinu eða msn-kjaftæði...hehehe.

Las samt tvær frábærar bækur....geri aðrir betur.....las eina eftir ítalska höfundinn Niccoló Ammanti, en bókin heitir Ég er ekki hræddur og er virkilega áhugaverð. Hin bókin heitir Konan í köflótta stólnum og er eftir Þórunni Stefánsdóttur og fjallar á opinskáan og einlægan hátt um baráttu hennar við þunglyndi. Ótrúlega merkileg og áhugaverð lesning....

Fyndið með mig sjálfa...ég nennti aldrei að lesa svona bækur, las bara spennusögur út í eitt og tapaði mér alveg í þeim...las svo Alkemistann í fyrra og það opnaði nýjan heim fyrir mér...er farin að lesa allskonar öðruvísi bækur eftir það og verð betri manneskja fyrir vikið...vona ég!!

Alla vega....búin að njóta páskanna í faðmi fjölskyldunnar, draumaheimsins og sólríku eyjunnar í suðurhafi, sátt og sæl og til í hvað sem er...nánast!!!!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Vinir.is

Ó já....fékk heljarinnar heimsókn frá eyjunni fögru í dag....kom skemmtilega á óvart....Elfa, Arnar og ÖLL börnin droppuðu hér við alveg óvænt og mikið var það gaman :) alltaf gaman að fá vini í heimsókn :) Vorum einmitt að tala um barnafjöldann og svoleiðis...styttist í að elsta barnið í vinahópnum fermist og svo er held ég bara svei mér þá ein ferming á ári næstu tuttugu árin...ef barneignum fer ekki að ljúka...frétti nú í dag að það sé eitt á leiðinni í vinahópnum....veit ekki hvort má láta það flakka hér undan hverjum það er....skýt því inn síðar ef það hefur þegar spurst út :)

Anyways....Finnsi vinur á afmæli í dag....til lukku með það gamli vin...var annars að sms-ast á við hann í nótt þar sem ég var á Papaballi og sendi honum afmæliskveðju...hehehe....þessi týpan sko!

Guðný vinkona er líka nýbúin að eiga afmæli...bara í fyrradag...til hamingju með það vinan...og Helgi hennar Þóru átti einmitt líka afmæli þann dag og þau skötuhjúin héldu upp á það með pompi og pragt og smelltu á sig hringum í leiðinni....til lukku með það elskurnar!!!

Svo það er nóg um að vera hjá vinahópnum...alltaf eitthvað að gerast...maður verður nú að vera duglegur að kíkja á liðið um páskana....update-a og svona....taka stöðuna á liðinu!!!

Gaman að vera vinur.is :)

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Strengir...

...ó já...haldiði ekki að mín hafi skellt sér í badminton í gærkveldi :)

Skemmti mér svona líka vel og hafði engu gleymt síðan um árið...hehehe....æfði badminton í eyjum hér í denn og þótti það svona líka skemmtilegt...og finnst það enn :)
Fórum nokkrar saman úr vinnunni og þetta var bara frjálst og svona í byrjun, rifjuðum svo upp reglurnar og leikinn og tókum svo tvo leiki...hrikalega gaman...og þegar tíminn var búinn var maður svo uppveðraður að maður vildi ekki hætta...svo við fengum okkur bolta og skutum á mark og skutum svo í nokkrar körfur...það sem maður hefur gott af þessu :)

Það er nefnilega málið með mig...ég nenni ekki einhverju helv...hoppi á einhverjum pöllum og svona kjellingarkjaftæði eitthvað...vil miklu frekar skjóta á mark/körfu eða spila badminton bara....erum að hugsa um að halda þessu áfram eitthvað... vona það allavega.....þótt nokkrir strengir hafi gert vart við sig í morgun og á undarlegum stöðum og eru að ágerast....en....ég harka þetta af mér....hef svosem upplifað annað eins...þótt langt sé liðið síðan síðast!!!!!

mánudagur, apríl 03, 2006

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

Var svona líka menningarleg um helgina...byrjaði á því að fara með Óla bróður og Önnu Rósu á tónleikana með Katie Melua og skemmti mér konunglega....Ragnheiður Gröndal hitaði upp fyrir hana og gerði það með glæsibrag...verð þó að segja að mér þykir svo mikil skömm að því hvað íslendingar eru miklir kjánar....húsið opnaði kl. 19 og tónleikarnir byrjuðu kl.20 þ.e. Ragnheiður Gröndal byrjaði þá en fólk var að streyma inn alveg til kl.20.30 og bara með látum...blaðrandi og allt og ég varð nett pirruð...þetta er svo mikil óvirðing finnst mér....þoli ekki svona...bara mæta á réttum tíma :) mætti bara loka húsinu kl 20..eins og í leikhúsunum.....arg!!!

En jæja...í gærmorgun fór ég svo í fjölskyldumessu í Langholtskirkju þar sem Gréta var að syngja með Krúttakórnum og gerði það með glæsibrag :) Óli bróðir kom með okkur og amma Þórey líka. Við kíktum svo með Óla á ítalska kaffihúsið Segafredo...sem er alveg rosa gott :)

Í gærkveldi fór ég svo aftur í Langholtskirkju að hlýða á Karlakór Reykjavíkur og Diddú...svona líka menningarleg og fjölbreytileg :)

laugardagur, apríl 01, 2006

Fyrir-framtíðar-spenna

Heheh..nú er það ekki fyrirtíðarspenna heldur spenna vegna þess að nú er búið að koma og meta íbúðina sem ég er í...og búið að taka myndir hér inni svo næsta skref er að setja hana á sölu :(
svo það er nokkuð ljóst að hún verður seld...fyrr eða síðar :(
Þá þarf maður að fara að fara að hugsa sér til hreyfings....hef þessa íbúð samt alveg pottþétt til 1.ágúst en er nú farin að líta í kringum mig....Gréta fer í skóla í haust (annað fyrir-fram-tíðar spennuefni) svo ég vil helst vera komin í annað húsnæði í vor/sumar svo við séum búnar að skanna hverfið og svona áður en skólinn byrjar.

Er samt varla að nenna að fara að flytja....líður vel hér og þessi staðsetning hentar mér mjög vel...hér er allt til alls í næsta umhverfi, skólinn er bara rétt hjá, meira að segja sömu megin og við búum svo Gréta þyrfti ekki að fara yfir götu...og gæti þess vegna svo labbað heim úr skólanum kl.16....Kringlan og Skeifan eru í næsta nágrenni, Nóatún, banki og apótek í Austurveri, stutt í Árbæjarlaugina og stutt í vesturbæinn....þetta er einhvern veginn svo miðsvæðis en samt ekki í allri ösinni :) nenni alls ekki að flytja í Breiðholtið þar sem ég hef selt sálu mína núverandi vinnustað...í það minnsta til ágúst 2008...svo ég vil ekki þurfa að eiga eftir að keyra úr vesturbænum alla leið í Breiðholtið...nei takk. Hvassaleitið, Seltjarnarnes, Teigarnir, Lækirnir...þetta eru svona hverfi sem ég gæti hugsað mér að skoða vel ;) en annars verður maður að vera opin fyrir öllu...

Þannig að...ef þið vitið um litla sæta 3ja herbergja íbúð til langtímaleigu í góðu skólahverfi og á viðráðanlegu verði....endilega látið mig vita :)