Fyrir-framtíðar-spenna
Heheh..nú er það ekki fyrirtíðarspenna heldur spenna vegna þess að nú er búið að koma og meta íbúðina sem ég er í...og búið að taka myndir hér inni svo næsta skref er að setja hana á sölu :(
svo það er nokkuð ljóst að hún verður seld...fyrr eða síðar :(
Þá þarf maður að fara að fara að hugsa sér til hreyfings....hef þessa íbúð samt alveg pottþétt til 1.ágúst en er nú farin að líta í kringum mig....Gréta fer í skóla í haust (annað fyrir-fram-tíðar spennuefni) svo ég vil helst vera komin í annað húsnæði í vor/sumar svo við séum búnar að skanna hverfið og svona áður en skólinn byrjar.
Er samt varla að nenna að fara að flytja....líður vel hér og þessi staðsetning hentar mér mjög vel...hér er allt til alls í næsta umhverfi, skólinn er bara rétt hjá, meira að segja sömu megin og við búum svo Gréta þyrfti ekki að fara yfir götu...og gæti þess vegna svo labbað heim úr skólanum kl.16....Kringlan og Skeifan eru í næsta nágrenni, Nóatún, banki og apótek í Austurveri, stutt í Árbæjarlaugina og stutt í vesturbæinn....þetta er einhvern veginn svo miðsvæðis en samt ekki í allri ösinni :) nenni alls ekki að flytja í Breiðholtið þar sem ég hef selt sálu mína núverandi vinnustað...í það minnsta til ágúst 2008...svo ég vil ekki þurfa að eiga eftir að keyra úr vesturbænum alla leið í Breiðholtið...nei takk. Hvassaleitið, Seltjarnarnes, Teigarnir, Lækirnir...þetta eru svona hverfi sem ég gæti hugsað mér að skoða vel ;) en annars verður maður að vera opin fyrir öllu...
Þannig að...ef þið vitið um litla sæta 3ja herbergja íbúð til langtímaleigu í góðu skólahverfi og á viðráðanlegu verði....endilega látið mig vita :)
2 Comments:
Þú verður bara að kaupa íbúðina sem þið eruð í, alveg væri það nú gráupplagt :)
Já einmitt styð það bara kaupa hana fyrst þú ert svona ánægð þarna, annars er ég búin að heyra að vextir á öllum lánum séu búnir að hækka svo mikið að það sé alveg spurning hvort það borgi sig að kaupa.
Kveðja Köben
Skrifa ummæli
<< Home