mánudagur, apríl 03, 2006

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

Var svona líka menningarleg um helgina...byrjaði á því að fara með Óla bróður og Önnu Rósu á tónleikana með Katie Melua og skemmti mér konunglega....Ragnheiður Gröndal hitaði upp fyrir hana og gerði það með glæsibrag...verð þó að segja að mér þykir svo mikil skömm að því hvað íslendingar eru miklir kjánar....húsið opnaði kl. 19 og tónleikarnir byrjuðu kl.20 þ.e. Ragnheiður Gröndal byrjaði þá en fólk var að streyma inn alveg til kl.20.30 og bara með látum...blaðrandi og allt og ég varð nett pirruð...þetta er svo mikil óvirðing finnst mér....þoli ekki svona...bara mæta á réttum tíma :) mætti bara loka húsinu kl 20..eins og í leikhúsunum.....arg!!!

En jæja...í gærmorgun fór ég svo í fjölskyldumessu í Langholtskirkju þar sem Gréta var að syngja með Krúttakórnum og gerði það með glæsibrag :) Óli bróðir kom með okkur og amma Þórey líka. Við kíktum svo með Óla á ítalska kaffihúsið Segafredo...sem er alveg rosa gott :)

Í gærkveldi fór ég svo aftur í Langholtskirkju að hlýða á Karlakór Reykjavíkur og Diddú...svona líka menningarleg og fjölbreytileg :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home