þriðjudagur, apríl 04, 2006

Strengir...

...ó já...haldiði ekki að mín hafi skellt sér í badminton í gærkveldi :)

Skemmti mér svona líka vel og hafði engu gleymt síðan um árið...hehehe....æfði badminton í eyjum hér í denn og þótti það svona líka skemmtilegt...og finnst það enn :)
Fórum nokkrar saman úr vinnunni og þetta var bara frjálst og svona í byrjun, rifjuðum svo upp reglurnar og leikinn og tókum svo tvo leiki...hrikalega gaman...og þegar tíminn var búinn var maður svo uppveðraður að maður vildi ekki hætta...svo við fengum okkur bolta og skutum á mark og skutum svo í nokkrar körfur...það sem maður hefur gott af þessu :)

Það er nefnilega málið með mig...ég nenni ekki einhverju helv...hoppi á einhverjum pöllum og svona kjellingarkjaftæði eitthvað...vil miklu frekar skjóta á mark/körfu eða spila badminton bara....erum að hugsa um að halda þessu áfram eitthvað... vona það allavega.....þótt nokkrir strengir hafi gert vart við sig í morgun og á undarlegum stöðum og eru að ágerast....en....ég harka þetta af mér....hef svosem upplifað annað eins...þótt langt sé liðið síðan síðast!!!!!

3 Comments:

At 5:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Afskaplega er þetta nú lítill heimur... las að þú hefðir farið með Óla bróðir þínum og Önnu Rósu á tónleikana og rek svo augun í Heiða sys... og jú... gruflaði aðeins í heilabúinu ... kíkti á síðuna og jú jú þá er þetta bara Heiða Brynja sjálf... þekkti þær systur aðeins í gegnum frænku þeirra hana Binnu Möggu þegar ég bjó á Akureyri... Kærar kveðjur frá mér ... ef þær muna eftir mér;)

 
At 12:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Badminton og borðtennis eru einmitt rosalega „danskar“ íþróttir - að minnsta kosti fer töluvert fyrir þeim í íþróttaumfjöllun hér og Danir eiga einhverja meistara í þessum greinum. Ég hef einmitt verið á leiðinni í smá upprifjunar badminton tíma með Hjalta bróður, ég verð enn spenntari eftir lestur badmintongreinar þinnar Íris (og meðvitaður um strengi :)

Og bara í framhaldi skrifa konu minnar um dansæfingar okkar hér í Danó, þá er Dóra Hanna síður en svo taktlaus og þetta gengur vel...eins og annar staðar í lífinu borgar sig að taka „eitt skref í einu“ - bókstaflega ;)

Kveðja,
Sighvatur

 
At 6:23 e.h., Blogger Elín said...

Ég stend við mitt og kvitta hjá þér.. ;)
Gaman að sjá þig í gær, skemmtiru þér ekki vel?

 

Skrifa ummæli

<< Home