PáskaFRÍ
Úff hvað þetta 6 daga frí var það sem ég þurfti á að halda akkúrat núna....er búin að liggja í leti og hafa það svoooo gott í þessu páskafríi að ég er alveg endurnærð og til í lokasprettinn í skólanum og opna húsið í leikskólanum....ó já!!
Notaði páskafríið í eyjum til að kíkja á vini og vandamenn, byrjaði auðvitað á því að fara með blóm á leiðið hennar Kristbjargar minnar, fór í framhaldinu til Guðnýjar og Gústa, alltaf gott og gaman að koma þangað...heimabakaðir snúðar og alles...klikkar ekki... og ekki spillti fyrir að Maggi Gísla og Fjóla voru það í heimsókn.
Á föstudeginum kíkti ég svo á Þóru nýtrúlofuðu og hennar family...hún var með allsherjar foreldrakaffi og nutum við mægður góðs af því...þvílíkar veitingar alltaf hjá Þóru og ég hef sko lært það að gera ALLTAF boð á undan mér þegar ég fer þangað...nammi nammm...takk fyrir okkur elskan!!
Á föstudagskvöldið var svo vorfagnaður Fyrirmyndarbílstjórafélagsins en Sara vinkona var svo elskuleg að bjóða mér þangað...þemað í ár voru hetjur og ég fór sem nokkurs konar Pocahontas eftir miklar vangaveltur og vesen....og skemmti mér svona líka vel...þetta var bara gaman enda þeir félagar þekktir fyrir allt annað en vera leiðinlegir :)
Sighvatur vinur minn kom þarna aðeins við sögu svo ég sms-aði á hann og svo hrindumst við aðeins á þannig að ég hitti eða heyrði í öllum vinahópnum nánast þetta páskáfríið :) sem var bara gaman....talaði við Hörpu mína í síma í fyrradag og sms-aðist á við Ingunnu bellu!!!
Skellti mér síðan í Höllina góðu og hitti Þóru "match-maker" með meiru þar...og tjúttuðum við af okkur rassgatið við tóna þeirra í Todmobile...ég verð að játa að mér hefur aldrei þótt neitt sérlega gaman á Todmobile böllum en þau voru alveg stórkostlega þarna, vel stemmd og í þessu líka banastuði...enda alltaf gaman að spila fyrir eyjamenn hehehe!!!
Heimsótti svo Finnsa boner og Ásu á laugardeginum...alltaf gaman að koma til þeirra, frábærar veitingar...hehehe...snýst allt um að borða....hehehe..og svo ná stelpurnar svo vel saman. Svo eru þau bara svo asskoti góðir vinir....
Er annars búin að sofa vel og mikið...Gréta spurði hvort ég væri nokkuð að verða veik..hehehe...en mamma gamla var bara að hvíla sig eftir að vaka sig alltaf vitlausa yfir lærdómnum/sjónvarpinu eða msn-kjaftæði...hehehe.
Las samt tvær frábærar bækur....geri aðrir betur.....las eina eftir ítalska höfundinn Niccoló Ammanti, en bókin heitir Ég er ekki hræddur og er virkilega áhugaverð. Hin bókin heitir Konan í köflótta stólnum og er eftir Þórunni Stefánsdóttur og fjallar á opinskáan og einlægan hátt um baráttu hennar við þunglyndi. Ótrúlega merkileg og áhugaverð lesning....
Fyndið með mig sjálfa...ég nennti aldrei að lesa svona bækur, las bara spennusögur út í eitt og tapaði mér alveg í þeim...las svo Alkemistann í fyrra og það opnaði nýjan heim fyrir mér...er farin að lesa allskonar öðruvísi bækur eftir það og verð betri manneskja fyrir vikið...vona ég!!
Alla vega....búin að njóta páskanna í faðmi fjölskyldunnar, draumaheimsins og sólríku eyjunnar í suðurhafi, sátt og sæl og til í hvað sem er...nánast!!!!
2 Comments:
Gleðilegt sumar skvís, gott að þú áttir yndislegar stundir í Eyjum!
Best að bóka heimsóknir sem allra fyrst fyrir sumarið...já það eru alltaf veisluborð hjá okkar yndislegu vinum og vandamönnum. Þess vegna þyngist maður alltaf aðeins eftir góða Íslands-/
Eyjaferð, þar sem er ekki hægt að neita girnilegum kræsingum. Sérstaklega ekki hjá kræsingafíkli eins og mér, hehe.
Love ya.
Gleðilegt sumar til ykkar mæðgna.. Verð að fá að benda þér á stórkostlega bók þar sem þú ert í svona lestrarham...:) Tékkaðu á Flugdrekahlauparanum eftir Kahlid Hosseini... Lofa því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.. Og já ég las líka bókina um konuna í köflótta stólnum og hún hafði mikil áhrif á mig... Einstaklega opinská frásögn.. En já gleðilegt sumar og gangi þér vel á lokasprettinum í skólanum..:)
Skrifa ummæli
<< Home