þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Bíó/leikhús

Mín er bara búin að skella sér tvisvar í bíó á stuttum tíma og engar smá myndir sem ég hef verið að fara á!!

Ég fór á Brokeback Mountain og fannst hún alveg meiriháttar góð. Ótrúlegt vald sem ástin hefur og átakanlegt hvað strákarnir tveir liðu miklar sálarkvalir fyrir kynhneigð sína og ást á hvor öðrum. Þessi mynd skildi mikið eftir sig og poppar alltaf upp í hugann annað slagið fyrir hvað hún var mannleg og viðkvæm. Mér verður oft hugsað til hennar og þá kannski óhjákvæmilega til þess hvort svona ást sé til..og hvort hún geti verið manni holl????
Þeir tóku þá ákvörðun að leyna sambandi sínu og ást sinni fyrir öllum nema þeim sjálfum og hittust bara endrum og eins...í laumi. Afleiðingarnar voru sorlegar og líf þessara manna varð annað en það hefði orðið. En ástarsagan sjálf og samverustundir þeirra voru svo fallegar og innilegar og það hreif mann.

Hin myndin var svo Match Point..og ég verð að játa að ég bjóst við svooooo leiðinlegri mynd af því þetta er Woodie Allen mynd og ég hef aldrei verið hrifin af honum EN....þessi mynd var alveg hreint frábær og kom skemmtilega á óvart. Hún fjallar einmitt líka um ástina og það vald sem hún hefur á manni....þá óstjórn sem kemur yfir mann og veldur því að maður ræður ekki við eitt né neitt....það sem var merkilegast við þessa mynd kannski var hlutverk lukkunnar...heppni er lykilorðið...og nú segi ég ekki meir....mæli hiklaust með henni! (allavega fyrir stelpurnar)!!

Ekki nóg með að ég hafi skellt mér í bíó heldur er ég líka búin að fara í leikhús...við Óli bróðir skelltum okkur á Túskildinsóperuna og skemmtum okkur konunglega....sátum á fremsta bekk og fengum þetta allt beint í æð....sérlega skemmtilegt í lokin þegar gullkóngurinn fær úr honum :)
Leikritið er afar skemmtilegt, svolítið hrottafengið og fullt af svörtum húmor. Þetta er svolítið öðruvísi stykki sem er bara skemmtilegt...eins og Woyzyeck líka...það var magnað...alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt.....

Nú er bara að bíða og sjá hvað verður næst???

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Frænd/systkina-slagur

Diddi bróðir hefur mjög gaman af því að hrekkja litlu frænku sína...ekki að henni leiðist það neitt sérstaklega :) en hún kallar hann og Bjarna frænda pínarana...af því þeir taka hana og kitla og pína endalaust og alltaf öskrar hún og æpir og einn daginn sagði hún mér nú að hún skildi þetta samt ekki alveg, henni þætti ekkert leiðinlegt þegar Diddi væri að hrekkja hana....en MÉR finnst nú ósanngjarnt að hann komist upp með þetta og hef því verið að kenna henni nokkur brögð.....sagði henni t.d. um daginn að næst þegar Diddi væri að hrekkja hana þá ætti hún að rífa fast í hárin á handleggnum á honum og svo gaf ég henni annað ráð...sagði henni að klípa í lærið á honum, en bara reyna að taka lítið skinn í einu og helst snúa.....hehehehehe...veit að það er ekki vinsælt að kenna börnum fantaskap en það er því miður svo langt síðan ég hætti að ráða við Didda og hann leyfir henni en sem komið er að komast upp með svona fantaskap (því miður varir það ekki að eilífu) svo ég sá mér leik á borði.....

...en í dag kom kvikindið upp í honum aftur þar sem hann setti kodda LAUST yfir andlitið á Grétu og þá rifjaðist upp fyrir honum hvað ég varð alltaf brjáluð hér í denn þegar við vorum að rífast og slást og því stóð hann yfir mér í dag og hélt koddanum FAST og ég varð auðvitað brjáluð....

...í framhaldi af því fór ég að hugsa til baka um öll slagsmálin og fantaskapinn sem við beittum hvort annað þegar við vorum lítil......þegar ég réði ennþá við hann :) þá hélt ég honum og ýtti svo fast á puttana á honum, þar til brakaði...sem leiddi til þess að nú lætur hann braka í þeim eins og ekkert sé (eins og ég geri reyndar líka...og fellur í misgóðan jarðveg)...

...síðan þegar ég var um það bil að hætta að ráða við Didda fór ég að bíta hann....þá varð hann alveg brjálaður...

...EN minnisstæðasta atvikið er þegar hann elti mig niður stigann á Miðstrætinu, inn í eldhús þar sem ég stóð fyrir framan ísskápinn og þegar hann kom hlaupandi opnaði ég ísskápinn, þreif remúlaðið út, opnaði það og sprautaði framan í hann þegar hann kom að mér....og viti menn!!!! Það virkaði....hann kúgaðist og ældi held ég að lokum og enn þann dag í dag kúgast hann við remúlaði.....

Já svona voru bernskubrekin...sumir vaxa greinilega aldrei upp úr þeim :)

laugardagur, febrúar 25, 2006

Máttur tónlistarinnar....

...ég er endalaust að velta fyrir mér tónlistinni og þeim áhrifum sem hún hefur á mann....mér finnst alltaf svo magnað þegar ég heyri ákveðin lög hvað maður fer fram og aftur í tímann, hitt og þetta sem poppar upp í hugann bara við að heyra ákveðin lög. Svo þegar ég hlusta á Pavarotti, Josh Groban og Garðar Thor Cortes fæ ég gæsahúð dauðans!!! Hvað er það og af hverju er það þannig??? Þessu var ég að velta fyrir mér um daginn og álpaðist því inn á vísindavef háskólans og viti menn?? Þar finnur maður allan andsk....og þar las ég m.a.

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig við erum "stemmd" eins og stundum er sagt. Kenningasmiðir halda því einnig fram að áhrif tónlistar ráðist af frávikum hennar frá því sem hlustandinn væntir og fólk hafi mesta ánægju af að hlusta ef frávikin eru mátulega mikil.
James-Lange sálfræðikenninguna um tilfinningar: Öll mannleg reynsla gerist í tíma og rúmi; mannleg reynsla hefur þess vegna form af einhverju tagi (á sér upphaf, þróast og fjarar út eða endar). Allri reynslu fylgja tilfinningar og maðurinn er haldinn þeirri áráttu að leitast við að tákngera upplifanir sínar og tilfinningar. Þannig hafa bæði tónlist og tilfinningar á einhvern máta sama rökræna formið. Tónlist tákngerir og vekur tilfinningar með því að líkja eftir þeim til dæmis með sífelldu risi og hnigi, spennu og slökun. Samkvæmt þessu er um að ræða vissa hliðstæðu við tungumálið, sem samanstendur meðal annars af orðum og setningum sem vísa á hugtök og hluti sem aftur hafa tilfinningalegt innihald eða vekja tilfinningatengsl.
http://visindavefur.hi.is/?id=5586
Af hverju fær maður gæsahúð af tónlist??

Við ýmis konar tilfinningalega upplifun og þegar við erum undir miklu álagi, getur adrenalín einnig losnað í líkamanum. Tæplega fimmtugur smiður sem dreymdi ungan um að verða píanóleikari fær gæsahúð við uppslátt í Grafarvogi þegar hann heyrir þriðja píanókonsert Rachmaninoffs. Rétt rúmlega þrítug kona á leið með krakkana í leikskólann á mánudagsmorgni heyrir í útvarpinu lagið "Careless Whisper" og fær gæsahúð, enda vangaði hún í fyrsta sinn við myndarlegan pilt á balli þegar George Michael söng lokalagið. Og harðsvíraðir KR-ingar gætu lent í því sama þegar þeir heyra Bubba Morthens syngja "Við erum KR allir sem einn ..." eftir mikilvægan sigurleik.
http://visindavefur.hi.is/?id=5586
Mér finnst þetta svo magnað...að tónlistin hafi svona áhrif á mann :)
Hér eru líka nokkur lög og einstaklingar sem lögin minna mig á:
  • Summer of ´69... minnir mig bara á Kristbjörgu vinkonu þar sem við vorum einu sinni sem oftar að hlusta á þetta lag í botni á Miðstrætinu og þegar við litum út um gluggann stóð fólk úti á götu og horfði á okkur hoppa og dansa eins og brjálæðinga :)
  • Please don´t go...er bara Harpa vinkona, ég söng þetta lag oftar en einu sinni þegar Harpa var að hringja í foreldra sína á Laugarvatni og væla um að fá að vera lengur í Vestmannaeyjum...heheh
  • Could I Have this kiss...hlutaði ég mikið á rétt áður en Gréta mín fæddist og ég var alltaf að biðja Þóri um að ná í það á netinu en það var ekki komið...svo þegar ég var á fæðingardeildinni þá kom þetta lag í útvarpinu...í miðjum hríðum :)
  • Í fylgsnum hjartans...Diddi bróðir....síðan í afmælinu mínu :) en þar áður var það lagið Unchained melody (minnir mig að það heiti)
  • You live, you learn....Ingunn bella....heyrði þetta lag með Alanis Morrisette í fyrsta sinn í herberginu hennar Ingunnar í Mílanó
jæja er komin í algert flashback...best að nema staðar hér....híhíhí.....hver veit hvað poppar annars upp.......

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Komin aftur!!!

Jæja þá er maður mættur aftur....varð fyrir því hræðilega óláni fyrir tæplega tveimur vikum síðan að skjárinn á tölvunni minni varð bara svartur og ekkert gerðist :( ég var nýbúin að vera að tauta um það að nú þyrfti ég sko að fara að drífa mig að framkalla myndir af Grétu þar sem digital myndavélin hefur einungis verið notuð frá því að hún var bara lítil og allar myndir af henni í tölvunni og ég hef ekki framkallað NEINA nema í jólakort Uhuhuhuhuhu :(

Lán í óláni.......Ég er þó svo heppin að eiga þrjá frábæra tölvu-snillinga sem frændur og einn af þeim, hann Villi frændi tók tölvuna mína að sér í nokkra daga og hafði ýmist góðar eða slæmar fréttir að færa...annan daginn var tölvan bara nokkuð góð en hinn daginn ekki.....það kom svo á daginn að harði diskurinn var ónýtur og ÖLL gögnin mín þá líka......en eitthvað erfiðlega gekk/gengur að ná gögnum af honum svo ég sagði Villa að mér væri sama um allt NEMA myndirnar mínar...svo hann er að reyna að sækja bara jpg files og ég bið til Guðs um að hann nái einhverjum myndum.....OHHHHHH....þetta er svo pirrandi og sérstaklega þar sem ég hef verið að spá í það síðan í haust að kaupa mér nýja tölvu.......ARG.....þá gerist þetta!!!!! Öll skólagögnin mín, tónlistin, teikningar eftir Grétu og hitt og þetta sem maður hefur sankað að sér......allt bara týnt og tröllum gefið!!


En svona er þetta bara!! Mamma var samt að skamma mig af því ég var alltaf að tuða um það að fara að senda myndir í framköllun en gerði það svo aldrei....og hún skildi ekkert í mér að hafa ekki verið búin að þessu og bla bla bla...svo ég spurði hana bara á móti hvort hún væri búin að taka afrit af öllum ljósmynunum af okkur síðan við vorum lítil og setja í bankahólf ef eitthvað kæmi fyrir húsið hennar....myndi fara að gjósa, kvikna í, brotist inn....híhíhí.....smá skothríð bara!!!!

En maður verður ótrúlega háður tölvunni og ég varð bara hálf-einmana og umkomulaus þegar ég var ekki með tölvuna...enda nota ég hana gríðarlega mikið í námi (já og bloggrúntum, heimasíðum og fleira......hehehe)
Er semsagt búin að vera að setja allt inn í tölvuna aftur.....skipuleggja favorites, búa til nýjar möppur og flokka og raða og svona....svolítið tímafrekt....og þar sem ég hef nú misst 2 vikur úr náminu þá hef ég svo sem nóg að gera.......og þess vegna er ég hér að skrifa en ekki að læra....vex mér svolítið í augum......

En alla vega....þetta er ástæðan fyrir fjarveru minni...og líka sú að ég mundi ekki passwordið mitt en fann það svo áðan og hér er ég því.......

Von á meiru fljótlega.........og þá einhverju skemmtilegra og markverðara......

mánudagur, febrúar 06, 2006

Sund og Subway

Ótrúlega fallegt veður í dag....fór með krakkana í vettvangsferð í morgun og sólin var svo undarleg og veðrið svo skrýtið og eitthvað undarlegt í loftinu bara....erum að fara að vinna með skuggann í sambandi við Vetrarhátíðina svo ég lék mér aðeins með myndavélina á meðan þau voru að skoða Íslenska erfðagreiningu að utan....mikið var það sérstakt allt.....

Svo þegar ég sótti Grétu mína ákvað ég að bjóða henni í sund....henni þykir það svo gaman og ég tek svona rispur...er voða dugleg að drattast með hana í sund en dett svo alveg út og þá förum við ekki í sund í margar vikur...og svo alltaf þegar við erum í sundi þá man ég hvað henni finnst þetta gaman og mér finnst þetta gott....og hún er orðin svo dugleg og prófar alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti....svei mér...verð að viðhalda þessu...var einmitt að segja við hana að við þyrftum bara að fara í sund alltaf á þriðju-og fimmtudögum...og svo kannski einn og einn laugardag, það væri nú bara rosalega huggulegt...við erum eins og tvær gamlar kjellingar þegar við sitjum í sauna...hehehehe..... Eftir sundið skelltum við okkur svo bara á Subway....því það er hollasti skyndibitinn....og við í Orku-átaki auðvitað...allir saman...eitt yfir alla....spurning um að taka sér tak núna....?????