laugardagur, febrúar 25, 2006

Máttur tónlistarinnar....

...ég er endalaust að velta fyrir mér tónlistinni og þeim áhrifum sem hún hefur á mann....mér finnst alltaf svo magnað þegar ég heyri ákveðin lög hvað maður fer fram og aftur í tímann, hitt og þetta sem poppar upp í hugann bara við að heyra ákveðin lög. Svo þegar ég hlusta á Pavarotti, Josh Groban og Garðar Thor Cortes fæ ég gæsahúð dauðans!!! Hvað er það og af hverju er það þannig??? Þessu var ég að velta fyrir mér um daginn og álpaðist því inn á vísindavef háskólans og viti menn?? Þar finnur maður allan andsk....og þar las ég m.a.

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig við erum "stemmd" eins og stundum er sagt. Kenningasmiðir halda því einnig fram að áhrif tónlistar ráðist af frávikum hennar frá því sem hlustandinn væntir og fólk hafi mesta ánægju af að hlusta ef frávikin eru mátulega mikil.
James-Lange sálfræðikenninguna um tilfinningar: Öll mannleg reynsla gerist í tíma og rúmi; mannleg reynsla hefur þess vegna form af einhverju tagi (á sér upphaf, þróast og fjarar út eða endar). Allri reynslu fylgja tilfinningar og maðurinn er haldinn þeirri áráttu að leitast við að tákngera upplifanir sínar og tilfinningar. Þannig hafa bæði tónlist og tilfinningar á einhvern máta sama rökræna formið. Tónlist tákngerir og vekur tilfinningar með því að líkja eftir þeim til dæmis með sífelldu risi og hnigi, spennu og slökun. Samkvæmt þessu er um að ræða vissa hliðstæðu við tungumálið, sem samanstendur meðal annars af orðum og setningum sem vísa á hugtök og hluti sem aftur hafa tilfinningalegt innihald eða vekja tilfinningatengsl.
http://visindavefur.hi.is/?id=5586
Af hverju fær maður gæsahúð af tónlist??

Við ýmis konar tilfinningalega upplifun og þegar við erum undir miklu álagi, getur adrenalín einnig losnað í líkamanum. Tæplega fimmtugur smiður sem dreymdi ungan um að verða píanóleikari fær gæsahúð við uppslátt í Grafarvogi þegar hann heyrir þriðja píanókonsert Rachmaninoffs. Rétt rúmlega þrítug kona á leið með krakkana í leikskólann á mánudagsmorgni heyrir í útvarpinu lagið "Careless Whisper" og fær gæsahúð, enda vangaði hún í fyrsta sinn við myndarlegan pilt á balli þegar George Michael söng lokalagið. Og harðsvíraðir KR-ingar gætu lent í því sama þegar þeir heyra Bubba Morthens syngja "Við erum KR allir sem einn ..." eftir mikilvægan sigurleik.
http://visindavefur.hi.is/?id=5586
Mér finnst þetta svo magnað...að tónlistin hafi svona áhrif á mann :)
Hér eru líka nokkur lög og einstaklingar sem lögin minna mig á:
  • Summer of ´69... minnir mig bara á Kristbjörgu vinkonu þar sem við vorum einu sinni sem oftar að hlusta á þetta lag í botni á Miðstrætinu og þegar við litum út um gluggann stóð fólk úti á götu og horfði á okkur hoppa og dansa eins og brjálæðinga :)
  • Please don´t go...er bara Harpa vinkona, ég söng þetta lag oftar en einu sinni þegar Harpa var að hringja í foreldra sína á Laugarvatni og væla um að fá að vera lengur í Vestmannaeyjum...heheh
  • Could I Have this kiss...hlutaði ég mikið á rétt áður en Gréta mín fæddist og ég var alltaf að biðja Þóri um að ná í það á netinu en það var ekki komið...svo þegar ég var á fæðingardeildinni þá kom þetta lag í útvarpinu...í miðjum hríðum :)
  • Í fylgsnum hjartans...Diddi bróðir....síðan í afmælinu mínu :) en þar áður var það lagið Unchained melody (minnir mig að það heiti)
  • You live, you learn....Ingunn bella....heyrði þetta lag með Alanis Morrisette í fyrsta sinn í herberginu hennar Ingunnar í Mílanó
jæja er komin í algert flashback...best að nema staðar hér....híhíhí.....hver veit hvað poppar annars upp.......

2 Comments:

At 8:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já ég er alveg sammála það er svakalega skrýtið að þegar maður heyrir eitthvað lag og maður er bara kominn á annan stað. Eins með ilmvatnslykt eða lykt yfirleitt, maður finnur lykt og lokar augunum og er kominn eitthvað allt annað.
Skrýtinn mannslíkaminn. Alltaf þegar ég heyri í Carpenters þá hugsa ég til Kristbjargar.

Kv. Köben

 
At 8:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sorry gleymdi að láta identity fylgja.

Kv.Köben

 

Skrifa ummæli

<< Home