miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Komin aftur!!!

Jæja þá er maður mættur aftur....varð fyrir því hræðilega óláni fyrir tæplega tveimur vikum síðan að skjárinn á tölvunni minni varð bara svartur og ekkert gerðist :( ég var nýbúin að vera að tauta um það að nú þyrfti ég sko að fara að drífa mig að framkalla myndir af Grétu þar sem digital myndavélin hefur einungis verið notuð frá því að hún var bara lítil og allar myndir af henni í tölvunni og ég hef ekki framkallað NEINA nema í jólakort Uhuhuhuhuhu :(

Lán í óláni.......Ég er þó svo heppin að eiga þrjá frábæra tölvu-snillinga sem frændur og einn af þeim, hann Villi frændi tók tölvuna mína að sér í nokkra daga og hafði ýmist góðar eða slæmar fréttir að færa...annan daginn var tölvan bara nokkuð góð en hinn daginn ekki.....það kom svo á daginn að harði diskurinn var ónýtur og ÖLL gögnin mín þá líka......en eitthvað erfiðlega gekk/gengur að ná gögnum af honum svo ég sagði Villa að mér væri sama um allt NEMA myndirnar mínar...svo hann er að reyna að sækja bara jpg files og ég bið til Guðs um að hann nái einhverjum myndum.....OHHHHHH....þetta er svo pirrandi og sérstaklega þar sem ég hef verið að spá í það síðan í haust að kaupa mér nýja tölvu.......ARG.....þá gerist þetta!!!!! Öll skólagögnin mín, tónlistin, teikningar eftir Grétu og hitt og þetta sem maður hefur sankað að sér......allt bara týnt og tröllum gefið!!


En svona er þetta bara!! Mamma var samt að skamma mig af því ég var alltaf að tuða um það að fara að senda myndir í framköllun en gerði það svo aldrei....og hún skildi ekkert í mér að hafa ekki verið búin að þessu og bla bla bla...svo ég spurði hana bara á móti hvort hún væri búin að taka afrit af öllum ljósmynunum af okkur síðan við vorum lítil og setja í bankahólf ef eitthvað kæmi fyrir húsið hennar....myndi fara að gjósa, kvikna í, brotist inn....híhíhí.....smá skothríð bara!!!!

En maður verður ótrúlega háður tölvunni og ég varð bara hálf-einmana og umkomulaus þegar ég var ekki með tölvuna...enda nota ég hana gríðarlega mikið í námi (já og bloggrúntum, heimasíðum og fleira......hehehe)
Er semsagt búin að vera að setja allt inn í tölvuna aftur.....skipuleggja favorites, búa til nýjar möppur og flokka og raða og svona....svolítið tímafrekt....og þar sem ég hef nú misst 2 vikur úr náminu þá hef ég svo sem nóg að gera.......og þess vegna er ég hér að skrifa en ekki að læra....vex mér svolítið í augum......

En alla vega....þetta er ástæðan fyrir fjarveru minni...og líka sú að ég mundi ekki passwordið mitt en fann það svo áðan og hér er ég því.......

Von á meiru fljótlega.........og þá einhverju skemmtilegra og markverðara......

3 Comments:

At 11:30 e.h., Blogger IrisD said...

Takk fyrir það Elísabet :)

Jamm...var einmitt búin að vera að tuða um það að drullast til að fara að gera þetta....kennir manni að hætta að tala bara um hlutina og FRAMKVÆMA þá....læt mér þetta að kenningu verða!!
Brenna og framkalla :)

 
At 4:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

össösöss.... Hrikalegt þegar tölvan ákveður bara allt í einu að yfirgefa mann og það án þess að gefa manni viðvörun...Ég segi nú það sama og Elísabet, ég vona innilega að myndunum þínum verði bjargað.. Ég er einmitt svona tossi eins og þú og er með heilan helling af óframkölluðum og óbrenndum myndum inni í tölvunni... Kannski maður læri bara af þér og drífi sig nú að brenna....

 
At 10:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna hér.... spark í rassinn að framkalla myndir reglulega. Ég tek alltaf ca 100-200 myndir og framkalla reglulega í gegnum www.bonusprint.com - þetta er bara regla hjá mér... þegar ég er búin að framkallla þær þá set ég þær á disk.

 

Skrifa ummæli

<< Home