Bíó/leikhús
Mín er bara búin að skella sér tvisvar í bíó á stuttum tíma og engar smá myndir sem ég hef verið að fara á!!
Ég fór á Brokeback Mountain og fannst hún alveg meiriháttar góð. Ótrúlegt vald sem ástin hefur og átakanlegt hvað strákarnir tveir liðu miklar sálarkvalir fyrir kynhneigð sína og ást á hvor öðrum. Þessi mynd skildi mikið eftir sig og poppar alltaf upp í hugann annað slagið fyrir hvað hún var mannleg og viðkvæm. Mér verður oft hugsað til hennar og þá kannski óhjákvæmilega til þess hvort svona ást sé til..og hvort hún geti verið manni holl????
Þeir tóku þá ákvörðun að leyna sambandi sínu og ást sinni fyrir öllum nema þeim sjálfum og hittust bara endrum og eins...í laumi. Afleiðingarnar voru sorlegar og líf þessara manna varð annað en það hefði orðið. En ástarsagan sjálf og samverustundir þeirra voru svo fallegar og innilegar og það hreif mann.
Hin myndin var svo Match Point..og ég verð að játa að ég bjóst við svooooo leiðinlegri mynd af því þetta er Woodie Allen mynd og ég hef aldrei verið hrifin af honum EN....þessi mynd var alveg hreint frábær og kom skemmtilega á óvart. Hún fjallar einmitt líka um ástina og það vald sem hún hefur á manni....þá óstjórn sem kemur yfir mann og veldur því að maður ræður ekki við eitt né neitt....það sem var merkilegast við þessa mynd kannski var hlutverk lukkunnar...heppni er lykilorðið...og nú segi ég ekki meir....mæli hiklaust með henni! (allavega fyrir stelpurnar)!!
Ekki nóg með að ég hafi skellt mér í bíó heldur er ég líka búin að fara í leikhús...við Óli bróðir skelltum okkur á Túskildinsóperuna og skemmtum okkur konunglega....sátum á fremsta bekk og fengum þetta allt beint í æð....sérlega skemmtilegt í lokin þegar gullkóngurinn fær úr honum :)
Leikritið er afar skemmtilegt, svolítið hrottafengið og fullt af svörtum húmor. Þetta er svolítið öðruvísi stykki sem er bara skemmtilegt...eins og Woyzyeck líka...það var magnað...alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt.....
Nú er bara að bíða og sjá hvað verður næst???
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home