Frænd/systkina-slagur
Diddi bróðir hefur mjög gaman af því að hrekkja litlu frænku sína...ekki að henni leiðist það neitt sérstaklega :) en hún kallar hann og Bjarna frænda pínarana...af því þeir taka hana og kitla og pína endalaust og alltaf öskrar hún og æpir og einn daginn sagði hún mér nú að hún skildi þetta samt ekki alveg, henni þætti ekkert leiðinlegt þegar Diddi væri að hrekkja hana....en MÉR finnst nú ósanngjarnt að hann komist upp með þetta og hef því verið að kenna henni nokkur brögð.....sagði henni t.d. um daginn að næst þegar Diddi væri að hrekkja hana þá ætti hún að rífa fast í hárin á handleggnum á honum og svo gaf ég henni annað ráð...sagði henni að klípa í lærið á honum, en bara reyna að taka lítið skinn í einu og helst snúa.....hehehehehe...veit að það er ekki vinsælt að kenna börnum fantaskap en það er því miður svo langt síðan ég hætti að ráða við Didda og hann leyfir henni en sem komið er að komast upp með svona fantaskap (því miður varir það ekki að eilífu) svo ég sá mér leik á borði.....
...en í dag kom kvikindið upp í honum aftur þar sem hann setti kodda LAUST yfir andlitið á Grétu og þá rifjaðist upp fyrir honum hvað ég varð alltaf brjáluð hér í denn þegar við vorum að rífast og slást og því stóð hann yfir mér í dag og hélt koddanum FAST og ég varð auðvitað brjáluð....
...í framhaldi af því fór ég að hugsa til baka um öll slagsmálin og fantaskapinn sem við beittum hvort annað þegar við vorum lítil......þegar ég réði ennþá við hann :) þá hélt ég honum og ýtti svo fast á puttana á honum, þar til brakaði...sem leiddi til þess að nú lætur hann braka í þeim eins og ekkert sé (eins og ég geri reyndar líka...og fellur í misgóðan jarðveg)...
...síðan þegar ég var um það bil að hætta að ráða við Didda fór ég að bíta hann....þá varð hann alveg brjálaður...
...EN minnisstæðasta atvikið er þegar hann elti mig niður stigann á Miðstrætinu, inn í eldhús þar sem ég stóð fyrir framan ísskápinn og þegar hann kom hlaupandi opnaði ég ísskápinn, þreif remúlaðið út, opnaði það og sprautaði framan í hann þegar hann kom að mér....og viti menn!!!! Það virkaði....hann kúgaðist og ældi held ég að lokum og enn þann dag í dag kúgast hann við remúlaði.....
Já svona voru bernskubrekin...sumir vaxa greinilega aldrei upp úr þeim :)
1 Comments:
Ok þannig að þetta á bara eftir að versna hjá Alexander og Guðjóni? Úff ég er farin að kvíða fyrir. Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home