mánudagur, febrúar 06, 2006

Sund og Subway

Ótrúlega fallegt veður í dag....fór með krakkana í vettvangsferð í morgun og sólin var svo undarleg og veðrið svo skrýtið og eitthvað undarlegt í loftinu bara....erum að fara að vinna með skuggann í sambandi við Vetrarhátíðina svo ég lék mér aðeins með myndavélina á meðan þau voru að skoða Íslenska erfðagreiningu að utan....mikið var það sérstakt allt.....

Svo þegar ég sótti Grétu mína ákvað ég að bjóða henni í sund....henni þykir það svo gaman og ég tek svona rispur...er voða dugleg að drattast með hana í sund en dett svo alveg út og þá förum við ekki í sund í margar vikur...og svo alltaf þegar við erum í sundi þá man ég hvað henni finnst þetta gaman og mér finnst þetta gott....og hún er orðin svo dugleg og prófar alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti....svei mér...verð að viðhalda þessu...var einmitt að segja við hana að við þyrftum bara að fara í sund alltaf á þriðju-og fimmtudögum...og svo kannski einn og einn laugardag, það væri nú bara rosalega huggulegt...við erum eins og tvær gamlar kjellingar þegar við sitjum í sauna...hehehehe..... Eftir sundið skelltum við okkur svo bara á Subway....því það er hollasti skyndibitinn....og við í Orku-átaki auðvitað...allir saman...eitt yfir alla....spurning um að taka sér tak núna....?????

5 Comments:

At 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

kannast eitthvað við þessar rispur... eins og þetta er gaman... Er einmitt að alltaf að hugsa um að koma upp svona rútínu. Hvar farið þið mæðgur annars í sund. Við erum eitthvað að prófa okkur áfram og reyna að finna "okkar" laug

 
At 4:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fann ekki gestabókina.
Hehe flott síða

 
At 6:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gott að fara í sund, maður verður svo frískur, já eða líka dasaður á eftir. Ég man hvað ég hataði þegar það var skólasund á mánudögum og þá fékk maður alltaf fisk í kvöldmatinn:-0 Eftir sund langar mann ekki í fisk, hehe.
Hafið það gott skvísur ;-D

 
At 8:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er allt brjálað að gera?? :) Sakna þess að lesa þig....

 
At 12:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heheh....takk fyrir það Ragna Jenný...best ég láti það berast hér að tölvan mín hrundi og allt sem í henni var...en nú er kominn nýr harður diskur í hana og allt að komast í gang...en þá man ég ekki passwordið mitt svo ég kemst ekki inn á mitt svæði hér....er að bíða eftir að það "poppi upp" :)
vona að það fari að gerast svo ég geti haldið áfram hér...annars verð ég bara að gera nýtt :)

Læt heyra frá mér von bráðar vonandi....er ekki hætt sko :)

Kv, Íris Dögg

 

Skrifa ummæli

<< Home