miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Jóla....

...hef bara voðalega lítið að segja þessa dagana....er bara að leggja lokahönd á verkefnin mín...vettvangsnáminu fer að ljúka og þá taka við verkefnaskil og 2 próf, nokkrir vinnudagar og svo bara jólin!!! Er búin að skella upp aðventuljósinu, einni seríu og smá glingri.....ekkert mikið...er að bíða eftir að það komi desember (á líka eftir að taka betur til!!!!)

Við Gréta höfum ákveðið að baka piparkökur um helgina, þá er kominn desember og við ætlum frekar að maula piparkökur á aðventunni heldur en geyma þær þar til í febrúar/mars :) Svo förum við líka til fögru eyjunnar Vestmannaeyja og ef mamma klikkar ekki verða kökur og kræsingar líka þar!!!

Ég ætla líka að fara að byrja að skrifa jólakortin...það er hvort eð að koma desember og jólalögin farin að óma...verð að hafa jólalögin með þegar ég skrifa jólakort....kemur manni í gírinn :)

Jólagjafa-ruglið er ekki alveg byrjað....segi það á hverju ári að nú ætli ég að byrja snemma á að kaupa jólagjafir og geri það svo aldrei....ætla samt að kýla á það helst um helgina því svo er kominn próftími og þá má maður ekki vera að neinu í nokkra daga. Fór einmitt í gær og ætlaði að kaupa það sem Grétu langar í en þá var það auðvitað ekki til...í búðinni sem ég fór í....dæmigert!!!

Annars er ég búin að kaupa mér miða á aukatónleika Garðars Thors Cortes....sat hér við tölvuna og sá að það var uppselt á fyrri tónleikana en til miðar á þá seinni. Ég er búin að hlusta á diskinn aftur og aftur og aftur og ákvað að skella mér bara á tónleikana, veit að ég vil ekki missa af þeim og ákvað að þetta yrði jólagjöfin frá mér til mín......að fara alein á tónleikana, gráta úr mér augun alein og yfirgefin og vera með gæsahúð aldarinnar :)

Jah..hver segir svo að myrkrið og skammdegið sé þunglyndisvaldandi :)

föstudagur, nóvember 25, 2005

Heimur versnandi fer.....eða hvað??

Jah..miðað við fréttirnar og umfjöllun síðustu daga, ja eða bara vikur...það er ekkert gleðilegt um að vera nánast...bara menn sem reyna að drepa konurnar sínar, konur sem hafa bara húsaskjól um nætur, fíklar, handrukkarar, ræningjar, aumingi sem hangir fyrir utan busaböll og lokkar ungar stelpur heim með sér, byrlar þeim eitur og nauðgar þeim..... Maður kíkir ekki í blöðin nema það séu fréttir af þessum viðbjóði...úff....er heimurinn að verða svona? Ekkert nema hörmungar og viðbjóður...mér er allri lokið bara!!!!

Ég horfði á myndina Skuggabörn og mér hryllti við því sem ég sá...og heyrði. Ég get svo svarið það að ég myndi deyja ef dóttir mín færi svona....í alvöru talað, ég myndi deyja. Að horfa á eftir barninu sínu í þennan sora og viðbjóð og ekkert sem getur aftrað því...og þurfa svo bara að loka og læsa og geta ekki hleypt sínu eigin barni inn þar sem það stelur öllu steini léttara frá foreldrunum (kannski ekki skrýtið þar sem ein tafla kostar 2000 kall og sumir þurfa 5-7 töflur til að "meika" nóttina)...eða kemur þeim í svo miklar skuldir að þeir þurfa að selja allt ofan af sér...og eiga von á handrukkurum sem fletta höfuðleðrinu af þeim og skera þau í eyrun og allt hvað þeim dettur í hug...sjá þann viðbjóð í myndinni....ohhh...ojjjjjj.....og svo rukka þeir jafnvel um helmingi hærri upphæð en barnið skuldar....þetta er svo mikill viðbjóður að orð fá því ekki lýst.

Pabbi spurði mig einmitt hvernig ég myndi fræða dóttur mína um þetta þegar þar að kæmi og mér féllust hendur og ég stundi þungan...ég hreinlega veit það ekki. Ein stelpan í myndinni sagði að hún hefði prófað e-töflu þótt henni hefði verið sagt að það væru 50 % líkur á því að hún myndi deyja af henni!!!! Og hún sagði að það hefði ekki skipt neinu máli þótt einhver sem hún leit upp og hefði lifað svona lífi en snúið við blaðinu hefði varað hana við. Hvað er þá til ráða?? Og hún sagði að ef venjulegt fólk færi inn á unglingaskemmtistaði þá væri allavega helmingurinn af unga fólkinu þar inni á einhverju......úfff....svo hugsa ég til baka...ekki var ég nú mikið frædd af foreldrum mínum um svona hluti í minni æsku..skólinn var með eitthvert forvarnarstarf en ekki neitt svakalegt....líklega er það mun meira og betra í dag...en sjá samt hvernig staðan er???

Ég vil helst flytja með mína dóttur og mig sjálfa eitthvert á hjara veraldar það sem ekkert svona ógeðslegt getur hent okkur....auðvitað á maður eftir að ganga í gegnum eitthvað óþægilegt í lífinu, dauðsföll, veikindi, slys og annað....en það er öðruvísi en þessi viðbjóður....

Ég þakka allavega þeim sem vaka yfir mér og mínum að þekkja ekki til í þessum viðurstyggilega heimi...

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Messa, menning, myndir

Merkilegur og mikilvægur dagur í dag....Gréta mín var að syngja með Krúttakórnum sínum í messu í kirkjunni...alveg hreint stórkostlegt að hlusta á þennan englakór, strákar og stelpur á aldrinum 4-7 ára syngja fallega sálma og svo eitt svona lag sem hægt er að smella fingrum og dilla sér við....alveg hreint frábært og dúllan mín stóð sig eins og hetja...eins og alltaf. Amma Þórey og afi Sigþór voru vinsamlegast beðin um að mæta sem þau og gerðu og nutu þess.

Er búin að vera svo menningarleg undanfarið. Fór með Óla bro í leikhús á föstudagskvöldið (Diddi bro passaði á meðan...takk takk) að sjá Woyzeck...hrikalega flott sýning, allt öðruvísi en það sem maður hefur áður séð í leikhúsi. Vesturport er svo sannarlega ferskur blær í leikhúsmenningunni. Og einmitt þess vegna er ég búin að plata 3 vinkonur mínar með mér á BRIM sem er í Þjóðleikhúsinu...ætlum að skella okkur á það á miðvikudagskvöldið....er reyndar búin að sjá það en það er bara svo meiriháttar að ég ætla að skella mér aftur :)

Jæja..þá er mín loksins búin að gefa sér tíma til að læra að setja linka og albúm og svona á bloggið...ætlaði reyndar aldrei að hafa það á en vegna fjölda áskorana lét ég tilleiðast.
Er nú bara búin að setja í tvö albúm, vinahelgin og afmælið mitt þannig að þið sem hafið áhuga á að sjá fjölskylduna mína, vini og virðulega menn í vestmannaeysku samfélagi láta eins og fífl...verði ykkur að góðu :)

Verð bara að minnast á eitt enn.....úff...keypti mér geisladisk í vikunni...með Garðari Thor Cortes.....hann er bara FRÁBÆR....mæli 120% með honum.....

föstudagur, nóvember 18, 2005

Úff....

..ég fór í Smáralindina í gær í stígvélaleit II....gekk ekki sem skyldi...er svo "picky" á skó að það er ekki eðlilegt.....en alla vega...ég fór búð úr búð og skoðaði, mátaði nokkur...sem voru of víð og ég bara skrölti í þeim :(
ég var nú frekar spæld af því mér finnst þetta svo flott...EN svo fannst mér þetta ekkert flott á mér :(
Að lokum fór ég þriðja hringinn í Bianco og allt í einu voru þar tvö pör....dæmigert...fyrst var ekkert og svo var verið að flækja þetta.....hehhehe...en á endanum keypti ég mér svona fóðruð stígvél, með reimum svo ég skrölti ekki í þeim...þau eru ekki svona "elegant" enda er ég það ekki heldur...hehehehe...en þau ganga samt alveg vel við kvartbuxur, gallabuxur og pils...þannig að ég er sátt...og svo voru þau ekkert svo dýr....8500 kall...læt það nú vera :)

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Skref 1 og 2...

Skref 1 var að skrá mig í sjálfboðavinnu hjá Rauða Krossinum sem heimsóknarvinur....
Skref 2 var að fara og fylla út einhver eyðublöð og fá frekari upplýsingar...sem ég gerði í dag.
Nú er bara að bíða þar til næsta miðvikudag til að sjá hvort skjólstæðingur hafi verið fundinn :)

Mér líst bara vel á þetta og er bara nokkuð ánægð með sjálfa mig...efast ekki um að þetta á eftir að vera gefandi og lærdómsríkt!!

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Töskur...

...eru tískufyrirbæri og mér finnst alltaf jafn fyndið þegar það er sagt við mann: "þessi taska fer þér svo vel"!!!!!! Mér finnst það einhvern veginn svo fáránlegt....en samt er náttúrulega margt til í því...litir og mynstur er auðvitað eitthvað sem fólki finnst mis-fallegt og fólk á sjálfsagt ekki von á því að sjá mig með tösku í æpandi litum til dæmis!!!

Ég var aldrei tösku-týpan...var bara alltaf með allt í vasanum og svona...og spáði oft mikið í það HVAÐ konur væru með í þessum töskum sínum alltaf!! En svo fóru hinir og þessi í kringum mig að gefa mér töskur og allt í einu er töskur orðnar mjög mikilvægar, þótt ég rjúki nú ekki út í búð og kaupi mér tösku með hrossahárum fyrir 40.000 kall....BARA af því að hún er í tísku :)
Taskan mín er líka ekki ein af þessum óskipulögðu, ég elska töskur með nokkrum hólfum svo ég geti sett hlutina á ákveðna staði...ekki bara henda þeim öllum í eitt stórt hólf!!

Nei...þá er ég meira fyrir Nike-hliðartöskur og svona...en kveikjan að þessu bloggi er sú að mér var gefin Marimekko taska í afmælisgjöf og hef notað hana mikið undanfarna daga og það er sama hvar ég kem, það segja allir "æðisleg taska og hún fer þér svo vel" og mér finnst þetta alltaf svo fyndið....langar alltaf að spyrja viðkomandi hvað hann sé að meina....geri það kannski næst :)
Svo...verið viðbúin!!!

föstudagur, nóvember 11, 2005

Lífið heldur áfram....

...til hvers???

Nei bara grín...það var mér ekkert áfall að verða þrítug...er löngu löngu byrjuð að verða gráhærð svo þetta var alls ekkert áfall, engin krísa...bara eintóm hamingja...

...annars er það svo skrýtið með mig...að þegar ég var unglingur þá hlakkaði ég alltaf svo til að verða 25 ára...ég man að mamma átti ekki til eitt aukatekið orð þegar ég var svona 12-13 ára og var alltaf að stynja þungan og segjast hlakka svo til þegar ég yrði 25 ára...hún sagði alltaf að það væri ekki í lagi með mig, að ég ætti bestu árin mín framundan og ég ætti að njóta þeirra.
En sem sagt.....ég var oft að fletta Freemans-og Kays listunum og hreinlega beið eftir því að verða "kona" til að geta gengið í hinum og þessum fötum...núna er ég orðin "kona" (hehehe...eða ekki....??? er nú bara algert krakkarassgat finnst mér.....) og GLÆTAN að ég myndi ganga í svona fötum eins og mig langaði svo að gera þegar ég var 12...wannabe 25!!! Sum af þessum fötum eru í tísku í dag...ég er að segja ykkur það....og no fuck......way að ég myndi fara í þau!!!

Tíska er eitt það fyndnasta fyrirbæri sem ég veit um....að eltast við tískuna er eins og þegar köttur eltir á sér rófuna....eða hæna sem hefur verið dáleidd.....je minn eini...hvernig nennir fólk þessu??? Og hvað er þetta líka með þessa tísku....ég fór nú heldur betur góðan rúnt um Smáralind og Kringluna um daginn að leita mér að stígvélum....en það er önnur saga...og ég snarstoppaði fyrir framan nokkrar búðir....sko...nú skal ég segja ykkur....ok....það er sko Nóvember...skítakuldi og allt það sem fylgir okkar Fróni...nei þá eru sko ULLARSTUTTBUXUR í tísku...og við erum að tala um stuttar stuttbuxur....come on!!!!
Magabolir og ullarstuttbuxur.....ég ætti nú ekki annað eftir....svei attann!!!!!!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég á afmæli í dag....



...ó já það er víst eftir klukkutíma eða kl.18.35 verð ég 30 ára....búið að vera 3ja daga standandi partý...ó já svona á þetta að vera, taka þetta með trompi!!!

Ég var búin að íhuga málið mjög lengi, hvort ég ætti að nenna að halda upp á afmælið eða ekki og það skal tekið fram að ég er ekki í neinni krísu....ég þakka fyrir hvern afmælisdag sem ég á og finnst bara gott að vera orðin 30 ára!!!
Bræður mínir hvöttu mig til að halda partý svo ég lét undan þrýstingi og afmælið var haldið á Póstbarnum á laugardagskvöldið og það var svona líka skemmtilegt. Óli bróðir tók að sér veislustjórn...auk þess að vera mættur á undan mér á staðinn til að blása upp 30 stk. blöðrur!! Þegar ég kom fékk ég voða fín barmmerki....30 and thrilling...svona líka fín!!!
Svo tóku gestirnir að streyma að, fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir. Boðið var upp á drykki og tapas og var það gasalega gott!!

Síðan tók við óvænt dagskrá...
...Diddi bróðir mætti með tölvuna sína og ég var farin að ímynda mér einhverja hryllilega myndasýningu en....þá kom það óvænta.....mínir elskulegu vinir í Danmörku, Sighvatur og Dóra Hanna, Gabríel og Elmar Elí voru búin að setja saman myndband handa mér og ég sat þarna, umkringd fólki sem mér þykir vænt um með tárin í augunum og kökk í hálsinum af þakklæti, gleði og söknuði....takk fyrir þetta elsku vinir, þetta var ómetanlegt og mér þótti svo vænt um þetta!!!!

En það var ekki allt búið....ó nei.....Diddi bróðir sagði svo nokkur vel valin orð...hehehe...og toppaði þetta svo með að "gefa" mér Sálarlagið "Í fylgsnum hjartans" í flutningi Davíðs "bakardrengs".....og áfram héldu tárin að streyma og kökkurinn stækkaði...úff.....takk fyrir þetta elsku bróðir!!

Óli bróðir hélt dagskránni gangandi og sagði nokkra brandara og svo tók Harpa vinkona til máls og bræddi mig með fallegum orðum....takk fyrir það elsku vinkona....þú ert líka ekta vinkona og ég er heppin að eiga þið að....kiss kiss!!

Vinnufélagar mínir létu ekki sitt eftir liggja....kjöftuðu öllu í mömmu og pabba...hehehe..og tóku svo afmælissönginn...þúsund þakkir stelpur...og Elvar...takk fyrir að syngja ekki með :)

Öllum sem mættu í afmælið mitt við ég þakka fyrir frábæra vináttu og góðar stundir og geggjaðar afmælisgjafir...þið eruð crazy. Ég vona að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég :)

Jæja..og í gær....þá var ég með kaffi hér heima....höfðu þá ekki bræður mínir og foreldrar tekið upp á því að láta gera afmælisköku handa mér.....kakan var ca 50X30 með mynd af mér síðan ég var 3 ára......og textinn var....Íris sæta 30 árA (sjá myndina hér að ofan!!)
Úfff...hvað ég á góða að!!!!!

Takk fyrir tölvupóstinn, sms-in og commentin hér (nokkrar afmæliskveðjur eru í blogginu á undan þessu)

Ástarþakkir fyrir mig!!!
Íris Dögg 30 ára :)

laugardagur, nóvember 05, 2005

Heimilisstörfin...

...hafa fengið aukið skemmtanagildi eftir að ég byrjaði í skólanum.....nú finnst mér bara gaman að setja í þvottavélina, taka úr henni, hengja upp, taka af snúrunni, brjóta saman þvott og ganga frá honum. Eins finnst mér uppvaskið ekkert svo leiðinlegt. Nú halda eflaust margir að ég sé endanlega gengin af göflunum....en það er nú samt bara þannig að ég nota pásurnar frá lærdómnum til að standa upp og gera þessa hluti...þannig í samanburði við það að hanga yfir norskum, sænskum og dönskum fræðigreinum er uppvaskið hreinasta skemmtun!!!

En...það eru samt bara sum heimilisstörf sem mér þykja skemmtileg....önnur hreinlega þoli ég ekki...eins og að þrífa klósettið...ég veit ekkert leiðinlegra....nema kannksi að þrífa bílinn minn..og það sést greinilega :)

Það eru nokkrir í kringum mig sem hafa hreinlega brugðið á það ráð og fá heim til sín tælenskar konur til að þrífa og eru svona ljómandi ánægð með það. Margir hverjir hafa aldrei séð heimili sín svona hrein og fín og tíma varla að ganga um þar!!! Og svo er það kostnaðurinn...hann er nánast enginn....og þær skipta á rúmunum og allt!!!
Það eru náttúrulega margir jákvæðir punktar við þetta.....maður losnar við að gera skítverkin sjálfur, skapar atvinnu, hefur meiri tíma til að eyða í eitthvað annað og margt fleira.
Ég er samt eitthvað svo gamaldags...mér finnst bara ótrúlegt að fólk sé svo svakalega upptekið að það hafi ekki tíma til að taka til eftir sig....er það málið? Eða er þetta kannski bara leti?? Eða stéttaskipting....eða snobb?? Er fólk kannski of gott til að taka til eftir sig sjálft?? Nei nei...eflaust ekki, þetta eru bara þægindi auðvitað....munur að fá bara konu(r) heim að þrífa og ganga frá...ég nota oft laugardaga til að taka til og ef ég byrja að taka til á öðrum degi heyrist í dóttur minni: það mætti halda að það væri laugardagur!!!!!