föstudagur, nóvember 25, 2005

Heimur versnandi fer.....eða hvað??

Jah..miðað við fréttirnar og umfjöllun síðustu daga, ja eða bara vikur...það er ekkert gleðilegt um að vera nánast...bara menn sem reyna að drepa konurnar sínar, konur sem hafa bara húsaskjól um nætur, fíklar, handrukkarar, ræningjar, aumingi sem hangir fyrir utan busaböll og lokkar ungar stelpur heim með sér, byrlar þeim eitur og nauðgar þeim..... Maður kíkir ekki í blöðin nema það séu fréttir af þessum viðbjóði...úff....er heimurinn að verða svona? Ekkert nema hörmungar og viðbjóður...mér er allri lokið bara!!!!

Ég horfði á myndina Skuggabörn og mér hryllti við því sem ég sá...og heyrði. Ég get svo svarið það að ég myndi deyja ef dóttir mín færi svona....í alvöru talað, ég myndi deyja. Að horfa á eftir barninu sínu í þennan sora og viðbjóð og ekkert sem getur aftrað því...og þurfa svo bara að loka og læsa og geta ekki hleypt sínu eigin barni inn þar sem það stelur öllu steini léttara frá foreldrunum (kannski ekki skrýtið þar sem ein tafla kostar 2000 kall og sumir þurfa 5-7 töflur til að "meika" nóttina)...eða kemur þeim í svo miklar skuldir að þeir þurfa að selja allt ofan af sér...og eiga von á handrukkurum sem fletta höfuðleðrinu af þeim og skera þau í eyrun og allt hvað þeim dettur í hug...sjá þann viðbjóð í myndinni....ohhh...ojjjjjj.....og svo rukka þeir jafnvel um helmingi hærri upphæð en barnið skuldar....þetta er svo mikill viðbjóður að orð fá því ekki lýst.

Pabbi spurði mig einmitt hvernig ég myndi fræða dóttur mína um þetta þegar þar að kæmi og mér féllust hendur og ég stundi þungan...ég hreinlega veit það ekki. Ein stelpan í myndinni sagði að hún hefði prófað e-töflu þótt henni hefði verið sagt að það væru 50 % líkur á því að hún myndi deyja af henni!!!! Og hún sagði að það hefði ekki skipt neinu máli þótt einhver sem hún leit upp og hefði lifað svona lífi en snúið við blaðinu hefði varað hana við. Hvað er þá til ráða?? Og hún sagði að ef venjulegt fólk færi inn á unglingaskemmtistaði þá væri allavega helmingurinn af unga fólkinu þar inni á einhverju......úfff....svo hugsa ég til baka...ekki var ég nú mikið frædd af foreldrum mínum um svona hluti í minni æsku..skólinn var með eitthvert forvarnarstarf en ekki neitt svakalegt....líklega er það mun meira og betra í dag...en sjá samt hvernig staðan er???

Ég vil helst flytja með mína dóttur og mig sjálfa eitthvert á hjara veraldar það sem ekkert svona ógeðslegt getur hent okkur....auðvitað á maður eftir að ganga í gegnum eitthvað óþægilegt í lífinu, dauðsföll, veikindi, slys og annað....en það er öðruvísi en þessi viðbjóður....

Ég þakka allavega þeim sem vaka yfir mér og mínum að þekkja ekki til í þessum viðurstyggilega heimi...

3 Comments:

At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál en ég held að það hafi ekki þurft að vara þig við þessum hættum þar sem þú varst/ert svo saklaus. Ég meina við erum að tala um stelpu sem hefur örugglega talið að Ísland væri á leið í sorann þegar rúv fór að sýna sjónvarp á FIMMTUDÖGUM... :)

 
At 9:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ó ég er sko hjartanlega sammála... hvernig á maður að fara að því að vernda börnin sín fyrir þessum sora.

En við vorum unglingar á öðru tímaskeiði án gríns... mér hefur aldrei verið boðið eitt eða neitt.

btw... þó seint sé... til hamingju með árin 30!!!!!

 
At 12:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega það sama og ég hugsaði þegar ég horfði á þessa mynd.. Hvernig á maður að vernda börnin sín??? Með massa hræðsluáróði?? Kannski það sé svarið? Ég veit það hreinlega ekki. Maður verður bara að gera sitt besta og vona svo að börnin manns verði sterkir og sjálfstæðir einstaklingar sem geti sagt nei... Djöfulsins dópið og svo hanga þessir aumingjar fyrir utan grunnskólana og selja börnunum draslið... Mér finnst það ótrúlega ógeðslegt... En ég er sammála þér, það er margt ömurlegt búið að vera í sjónvarpinu og fréttunum undanfarnar vikur.. Mjög niðurdrepandi til lengdar.. Mæli með því að þú skellir Love actually í tækið og njótir fegurðarinnar í myndinni.. Það geri ég þegar mér finnst heimurinn vondur...:)
kv. ragnajenny

 

Skrifa ummæli

<< Home