miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Jóla....

...hef bara voðalega lítið að segja þessa dagana....er bara að leggja lokahönd á verkefnin mín...vettvangsnáminu fer að ljúka og þá taka við verkefnaskil og 2 próf, nokkrir vinnudagar og svo bara jólin!!! Er búin að skella upp aðventuljósinu, einni seríu og smá glingri.....ekkert mikið...er að bíða eftir að það komi desember (á líka eftir að taka betur til!!!!)

Við Gréta höfum ákveðið að baka piparkökur um helgina, þá er kominn desember og við ætlum frekar að maula piparkökur á aðventunni heldur en geyma þær þar til í febrúar/mars :) Svo förum við líka til fögru eyjunnar Vestmannaeyja og ef mamma klikkar ekki verða kökur og kræsingar líka þar!!!

Ég ætla líka að fara að byrja að skrifa jólakortin...það er hvort eð að koma desember og jólalögin farin að óma...verð að hafa jólalögin með þegar ég skrifa jólakort....kemur manni í gírinn :)

Jólagjafa-ruglið er ekki alveg byrjað....segi það á hverju ári að nú ætli ég að byrja snemma á að kaupa jólagjafir og geri það svo aldrei....ætla samt að kýla á það helst um helgina því svo er kominn próftími og þá má maður ekki vera að neinu í nokkra daga. Fór einmitt í gær og ætlaði að kaupa það sem Grétu langar í en þá var það auðvitað ekki til...í búðinni sem ég fór í....dæmigert!!!

Annars er ég búin að kaupa mér miða á aukatónleika Garðars Thors Cortes....sat hér við tölvuna og sá að það var uppselt á fyrri tónleikana en til miðar á þá seinni. Ég er búin að hlusta á diskinn aftur og aftur og aftur og ákvað að skella mér bara á tónleikana, veit að ég vil ekki missa af þeim og ákvað að þetta yrði jólagjöfin frá mér til mín......að fara alein á tónleikana, gráta úr mér augun alein og yfirgefin og vera með gæsahúð aldarinnar :)

Jah..hver segir svo að myrkrið og skammdegið sé þunglyndisvaldandi :)

3 Comments:

At 10:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo mikið jólabarn og hefur alltaf verið, bara gaman af því og gaman að sjá hvað Gréta er lík þér hvað jólin varða:) Hefði nú alveg getað komið með þér á þessa tónleika en efast um að það sé eitthvað gaman ef allir eru grenjandi.....:):):):) hehehehe

 
At 11:51 e.h., Blogger IrisD said...

Ert meira en velkominn með mér ef þig langar...væri bara gaman...skal lofa að grenja ekki mjög hátt :)

 
At 8:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jiii hvað ég fékk mikinn jólafiðring af að lesa þetta hjá þér.
Ég er sem betur fer búinn að klára allar jólagjafir nema eina.... og það er sko æðisleg tilfinning að geta bara dúllast á aðventunni - á það nefnilega til að verða stressuð yfir að finna gjafir.
Væri líka alveg til í að fara á þessa tónleika - var einmitt að nefna það í gær að það vantaði alveg að fara á almennilega jólatónleika.
Nú er svo bara að fara að skreyta og baka ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home