Ég á afmæli í dag....
...ó já það er víst eftir klukkutíma eða kl.18.35 verð ég 30 ára....búið að vera 3ja daga standandi partý...ó já svona á þetta að vera, taka þetta með trompi!!!
Ég var búin að íhuga málið mjög lengi, hvort ég ætti að nenna að halda upp á afmælið eða ekki og það skal tekið fram að ég er ekki í neinni krísu....ég þakka fyrir hvern afmælisdag sem ég á og finnst bara gott að vera orðin 30 ára!!!
Bræður mínir hvöttu mig til að halda partý svo ég lét undan þrýstingi og afmælið var haldið á Póstbarnum á laugardagskvöldið og það var svona líka skemmtilegt. Óli bróðir tók að sér veislustjórn...auk þess að vera mættur á undan mér á staðinn til að blása upp 30 stk. blöðrur!! Þegar ég kom fékk ég voða fín barmmerki....30 and thrilling...svona líka fín!!!
Svo tóku gestirnir að streyma að, fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir. Boðið var upp á drykki og tapas og var það gasalega gott!!
Síðan tók við óvænt dagskrá...
...Diddi bróðir mætti með tölvuna sína og ég var farin að ímynda mér einhverja hryllilega myndasýningu en....þá kom það óvænta.....mínir elskulegu vinir í Danmörku, Sighvatur og Dóra Hanna, Gabríel og Elmar Elí voru búin að setja saman myndband handa mér og ég sat þarna, umkringd fólki sem mér þykir vænt um með tárin í augunum og kökk í hálsinum af þakklæti, gleði og söknuði....takk fyrir þetta elsku vinir, þetta var ómetanlegt og mér þótti svo vænt um þetta!!!!
En það var ekki allt búið....ó nei.....Diddi bróðir sagði svo nokkur vel valin orð...hehehe...og toppaði þetta svo með að "gefa" mér Sálarlagið "Í fylgsnum hjartans" í flutningi Davíðs "bakardrengs".....og áfram héldu tárin að streyma og kökkurinn stækkaði...úff.....takk fyrir þetta elsku bróðir!!
Óli bróðir hélt dagskránni gangandi og sagði nokkra brandara og svo tók Harpa vinkona til máls og bræddi mig með fallegum orðum....takk fyrir það elsku vinkona....þú ert líka ekta vinkona og ég er heppin að eiga þið að....kiss kiss!!
Vinnufélagar mínir létu ekki sitt eftir liggja....kjöftuðu öllu í mömmu og pabba...hehehe..og tóku svo afmælissönginn...þúsund þakkir stelpur...og Elvar...takk fyrir að syngja ekki með :)
Öllum sem mættu í afmælið mitt við ég þakka fyrir frábæra vináttu og góðar stundir og geggjaðar afmælisgjafir...þið eruð crazy. Ég vona að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég :)
Jæja..og í gær....þá var ég með kaffi hér heima....höfðu þá ekki bræður mínir og foreldrar tekið upp á því að láta gera afmælisköku handa mér.....kakan var ca 50X30 með mynd af mér síðan ég var 3 ára......og textinn var....Íris sæta 30 árA (sjá myndina hér að ofan!!)
Úfff...hvað ég á góða að!!!!!
Takk fyrir tölvupóstinn, sms-in og commentin hér (nokkrar afmæliskveðjur eru í blogginu á undan þessu)
Ástarþakkir fyrir mig!!!
Íris Dögg 30 ára :)
7 Comments:
Takk fyrir síðast og til hamingju með afmælið. þetta var stórglæsileg veisla og geggjuð stemming, bræður þínir bara sætastir hver myndi ekki vilja að eiga svona fjölskyldu.Allt rosa vel heppnað og ég hagaði mér tildurlega ágætlega og frétti það að við hjónin slóum met og komum heim um 6 leitið en Sigrún um 4, Ha Ha Ha. Eftir Stjórnina héldum við gömlu á 22 og tjúttuðum vel og lengi. Bæðevei hvað er þetta með Stjórnina? Aldrei aftur svo lengi sem ég lifi......Annars allt gott,skemmtum okkur konunglega og verði þér að góðu kæra vinkona. Þín vikona Herdís og Siggi
Elsku Íris Dögg innilega til hamingju með afmælið. Hefðum sko viljað vera með þér á Laugardaginn, en það verður bara næst. Gangi þér vel í lífinu!
kveðja Arnar og Elfa Ágústa í eyjum
Hæ elsku Íris Dögg,
Innilega til hamingju með tugina 3 - velkomin í hópinn :-)
Það var æðislega gaman að setja saman óvænta myndbandið fyrir þig, Dóra Hanna reddaði málinu alveg með því að finna gömlu góðu "vínberjamyndina"...sem við ræðum ekki nánar hér...hmmmm... :)
Haltu áfram að lifa lífinu lifandi :-)
Þínir vinir í Danmörku,
Sighvatur, Dóra Hanna, Gabríel og Elmar Elí
ES. Sjáumst í jólafríinu ;)
Innilega til hamingju með þrjátíu ára afmælið Íris Dögg... Greinilegt að þú hefur skemmt þér konunglega í afmælispartýinu þínu.. Kakan er meiriháttar..:) Þú átt greinilega góða að...Til lukku með þetta allt saman...
Kveðja
Ragna Jenný....
Til hamingju með afmælið og að vera nú formlega komin í hóp okkar "fullorðnu". Greinilegt að þetta hefur verið eftirminnilegur dagur - ekki amalegt að eiga svona góða að :) Virkilega gaman að lesa um veisluna og bræður þínir fá risavaxið hrós fyrir kökuna!
Kær kveðja,
Beta
Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun og veitingar! Mér finnst nú dónalegt af Herdísi að taka fram hvað bræður þínir eru sætir en minnast ekki á þig ;) þú ert náttúrlega sætust þó að þú hafir verið gríðarlegur nörd þegar þú varst lítil :)
P.S. Við söknuðum þín í grýtunni :P
Takk elskurnar fyrir kveðjurnar...þið eruð æði :)Gott að þið skemmtuð ykkur vel!!
Æ takk Elvar minn...roðn...mæti í "aumingjamatinn" næst...annars var Sigga að tala um læri á sunnudegi eða eitthvað...ekki slæmt :)
Kv, Íris gamla!!
Skrifa ummæli
<< Home