Lífið heldur áfram....
...til hvers???
Nei bara grín...það var mér ekkert áfall að verða þrítug...er löngu löngu byrjuð að verða gráhærð svo þetta var alls ekkert áfall, engin krísa...bara eintóm hamingja...
...annars er það svo skrýtið með mig...að þegar ég var unglingur þá hlakkaði ég alltaf svo til að verða 25 ára...ég man að mamma átti ekki til eitt aukatekið orð þegar ég var svona 12-13 ára og var alltaf að stynja þungan og segjast hlakka svo til þegar ég yrði 25 ára...hún sagði alltaf að það væri ekki í lagi með mig, að ég ætti bestu árin mín framundan og ég ætti að njóta þeirra.
En sem sagt.....ég var oft að fletta Freemans-og Kays listunum og hreinlega beið eftir því að verða "kona" til að geta gengið í hinum og þessum fötum...núna er ég orðin "kona" (hehehe...eða ekki....??? er nú bara algert krakkarassgat finnst mér.....) og GLÆTAN að ég myndi ganga í svona fötum eins og mig langaði svo að gera þegar ég var 12...wannabe 25!!! Sum af þessum fötum eru í tísku í dag...ég er að segja ykkur það....og no fuck......way að ég myndi fara í þau!!!
Tíska er eitt það fyndnasta fyrirbæri sem ég veit um....að eltast við tískuna er eins og þegar köttur eltir á sér rófuna....eða hæna sem hefur verið dáleidd.....je minn eini...hvernig nennir fólk þessu??? Og hvað er þetta líka með þessa tísku....ég fór nú heldur betur góðan rúnt um Smáralind og Kringluna um daginn að leita mér að stígvélum....en það er önnur saga...og ég snarstoppaði fyrir framan nokkrar búðir....sko...nú skal ég segja ykkur....ok....það er sko Nóvember...skítakuldi og allt það sem fylgir okkar Fróni...nei þá eru sko ULLARSTUTTBUXUR í tísku...og við erum að tala um stuttar stuttbuxur....come on!!!!
Magabolir og ullarstuttbuxur.....ég ætti nú ekki annað eftir....svei attann!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home