laugardagur, nóvember 05, 2005

Heimilisstörfin...

...hafa fengið aukið skemmtanagildi eftir að ég byrjaði í skólanum.....nú finnst mér bara gaman að setja í þvottavélina, taka úr henni, hengja upp, taka af snúrunni, brjóta saman þvott og ganga frá honum. Eins finnst mér uppvaskið ekkert svo leiðinlegt. Nú halda eflaust margir að ég sé endanlega gengin af göflunum....en það er nú samt bara þannig að ég nota pásurnar frá lærdómnum til að standa upp og gera þessa hluti...þannig í samanburði við það að hanga yfir norskum, sænskum og dönskum fræðigreinum er uppvaskið hreinasta skemmtun!!!

En...það eru samt bara sum heimilisstörf sem mér þykja skemmtileg....önnur hreinlega þoli ég ekki...eins og að þrífa klósettið...ég veit ekkert leiðinlegra....nema kannksi að þrífa bílinn minn..og það sést greinilega :)

Það eru nokkrir í kringum mig sem hafa hreinlega brugðið á það ráð og fá heim til sín tælenskar konur til að þrífa og eru svona ljómandi ánægð með það. Margir hverjir hafa aldrei séð heimili sín svona hrein og fín og tíma varla að ganga um þar!!! Og svo er það kostnaðurinn...hann er nánast enginn....og þær skipta á rúmunum og allt!!!
Það eru náttúrulega margir jákvæðir punktar við þetta.....maður losnar við að gera skítverkin sjálfur, skapar atvinnu, hefur meiri tíma til að eyða í eitthvað annað og margt fleira.
Ég er samt eitthvað svo gamaldags...mér finnst bara ótrúlegt að fólk sé svo svakalega upptekið að það hafi ekki tíma til að taka til eftir sig....er það málið? Eða er þetta kannski bara leti?? Eða stéttaskipting....eða snobb?? Er fólk kannski of gott til að taka til eftir sig sjálft?? Nei nei...eflaust ekki, þetta eru bara þægindi auðvitað....munur að fá bara konu(r) heim að þrífa og ganga frá...ég nota oft laugardaga til að taka til og ef ég byrja að taka til á öðrum degi heyrist í dóttur minni: það mætti halda að það væri laugardagur!!!!!

3 Comments:

At 1:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert náttúrulega BARA klikk og ekkert annað. Samt hlakka til að sjá þig í kvöld ammmælisbarn.Var samt að pæla í því að vera rosa stressuð vegna þess að nú fá allir vinir þínir að sjá Herdísi síheppnu. En ég skandala bara eitthvað þá er allt í lagi erðake...hamingju með dagin,love Herdís

 
At 8:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veistu Íris Dögg, ef ég ætti stærri íbúð myndi ég ekki hika við að splæsa í svona hreingerningarþjónustu! Finnst ég bara ekki geta réttlætt það eins og er þar sem ég er bara í rúmlega 70 fermetra íbúð og "heimavinnandi" í þokkabót ;)
Kv. Beta

 
At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið gella.
kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home