föstudagur, júlí 29, 2005

Mótmælandi Íslands

Ég nennti sjaldan að horfa á fræðsluþætti og svona í imbanum en núna hef ég meira gaman af því (spurning hvort aldurinn spilar eitthvað þarna inn í.....hu humm......) og ég var til dæmis að horfa á þáttinn Mótmælandi Íslands en hann fjallar um ekki ómerkari mann en Helga Hóseasson og mótmæli hans og baráttu við íslenska kerfið, íslensku kirkjuna, og íslenska ríkið.......harkan í þessum manni...að standa á horninu á hverjum degi í hvaða veðri sem er og mótmæla með spjöldum sem hann leggur mikla vinnu og natni í!!! Hann fór um borgina og safnaði jólatrjám til að nota til að gera mótmælaspjöldin sín!! Engin eru nú lætin í honum í dag, ekki eins og þegar hann sletti skyrinu eða kveikti í kirkjunni (sem er reyndar ekki fullsannað)!!! Mér finnst kallinn flottur, þvílíkt safn sem heimilið hans er og hvernig hann talaði um konuna sína, ég fékk tár í augun þegar hún dó.....tónlistin hans Sigurjóns Kjartans í myndinni líka svona falleg...gott efni þar á ferð.
Í framhaldi af því ákvað ég að glugga í bókina "Á meðan einhver ennþá þorir- Mannréttindabarátta Helga Hóseassonar" eftir Einar Björgvinsson og er hún bara býsna áhugaverð.
Ég hef svo oft séð hann Helga Hóseasson með spjöldin sín þegar ég fer til afa og Ingu og oft fundist hann vera mjög einkennilegur....en eftir að hafa séð þáttinn þá skil ég hann miklu betur.....og var nokkuð sammála honum með margt....spurning um að nostra við nokkrar spýtur og taka þátt í mótmælum með honum????

En talandi um mótmæli....bara allt að verða(eða orðið öllu heldur) vitlaust á Kárahnjúkum, löggan að fara offorsi yfir nokkrum mótmælendum....hvar var löggan þegar brotið var á starfsmönnum Kárahnjúka trekk í trekk....ég bara spyr??? Ekki voru þeir að rjúka upp til handa og fóta þá...ó nei. Þá var öllum sama, og þegar menn slasa sig og yfirmenn bara “gleyma” að tilkynna það...úppsss...skiptir ekki!!!
Heimur versnandi fer og ríkið eyðir fullt af peningum við að senda lögguna og vikingasveitina og alles...verst að herinn hans Björns Bjarna er ekki tilbúinn....eða hvað???? Alla vega eru sumarleyfi lögreglumanna afturkölluð til að hægt sé að senda þá á Kárahnjúka....hér sé stuð!!!

...og bílstjórar....nú á bara að taka gísla....hehehe...það var mikið að einhver stétt stendur svolítið saman og hættir að láta taka sig í rassg.......úppsss......best að segja sem minnst þar til að maður hefur séð hvort eitthvað verður úr þessu.....fylgist spennt með!!!!
Áfram áfram áfram bílstjóri :)

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Bækur...

eru nauðsynlegar. Þær eru líka misgóðar, sumar eru hreinlega lélegar og ótrúlegt að þær hafi verið gefnar út en svo eru aðrar sem eru svo góðar að þær ættu hreinlega að vera skyldulesning.

Ég hef alltaf verið mikill bókaormur en hef lesið misjafnar bókmenntir í gegnum tíðina og vel flestar hafa verið afþreygingabækur, sumar les maður bara á ská niður blaðsíðuna því það gerist ekkert merkilegt og þær skilja ekkert eftir sig. Það er svo sem allt í lagi endrum og eins, mér þykir gott að slappa af með bók í hönd og stundum er gott að lesa og þurfa ekkert að hugsa (fæ nóg af því þegar ég les námsbækurnar.....)

Ég hef oft heyrt fólk tala um að einhver bók hafi haft svo mikil áhrif á líf þess og þá detta mér oft svona sjálfshjálparbækur í hug EN..um daginn var mér bent á að lesa bók sem er talin vera ein besta bók heimsins, alla vega ein af tíu bestu bókum heimsins.....svo ég rauk í bókabúðina og keypti bókina...án þess þó að trúa að hún ætti eftir að hafa einhver djúpstæð áhrif á mig EN það fór á annan veg.....ég las bókina ofurhægt og vildi alls ekki að henni myndi ljúka, hún er svo falleg og gefandi þó hún fjalli um hluti sem maður á að vita og á að gera sér grein fyrir. Þessi saga er einföld og flókin í senn og ég verð að segja að ég hef aldrei lesið neina bók sem situr svona í mér og skilur svo mikið eftir sig, ég er bara ekki sama manneskja eftir það.....ég SVER það......Bókin heitir "The Alchemist" (Alkemistinn) og er eftir Paolo Coelho.

Eini gallinn við þessa mögnuðu upplifun er að nú finnst mér engin bók eins góð og nýt ekki lestur þeirra bóka sem ég hef verið að reyna að byrja á undanfarið...eins og t.d "Heimsins heimskasti pabbi" (teljast ekki bókmenntir í samanburði við Alkemistann) þannig að á morgun liggur leið mín í bókabúðina og þar ætla ég að kaupa tvær bækur, "11 mínútur" og "Veronica decides to die" eftir sama höfund og lesa í flugvélinni og í "siesta" á Lanzarote.....ohhhhh....ég hlakka svo til!!!!


Mæli hiklaust með Alkemistanum........ÞIÐ VERIÐIÐ EKKI SÖM Á EFTIR!!!!!!! Halelúja!!!! :)

p.s verð reyndar líka að nefna bókina "Svo fögur bein" sem er líka ákaflega átakanleg og ótrúleg saga......

mánudagur, júlí 25, 2005

AKP...

...er skammstöfun fyrir orðið AÐKOMUPAKK en það kallast t.d fólk sem kemur til Vestmannaeyja en er ekki þaðan. Ég segist alltaf vera frá Vestmannaeyjum og hef aldrei litið á mig sem AKP þótt að ég hafi verið 10 ára þegar ég flutti þangað og þótti þetta ekki sérlega spennandi staður...mér fannst þetta allt svo stórt, of mikið af bílum, margar götur-ég myndi aldrei læra að rata þarna svo ég tali nú ekki um lyktina.....helv...gúanófýla yfir allri eyjunni....oj bara...ég hélt að mamma og pabbi væru gengin af göflunum að vilja frekar búa þarna en á Hvanneyri, þeim fallega og rólega stað....en jú jú...þetta vildu þau...eða mamma...amma og afi bjuggu þarna sem og systkini mömmu og fjölskyldur þeirra ásamt ótal ættingjum, vinum, vandamönnum, kunningjum og fleirum.
En mér leist sko alls ekki á þetta, enda með frekar lítið hjarta..ja reyndar bara helvítis hræðslupúki og fljótlega fluttum við í miðbæinn...ó já alveg niður í bæ og þar voru nú oft skrautlegar týpur....Kúti einhenti og bæjarrónarnir og ég var alltaf skíthrædd við þá (greyin, þeir gerðu ekki flugu mein).

Svo var það bara held ég á fyrstu eða annarri þjóðhátíðinni eftir að við fluttum til eyja að mamma og pabbi fóru með okkur í dalinn og það fór ekki betur en svo að ég, skræfan sjálf, fékk næstum taugaáfall yfir öllu þessu fulla fólki og ÆLDI af hræðslu inni í dal svo mamma og pabbi þurftu bara hreinlega að fara með mig heim.......Já þá grunaði mig nú ekki að ég ætti eftir að vera ein af þessu "fulla fólki" seinna meir...ó nei!!!

En þjóðhátíð er frábær hátíð....en undanfarin ár hef ég alveg sleppt því að fara til eyja og hef bara verið í Reykjavík, Laugarási og á Selfossi og ekki haft neinn áhuga á því að fara til eyja....að þessu leyti held ég að ég verði að teljast AKP því það sem meira er...ég hef sl. 3 ár farið til eyja í sumarfrí og farið aftur frá eyjum á mánudegi eða þriðjudegi FYRIR þjóðhátíð!!!! Hvað er að?
Og í eyjum spyr fólk hvort ég sé komin til að vera á þjóðhátíðinni og ég neita, segist vera að fara og fólk bara missir andlitið og finnst ég frekar einkennileg...en ég fór með Grétu á þjóðhátíð fyrir 2 árum og mér fannst þetta ekki vera nein fjölskylduhátíð, fannst þetta ekki vera neitt sem maður mætti ekki missa af, skemmtiatriðin voru hörmung, fólk mætti seint í dalinn (og ekki var það veðrinu að kenna) og á daginn var barnaskemmtunin ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Hvað er svona fjölskylduvænt við þetta??

En ég á samt ótal margar góðar minningar frá Þjóðhátíð og væri alveg til í að skella mér....en þá barnlaus...mér finnst þetta meira fyrir fullorðna en börn!!!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Breytingar...

...eru oftast af hinu góða....stundum tekur það mann dálítinn tíma að átta sig á því en það gerist oftast að lokum...og allt þarf maður að nýta sér í hag!!!

Undanfarna viku hafa miklar breytingar átt sér stað á mínu heimili....

Breyting #1
Á sunnudaginn fyrir rúmri viku var búslóðin min borin hér út í bílskúr, inn í geymslu, fram á gang og í sameignina þar sem verið var að parket-leggja íbúðina, mála, setja nýjar innihurðar og ég veit ekki hvað og hvað.
Á meðan á öllu þessu stóð bjuggum við mæðgur í góðu yfirlæti hjá Óla bróður. Við litum hér við á hverjum degi til að sjá hvernig gengi og hvort eitthvað væri hægt að nota okkur....en smiðirnir sáu nú um allt og engin þörf fyrir okkur.

Breyting #2
... var sú að ég sendi Grétu mína eina með flugi til ömmu og afa í Vestmanneyjum...mömmuhjartað sló hratt þegar vélin fór í loftið og var ekki rórra fyrr en skvísan hringdi af flugvellinum í eyjum!!! Allt í einu var ég heimilislaus og barnlaus...og vissi varla hvað ég átti af mér að gera, gat ekkert gert heima hjá mér fyrr en á fimmtudag...

Breyting #3
....jú jú fyrst búið var að breyta svona miklu ákvað ég að halda áfram og breyta uppröðuninni á heimilinu....ég færði mig um herbergi, Gréta fékk leikherbergi, stofan fær nokkuð nýtt útlit og holið líka!!!

Breyting #4
...það er ekki nóg að breyta heimilinu....maður verður jú stundum að taka til í sjálfum sér og breyta sinni "innréttingu" líka...þannig að nú voru góð ráð dýr....þar sem ég hef verið töluverður safnari svona (án þess að hafa pláss fyrir það sem ég hef viljað safna) þá ákvað mín að nú væri kominn tími til að kíkja í alla þessa kassa sem hafa verið undir rúmi, inni í skáp, uppi á hillu og víðar, og hafa ekki verið opnaðir í fjölda ára.....og jesús Bobby....það sem ekki kom í ljós.....Glósubók síðan í Tjáningu 102, Líf með Jesú (fermingarfræðslubókin), afmæliskort síðan ég var 18 ára eða eitthvað, gamlir ballmiðar...ja reyndar bara allskonar gamlir miðar, úrklippubókin mín um Kristján Arason, servíettusafn síðan ég var 8 ára og bara hitt og þetta!!!

Það sem vakti mesta kátínu var að ég fann poka með gömlum "bréfum" sem ég og vinir mínar síðan í 10.bekk....Kristbjörg mín, Jónína Sigurðar, Haffi Hannesar, Guðný Halldórs, Sara Guðjóns og Laufey Jörgens og fleiri skrifuðum á milli og afhentum þegar við skiptum um stofur...ég las hvert og eitt einasta bréf og það eru sko fáar gamanmyndir sem geta skemmt mér eins og þetta.....En hafið engar áhyggjur...ég ákvað að nú væri nóg komið og reif hvert og eitt einasta bréf eftir að hafa lesið það!!!!!!!
Umræðuefnið var oftar en ekki upplifun okkar af því að labba hring eftir hring eftir hring í bænum helgi eftir helgi eftir helgi....hvort við hefðum séð strákana sem við vorum skotnar í á þeim tíma, hver hefði verið hvar og með hverjum og ég verð nú að játa að sorpritið Hér og nú hefði bara getað verið stolt af okkar fréttamennsku og slúðri!!!!!

Ó já breytingar eru bara til hins betra!!!!!!

laugardagur, júlí 02, 2005

Lengi lifir í gömlum glæðum!!

Ó já.....Wham-arinn ég lét aðalkeppinauta George og Andrews ekki framhjá mér fara og skellti mér á Duran Duran tónleikana, því líkurnar á því að Wham komi saman og spili hér eru akkúrat ENGAR, hehehe.....og vá.....þvílíkt sem var gaman....ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég ætti eftir að skemmta mér svona líka vel yfir hallærislegum fimmtugum köllum sem voru að reyna allt hvað þeir gátu til að æsa lýðinn eins og í gamla daga.......en jú jú....ég hafði meira en lítið gaman af þeim......stemningin var slík og þvílík að allt ætlaði að verða vitlaust þegar Wild Boys, Hungry like the wolf, Planet Earth, Ordinary World og fleiri góð lög byrjuðu að hljóma.....

Fyrst þegar þeir komu inn fannst mér þeir bara svakalega svalir og töff en....þegar ljósin kviknuðu almennilega og maður sá þá betur......NOT.....eiginlega fannst mér John Taylor og Nick Rhodes vera þeir einu sem litu nokkurn veginn út eins og í denn....náttúrulega eru þeir nánast jafn miklir töffarar og forðum daga (eða reyna það að minnsta kosti...hehehe) en ég læt það nú vera að Simon Le Bon sé frábær söngvari.....hehehehe......en takmarkinu var samt náð....þeir náðu upp rífandi stemmningu og 11.000 manns sungu hástöfum með gömlum slögurum...ekki laust við að maður fengi gæsahúð!!! Ef það var þá hægt þar sem hitinn var svo mikill að maður stóð límdur við næsta mann....ojojoj....

Fyndið að spá í það að svo virðist sem það hafi verið sér-íslenskt fyrirbæri þessi metingur milli Wham og Duran Duran aðdáénda því ekki vildu þeir Duran Duran menn kannast við einhvern "ríg" þegar þeir voru spurði um það hér á landi...og einnig var maður frænku minnar með okkur á tónleikunum en hann er Svíi og hann skildi ekkert í þessu af hverju allir hér voru að spyrja hvort hann hefði verið Duran Duran maður eða Wham-ari!!! Hann spurði nú bara hvort ekki hefði mátt "fíla" báðar hljómsveitirnar......Döh :)

Það er svo gaman að hugsa til baka um þennan tíma, ég man eftir einum vini Óla bróður sem var sko Duran Duran aðdáandi númer 1, 2 og 3 og hann átti svona kassettu-tæki eins og voru vinsæl á þessum tíma....nema hvað... Duran Duran voru búnir að vera í toppsæti Vinsældarlista Rásar 2 í margar vikur þegar Wham kemur með einn slagara og fer beint í fyrsta sætið og vinurinn verður svona líka svekktur, tekur kasettutækið upp og grýtir því í vegginn og það fer í tætlur....svona var stuðningurinn mikill....heheheh!!!!