Breytingar...
...eru oftast af hinu góða....stundum tekur það mann dálítinn tíma að átta sig á því en það gerist oftast að lokum...og allt þarf maður að nýta sér í hag!!!
Undanfarna viku hafa miklar breytingar átt sér stað á mínu heimili....
Breyting #1
Á sunnudaginn fyrir rúmri viku var búslóðin min borin hér út í bílskúr, inn í geymslu, fram á gang og í sameignina þar sem verið var að parket-leggja íbúðina, mála, setja nýjar innihurðar og ég veit ekki hvað og hvað.
Á meðan á öllu þessu stóð bjuggum við mæðgur í góðu yfirlæti hjá Óla bróður. Við litum hér við á hverjum degi til að sjá hvernig gengi og hvort eitthvað væri hægt að nota okkur....en smiðirnir sáu nú um allt og engin þörf fyrir okkur.
Breyting #2
... var sú að ég sendi Grétu mína eina með flugi til ömmu og afa í Vestmanneyjum...mömmuhjartað sló hratt þegar vélin fór í loftið og var ekki rórra fyrr en skvísan hringdi af flugvellinum í eyjum!!! Allt í einu var ég heimilislaus og barnlaus...og vissi varla hvað ég átti af mér að gera, gat ekkert gert heima hjá mér fyrr en á fimmtudag...
Breyting #3
....jú jú fyrst búið var að breyta svona miklu ákvað ég að halda áfram og breyta uppröðuninni á heimilinu....ég færði mig um herbergi, Gréta fékk leikherbergi, stofan fær nokkuð nýtt útlit og holið líka!!!
Breyting #4
...það er ekki nóg að breyta heimilinu....maður verður jú stundum að taka til í sjálfum sér og breyta sinni "innréttingu" líka...þannig að nú voru góð ráð dýr....þar sem ég hef verið töluverður safnari svona (án þess að hafa pláss fyrir það sem ég hef viljað safna) þá ákvað mín að nú væri kominn tími til að kíkja í alla þessa kassa sem hafa verið undir rúmi, inni í skáp, uppi á hillu og víðar, og hafa ekki verið opnaðir í fjölda ára.....og jesús Bobby....það sem ekki kom í ljós.....Glósubók síðan í Tjáningu 102, Líf með Jesú (fermingarfræðslubókin), afmæliskort síðan ég var 18 ára eða eitthvað, gamlir ballmiðar...ja reyndar bara allskonar gamlir miðar, úrklippubókin mín um Kristján Arason, servíettusafn síðan ég var 8 ára og bara hitt og þetta!!!
Það sem vakti mesta kátínu var að ég fann poka með gömlum "bréfum" sem ég og vinir mínar síðan í 10.bekk....Kristbjörg mín, Jónína Sigurðar, Haffi Hannesar, Guðný Halldórs, Sara Guðjóns og Laufey Jörgens og fleiri skrifuðum á milli og afhentum þegar við skiptum um stofur...ég las hvert og eitt einasta bréf og það eru sko fáar gamanmyndir sem geta skemmt mér eins og þetta.....En hafið engar áhyggjur...ég ákvað að nú væri nóg komið og reif hvert og eitt einasta bréf eftir að hafa lesið það!!!!!!!
Umræðuefnið var oftar en ekki upplifun okkar af því að labba hring eftir hring eftir hring í bænum helgi eftir helgi eftir helgi....hvort við hefðum séð strákana sem við vorum skotnar í á þeim tíma, hver hefði verið hvar og með hverjum og ég verð nú að játa að sorpritið Hér og nú hefði bara getað verið stolt af okkar fréttamennsku og slúðri!!!!!
Ó já breytingar eru bara til hins betra!!!!!!
2 Comments:
Hey...hefðir átt að bjóða mér í heimsókn yfir þessum bréfum. Ég á einmitt líka hrúgu af þessu...les þetta á nokkra ára fresti og skemmti mér vel :-) bk. Laufey
Þetta hefur aldeilis rifjað upp gamla og skemmtilega tíma ;-)
Bréfabunkinn minn hefur flakkað mikið með mér og ég er alltaf á leiðinni að henda honum. Ætli ég geri ekki eins og þú og lesi þetta í síðasta sinn en geymi kannski eitt bréf frá hverjum áður en ég hendi þeim. Nenni ekki að ferðast með þetta enn einu sinni þegar við flytjum aftur til Íslands, hehe.
Skrifa ummæli
<< Home