Lengi lifir í gömlum glæðum!!
Ó já.....Wham-arinn ég lét aðalkeppinauta George og Andrews ekki framhjá mér fara og skellti mér á Duran Duran tónleikana, því líkurnar á því að Wham komi saman og spili hér eru akkúrat ENGAR, hehehe.....og vá.....þvílíkt sem var gaman....ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég ætti eftir að skemmta mér svona líka vel yfir hallærislegum fimmtugum köllum sem voru að reyna allt hvað þeir gátu til að æsa lýðinn eins og í gamla daga.......en jú jú....ég hafði meira en lítið gaman af þeim......stemningin var slík og þvílík að allt ætlaði að verða vitlaust þegar Wild Boys, Hungry like the wolf, Planet Earth, Ordinary World og fleiri góð lög byrjuðu að hljóma.....
Fyrst þegar þeir komu inn fannst mér þeir bara svakalega svalir og töff en....þegar ljósin kviknuðu almennilega og maður sá þá betur......NOT.....eiginlega fannst mér John Taylor og Nick Rhodes vera þeir einu sem litu nokkurn veginn út eins og í denn....náttúrulega eru þeir nánast jafn miklir töffarar og forðum daga (eða reyna það að minnsta kosti...hehehe) en ég læt það nú vera að Simon Le Bon sé frábær söngvari.....hehehehe......en takmarkinu var samt náð....þeir náðu upp rífandi stemmningu og 11.000 manns sungu hástöfum með gömlum slögurum...ekki laust við að maður fengi gæsahúð!!! Ef það var þá hægt þar sem hitinn var svo mikill að maður stóð límdur við næsta mann....ojojoj....
Fyndið að spá í það að svo virðist sem það hafi verið sér-íslenskt fyrirbæri þessi metingur milli Wham og Duran Duran aðdáénda því ekki vildu þeir Duran Duran menn kannast við einhvern "ríg" þegar þeir voru spurði um það hér á landi...og einnig var maður frænku minnar með okkur á tónleikunum en hann er Svíi og hann skildi ekkert í þessu af hverju allir hér voru að spyrja hvort hann hefði verið Duran Duran maður eða Wham-ari!!! Hann spurði nú bara hvort ekki hefði mátt "fíla" báðar hljómsveitirnar......Döh :)
Það er svo gaman að hugsa til baka um þennan tíma, ég man eftir einum vini Óla bróður sem var sko Duran Duran aðdáandi númer 1, 2 og 3 og hann átti svona kassettu-tæki eins og voru vinsæl á þessum tíma....nema hvað... Duran Duran voru búnir að vera í toppsæti Vinsældarlista Rásar 2 í margar vikur þegar Wham kemur með einn slagara og fer beint í fyrsta sætið og vinurinn verður svona líka svekktur, tekur kasettutækið upp og grýtir því í vegginn og það fer í tætlur....svona var stuðningurinn mikill....heheheh!!!!
6 Comments:
hhehehehe. já þetta voru fyndnir tímar og manstu þegar maður hljóp í frímínútunum niður í bókabúð þegar ný sending barst af Bravo-blöðunum góðu...:) Örtröðin og hamagangurinn var eins og þegar BT opnar nýja búð... Þetta var ótrúlegt ÆÐI...kv. ragnajenny...
Hæ ég náði ekkert að hitta þíg á tónleikunum en það er kannski vegna þess að ég missti mig alveg algjörlega þangað til það(næstum) því leið yfir mig.ég var ekki í sambandi í 2 tíma hoppaði og gargaði eins og væri 16again.Hvernig var hjá Siggu svo, því miður komst ekki.Næst.... Herdís
Takk fyrir síðast, mín kæra!Loksins gaf ég mér tíma til að kíkja á þig. Gerði mér ekki grein fyrir að þú værir svona djúp! Hlakka til að kíkja á þig í framtíðinni!
Ástarkveðjur
Sigga
Sammála þér Íris með að Duran félagar hafi elst (annað óeðlilegt svo sem :) Ég var að horfa á Stöðvar 2 frétt frá tónleikunum á netinu nú í kvöld. Kannski var það bara lýsingin á tónleikunum (eða myndgæðin á vefnum) en mér fannst bassa Taylorinn vera með sama hárið og í den...reyndar aðeins þynnra, minnti mig soldið á myndina "Coneheads" manstu...he,he.
Mín Duran minning er "Duran Duran leikurinn" þar sem tennisspaðar virkuðu betur en heimsins bestu hljóðfæri ;)
Bestu kveðjur frá Danmörku,
Sighvatur "Taylor" :O)
Hehehehehe þetta er eitt sérkennilegasta tímabilið sem ég hef upplifað en ég var þvílíkt heitur Wham-ari ásamt mínum vinkonum. Man vel eftir því þegar Jóna Sveins. sveik svo lit og gerðist Duran Duran gella... sver það að ég spurði hana með tárin í augunum hvort henni væri alvara og hvað hefði eiginlega gerst?!?!?! :) Kv. Beta
Sæl og takk fyriri síðast :)
Já þetta voru sko geggjaðir tónleikar. Ég var líka Duran Duran aðdáandi í gamla daga. Shit er maður orðinn gamall eða hvað. En ég man vel þegar foreldrar mínir gáfu mér kassettutæki í afmælisgjöf og Duran Duran snældu með. Hún var náttúrlega spiluð alveg þangað til að hún gaf upp öndina. Já þetta voru gömlu góðu dagarnir :)
Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home