AKP...
...er skammstöfun fyrir orðið AÐKOMUPAKK en það kallast t.d fólk sem kemur til Vestmannaeyja en er ekki þaðan. Ég segist alltaf vera frá Vestmannaeyjum og hef aldrei litið á mig sem AKP þótt að ég hafi verið 10 ára þegar ég flutti þangað og þótti þetta ekki sérlega spennandi staður...mér fannst þetta allt svo stórt, of mikið af bílum, margar götur-ég myndi aldrei læra að rata þarna svo ég tali nú ekki um lyktina.....helv...gúanófýla yfir allri eyjunni....oj bara...ég hélt að mamma og pabbi væru gengin af göflunum að vilja frekar búa þarna en á Hvanneyri, þeim fallega og rólega stað....en jú jú...þetta vildu þau...eða mamma...amma og afi bjuggu þarna sem og systkini mömmu og fjölskyldur þeirra ásamt ótal ættingjum, vinum, vandamönnum, kunningjum og fleirum.
En mér leist sko alls ekki á þetta, enda með frekar lítið hjarta..ja reyndar bara helvítis hræðslupúki og fljótlega fluttum við í miðbæinn...ó já alveg niður í bæ og þar voru nú oft skrautlegar týpur....Kúti einhenti og bæjarrónarnir og ég var alltaf skíthrædd við þá (greyin, þeir gerðu ekki flugu mein).
Svo var það bara held ég á fyrstu eða annarri þjóðhátíðinni eftir að við fluttum til eyja að mamma og pabbi fóru með okkur í dalinn og það fór ekki betur en svo að ég, skræfan sjálf, fékk næstum taugaáfall yfir öllu þessu fulla fólki og ÆLDI af hræðslu inni í dal svo mamma og pabbi þurftu bara hreinlega að fara með mig heim.......Já þá grunaði mig nú ekki að ég ætti eftir að vera ein af þessu "fulla fólki" seinna meir...ó nei!!!
En þjóðhátíð er frábær hátíð....en undanfarin ár hef ég alveg sleppt því að fara til eyja og hef bara verið í Reykjavík, Laugarási og á Selfossi og ekki haft neinn áhuga á því að fara til eyja....að þessu leyti held ég að ég verði að teljast AKP því það sem meira er...ég hef sl. 3 ár farið til eyja í sumarfrí og farið aftur frá eyjum á mánudegi eða þriðjudegi FYRIR þjóðhátíð!!!! Hvað er að?
Og í eyjum spyr fólk hvort ég sé komin til að vera á þjóðhátíðinni og ég neita, segist vera að fara og fólk bara missir andlitið og finnst ég frekar einkennileg...en ég fór með Grétu á þjóðhátíð fyrir 2 árum og mér fannst þetta ekki vera nein fjölskylduhátíð, fannst þetta ekki vera neitt sem maður mætti ekki missa af, skemmtiatriðin voru hörmung, fólk mætti seint í dalinn (og ekki var það veðrinu að kenna) og á daginn var barnaskemmtunin ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Hvað er svona fjölskylduvænt við þetta??
En ég á samt ótal margar góðar minningar frá Þjóðhátíð og væri alveg til í að skella mér....en þá barnlaus...mér finnst þetta meira fyrir fullorðna en börn!!!
4 Comments:
Drífðu þig með mér á þjóðhátíð dúllan mín. Ég fer barnlaus, enda myndi ég ekki nenna að vera þunn og fara að horfa á brúðubílinn.....
Kv. Ingunn
ja....ekki væri það leiðinlegt...gætum nú rifjað upp gamla tíma og djammað af okkur rassgatið...og færum létt með það...EN...það verður að bíða betri tíma...útlöndin bíða mín á þriðjudeginum eftir þjóðhátíð.....spara spara.....takk fyrir gott boð anyway elskan!!!
Íris sko...þú ert alveg ótrúleg ! Koma svo - drífa sig bara til eyja...svona hubhub...
Hehe Laufey...neibb, það er sko bara Árbæjarsafnið og túristaleikur í Reykjavík hjá mér og Grétu....gaman gaman.....
Skrifa ummæli
<< Home