Mótmælandi Íslands
Ég nennti sjaldan að horfa á fræðsluþætti og svona í imbanum en núna hef ég meira gaman af því (spurning hvort aldurinn spilar eitthvað þarna inn í.....hu humm......) og ég var til dæmis að horfa á þáttinn Mótmælandi Íslands en hann fjallar um ekki ómerkari mann en Helga Hóseasson og mótmæli hans og baráttu við íslenska kerfið, íslensku kirkjuna, og íslenska ríkið.......harkan í þessum manni...að standa á horninu á hverjum degi í hvaða veðri sem er og mótmæla með spjöldum sem hann leggur mikla vinnu og natni í!!! Hann fór um borgina og safnaði jólatrjám til að nota til að gera mótmælaspjöldin sín!! Engin eru nú lætin í honum í dag, ekki eins og þegar hann sletti skyrinu eða kveikti í kirkjunni (sem er reyndar ekki fullsannað)!!! Mér finnst kallinn flottur, þvílíkt safn sem heimilið hans er og hvernig hann talaði um konuna sína, ég fékk tár í augun þegar hún dó.....tónlistin hans Sigurjóns Kjartans í myndinni líka svona falleg...gott efni þar á ferð.
Í framhaldi af því ákvað ég að glugga í bókina "Á meðan einhver ennþá þorir- Mannréttindabarátta Helga Hóseassonar" eftir Einar Björgvinsson og er hún bara býsna áhugaverð.
Ég hef svo oft séð hann Helga Hóseasson með spjöldin sín þegar ég fer til afa og Ingu og oft fundist hann vera mjög einkennilegur....en eftir að hafa séð þáttinn þá skil ég hann miklu betur.....og var nokkuð sammála honum með margt....spurning um að nostra við nokkrar spýtur og taka þátt í mótmælum með honum????
En talandi um mótmæli....bara allt að verða(eða orðið öllu heldur) vitlaust á Kárahnjúkum, löggan að fara offorsi yfir nokkrum mótmælendum....hvar var löggan þegar brotið var á starfsmönnum Kárahnjúka trekk í trekk....ég bara spyr??? Ekki voru þeir að rjúka upp til handa og fóta þá...ó nei. Þá var öllum sama, og þegar menn slasa sig og yfirmenn bara “gleyma” að tilkynna það...úppsss...skiptir ekki!!!
Heimur versnandi fer og ríkið eyðir fullt af peningum við að senda lögguna og vikingasveitina og alles...verst að herinn hans Björns Bjarna er ekki tilbúinn....eða hvað???? Alla vega eru sumarleyfi lögreglumanna afturkölluð til að hægt sé að senda þá á Kárahnjúka....hér sé stuð!!!
...og bílstjórar....nú á bara að taka gísla....hehehe...það var mikið að einhver stétt stendur svolítið saman og hættir að láta taka sig í rassg.......úppsss......best að segja sem minnst þar til að maður hefur séð hvort eitthvað verður úr þessu.....fylgist spennt með!!!!
Áfram áfram áfram bílstjóri :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home