miðvikudagur, júlí 27, 2005

Bækur...

eru nauðsynlegar. Þær eru líka misgóðar, sumar eru hreinlega lélegar og ótrúlegt að þær hafi verið gefnar út en svo eru aðrar sem eru svo góðar að þær ættu hreinlega að vera skyldulesning.

Ég hef alltaf verið mikill bókaormur en hef lesið misjafnar bókmenntir í gegnum tíðina og vel flestar hafa verið afþreygingabækur, sumar les maður bara á ská niður blaðsíðuna því það gerist ekkert merkilegt og þær skilja ekkert eftir sig. Það er svo sem allt í lagi endrum og eins, mér þykir gott að slappa af með bók í hönd og stundum er gott að lesa og þurfa ekkert að hugsa (fæ nóg af því þegar ég les námsbækurnar.....)

Ég hef oft heyrt fólk tala um að einhver bók hafi haft svo mikil áhrif á líf þess og þá detta mér oft svona sjálfshjálparbækur í hug EN..um daginn var mér bent á að lesa bók sem er talin vera ein besta bók heimsins, alla vega ein af tíu bestu bókum heimsins.....svo ég rauk í bókabúðina og keypti bókina...án þess þó að trúa að hún ætti eftir að hafa einhver djúpstæð áhrif á mig EN það fór á annan veg.....ég las bókina ofurhægt og vildi alls ekki að henni myndi ljúka, hún er svo falleg og gefandi þó hún fjalli um hluti sem maður á að vita og á að gera sér grein fyrir. Þessi saga er einföld og flókin í senn og ég verð að segja að ég hef aldrei lesið neina bók sem situr svona í mér og skilur svo mikið eftir sig, ég er bara ekki sama manneskja eftir það.....ég SVER það......Bókin heitir "The Alchemist" (Alkemistinn) og er eftir Paolo Coelho.

Eini gallinn við þessa mögnuðu upplifun er að nú finnst mér engin bók eins góð og nýt ekki lestur þeirra bóka sem ég hef verið að reyna að byrja á undanfarið...eins og t.d "Heimsins heimskasti pabbi" (teljast ekki bókmenntir í samanburði við Alkemistann) þannig að á morgun liggur leið mín í bókabúðina og þar ætla ég að kaupa tvær bækur, "11 mínútur" og "Veronica decides to die" eftir sama höfund og lesa í flugvélinni og í "siesta" á Lanzarote.....ohhhhh....ég hlakka svo til!!!!


Mæli hiklaust með Alkemistanum........ÞIÐ VERIÐIÐ EKKI SÖM Á EFTIR!!!!!!! Halelúja!!!! :)

p.s verð reyndar líka að nefna bókina "Svo fögur bein" sem er líka ákaflega átakanleg og ótrúleg saga......

5 Comments:

At 11:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þetta er stórkostleg bók.. En ég neyðist til að vara þig við hinum bókunum hans.. Þær eru góðar, en standast varla samanburð við Alkemistann... Bara svona svo þú gerir þér ekki of miklar vonir..:) En góða skemmtun...kv.ragnajenny

 
At 11:10 e.h., Blogger IrisD said...

Já Ragna Jenný, hef inmitt heyrt að þær séu góðar en ekki nærri því eins góðar og Alkemistinn...takk fyrir viðvörunina..hehehe

 
At 9:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk 11 mínútur í jólagjöf og byrjaði að lesa en einhvern veginn hef ekki enn náð að klára þá bók. Alkemistann las ég á dögunum og er sammála - þetta er stórverk! Hins vegar er ég núna að lesa nýju Harry Potter bókina, beint ofan í snilldarverkið og það virðist bara vera fínasta jafnvægi þar á milli hehehehe enda átti ég nú ekki von á að Potterinn myndi breyta mér sem manneskju og sýn minni á lífið ;) ;) ;)

Bækur eru mér nánast jafn nauðsynlegar og matur, fæði fyrir hugann svo að hann veslist ekki upp og deyji hreinlega úr hungri... Kv. Elísabet

 
At 11:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu ég fór beint í bókabúð og varð mér úti um bókina svo fögur bein... Mér er orða vant...Þetta var stórkostleg bók.. Takk fyrir ábendinguna...:) kv. ragnajenny

 
At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við erum greinilega miklir lestrarhestar stelpur....ég hef aldrei verið í eins miklu lestrarstuði og nú - enda ekki í ástandi til að gera mikið annað svona ólétt :-) - ætla mér að lesa Alkemistann og Svo fögur bein.
Koma svo !
bk. Laufey

 

Skrifa ummæli

<< Home