Leti og lestrarhátið
Ég get svarið það, ég hef toppað sjálfa mig í leti um jólin. Ég hreinlega hélt að ég gæti ekki legið svona mikið fyrr en ég væri komin undir græna torfu en...annað kom á daginn. Og mikið svakalega finnst mér þetta gott...það skelfir mig samt!!!
Allavega....við Gréta komum mömmu aldeilis á óvart á 22.des þegar við flugum til eyja en hún hélt að við værum í Herjólfi. Vélin átti að fara frá Rvk kl.16.45 en fór svo ekki fyrr en 19.30 og þá var næstum hætt við flugið vegna snjókomu í eyjum. Plottið okkar var næstum að fara út um þúfur og ég alltaf að hringja í pabba og mamma alltaf að spurja hann hver væri alltaf að hringja. Óli bróðir hringdi svo í mömmu úr Þorlákshöfn og sagði að við værum öll komin þangað og um borð í Herjólf...hehehehe. Svo laumaðist pabbi út og sótti okkur á flugvöllinn og ég get svarið það að ég hélt að mamma fengi áfall þegar við birtumst hér á Vestmannabrautinni. Hún vissi ekkert hvað var að gerast og hélt fyrst að Gréta væri Birta en sá mig svo og var bara orð-og sviplaus í svona 15.sek og hrópaði svo bara HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA??? hehehehe....en gladdist svo auðvitað óendanlega þegar hún var búin að ná sér og átta sig á því að þetta værum við!!!!!
Nú...síðan var bara verið að gera og græja og undirbúa jólin og áttum við bara yndislegt aðfangadagskvöld og maður þakkar fyrir að geta verið í faðmi fjölskyldunnar og notið jólanna saman. Að vera við hestaheilsu og geta notið lífsins áhyggjulaust er eitthvað sem maður lærir að ganga ekki að sem gefnum hlut.
Bókalistinn minn fyrir árið 2008 er að styttast þar sem ég er þegar búin með 2 bækur af honum, og árið 2008 ekki enn komið!!! Eflaust bætast aðrar bækur við á nýja árinu!!!
Ég fékk náttúrlega nokkrar bækur í jólagjöf, allt bækur sem voru á listanum mínum góða en það voru:
- Harðskafi e. Arnald Indriðason
- Nornin frá Portobello e. Paolo Coelho
- Í öðru landi e. Eddu Andrésdóttur
- Þúsund bjartar sólir e. Khalid Hosseini
En ég byrjaði á að lesa bók sem Óli fékk í afmælisgjöf og það var bókin ASKA eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hún var þrælfín og skemmtilegt að lesa hana þar sem hún gerist hér í Vestmannaeyjum. Nú og svo er ég búin með Harðskafa eftur Arnald og leist mér mjög vel á hana. Hún er aðeins öðruvísi en hinar bækurnar hans, maður fær að vita meira um Erlend og svona....spennó.
Svo ég hvet ykkur til að velja ykkur eina bók og byrja að lesa!!!!