Jóla jóla!!
Við mæðgur vorum heima í dag þar sem ég þurfti að sækja Grétu í skólann í gær þar sem hún var með hálsbólgu, hausverk og bara ískalt. Við drifum okkur bara heim og hún upp í sófa að horfa á mynd og hafa það huggulegt.
Í dag var hún örlítið hressari og við notuðum tímann vel, hlustuðum á jólageisladiskana okkar og bökuðum piparkökur.
Gréta verður með vinahóp á fimmtudaginn en þá koma 3 bekkjarfélagar hennar heim til okkar og við gerum eitthvað skemmtilegt. Vonandi komast allir og við getum gert eitthvað gaman saman!!!
Ég er nánast að verða búin með 700 bls. ítölsku spennusöguna...ekkert smá spennandi...fjöldamorðingi gengur laus í Montecarlo og fláir andlitið af fórnarlömbum sínum til að finna rétt andlit á bróður sinn sem brann inni. Morðinginn gróf hann upp úr kirkjugarðinum og fór með hann á leynistað og er að reyna að finna nýtt andlit á hann....ú la la...þeir sem eru spenntir verða bara að bíða eftir bókinni í íslenskri þýðingu minni....muahhhhhhhhhh......
Annars eru ótrúlega margir geisladiskar líka sem mig langar í...væri sátt við bækur, geisladiska og dvd diska í jólagjöf!!!!!!
Lá í flensu um daginn og horfði á 7 dvd myndir nánast í röð....misgóðar reyndar!!!
Horfði á Dances with wolves sem er alltaf góð, Elizabethtown sem var svolítið öðruvísi en samt sæt, Along came Polly sem var svona bara la la, Desperate measure sem var bara ágætis spennumynd, My love, my life (minnir mig) sem er voða falleg saga, Must love dogs ágætismynd svo sem, og svo horfðum við Gréta saman á High School Musical sem Gréta bara elskar!!!
Ekki beint allt myndir sem voru á verð-að-sjá-listanum en þegar maður er veikur og liggur í rúminu allan daginn þá horfir maður næstum á hvað sem er....eða svona þannig....nenni ekki að horfa á Leiðarljós...sama hversu veik ég er eða hversu mikið mér leiðist...það er alveg á hreinu!!!!!
Langar að sjá Jesse James myndina...kannski maður skelli sér í bíó fyrir jól?????????
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home