Algjör snilld og svoooo rétt og satt....
Gréta var lasin um daginn og við lágum uppi í rúmi og lásum bók þar sem meðal annars má finna þessa snilld:
Stundum er erfitt að fá Sollu til að sofa. Einu sinni heyrði Varði af því, að hægt væri að láta hænur sofna með því að láta einhvern hlut fara í hringi fyrir augunum á þeim. Þá verða þær alveg ringlaðar og sofna. Þetta prófuðu þeir á Sollu. Þeir settu nagla í stuttan bandspotta og sveifluðu honum fyrir framan Sollu. Solla varð að vísu alveg rugluð en hún hresstist bara. Þegar þeir voru að reyna þetta, kom Aðalbjörg á loftinu. Hvað eruð þið að gera við barnið? spurði Aðalbjörg hissa. Við erum bara að reyna að svæfa hana, sagði Varði og hélt áfram að sveifla naglanum. Það sem þessum börnum dettur í hug, sagði Aðalbjörg hneyksluð. Þetta verð ég að segja henni mömmu þinni. Svo fór hún með Sollu upp til sín. Og það var prýðilegt. En þessi síðasta athugasemd Aðalbjargar varð þeim heilmikið umræðuefni. Alltaf er þetta svona, sagði Palli. Fullorðna fólkinu finnst allt svo vitlaust, sem okkur dettur í hug. Já, alltaf, sagði Varði. Kaupir mamma þín eitthvert blað? spurði Palli. Ha? Já, já við kaupum eitthvert blað, sagði Varði og fannst þetta greinilega undarleg spurning. Komdu með það, sagði Palli ákveðinn. Þá skal ég sýna þér hvað sumum öðrum dettur í hug. Varði sótti blaðið. Palli tók blaðið og leit yfir það. Sjáðu nú til, sagði hann. Það er sko sitt af hverju sem öðrum dettur í hug. Svo byrjaði hann að lesa. Rauðum Fiat stolið við hús við Laugateig. Heldurðu að krakkar hafi gert það? Nei. Varði hristi höfuðið. Sjónvarpstæki stolið úr íbúð við Barmahlíð. Heldurðu að krakki hafi gert það? Varði skildi þetta ekki alveg ennþá. Nei, sagði hann. Krakki loftar ekki einu sinni sjónvarpi, sagði hann hróðugur. Nei aldeilis ekki, sagði Palli. Svo las hann áfram: Þrír menn hengdir í Libýu, það er eitthvert land, sagði hann. Heldurðu að krakkar hafi hengt þá? Ha? Nei, það var Varði viss um. Í þessu kom Aðalbjörg aftur með Sollu, sem var glaðvakandi. Þrjátíu og sex ára gamall maður hálshöggvinn á Indlandi, las Palli. Ósköp eru að heyra þetta, sagði Aðalbjörg. Hvað ertu að segja barn? Ný sprengja komin fram, las Palli. Ný sprengja komin fram, las Palli. Sprengja þessi eyðir öllu lífi í ákveðinni fjarlægð, en lætur mannvirki óskemmd, las Palli. Hvað ertu að lesa þennan óþverra! sagði Aðalbjörg. Börn eiga ekki að lesa svona lagað. Við erum bara að lesa um allt það, sem fullorðna fólkinu dettur í hug, Aðalbjörg mín, sagði Palli. Fullorðna fólkinu? Ég skil ekkert hvað þú ert að segja Palli minn, sagði Aðalbjörg. Þú sagðir áðan, að börnum dytt alls konar vitleysa í hug, eða eitthvað svoleiðis sagðirðu þegar við vorum að nota hænuaðferðina á Sollu, sagði Palli til útskýringar. Hænuaðferðina! hrópaði Aðalbjörg. Ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Aðalbjörg, sagði Palli. Hefurðu nokkurn tímann hugsað um hvað fullorðna fólkinu dettur margt vitlaust í hug? Og hræðilegt? Aðalbjörg horfði á Palla. Lestu bara blöðin, sagði Palli.
Þið megið geta úr hvaða bók þetta er, hver er svona mikill snillingur!!
En þegar ég var að lesa þetta datt mér svo margt í hug. Mér datt í hug umræðan um bleiku og bláu fötin á fæðingardeildinni. Það er verið að tala um að við séum að stimpla börnin um leið og þau fæðast. Málið er að við erum öll ólík, ef við værum öll sett í hvítt væri þá ekki verið að reyna að steypa okkur öll í sama mót, að allir ættu að vera eins???? Hefur eitthvað barn hlotið skaða af því? Ég var með Grétu á fæðingardeildinni í innan við sólarhring, ekki hlaut hún neinn skaða af því að vera í bleikum galla rétt á meðan.
Umræðan um Barbie, að ef stelpur leika sér með Barbie fái þær anorexíu og vilji verða eins og hún í vextinum. Ég lék mér með Barbie og er ekkert skemmd eftir það, það liggur annað að baki, það eru vandamál fyrir. Ég er reyndar sammála því að Barbie er ekki beint besta fyrirmynd
Stubbarnir áttu að vera "hættulegir" þar sem einn af þeim er með merki samkynhneigðra á höfðinu. Er eitthvað barn sem veit það? Kom sú athugasemd frá barni?
Því spyr ég...kemur þetta frá börnunum eða fullorðna fólkinu?????
Svei mér þá ef það er ekki bara satt sem segir í laginu...ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
2 Comments:
Þessi snilld hlýtur að koma frá Páli Vilhjálmssyni... :)
Og já það er rétt að fullorðna fólkið er yfirleitt það allra vitlausasta..:) Við getum verið ferleg... Um að gera að hlusta betur á börnin.
Bestu kveðjur
Ragna Jenný
Jebbs...það er einmitt Páll Vilhjálmsson sjálfur sem á þessi spakmæli og svo fjöldamörg önnur...var búin að gleyma hvað hann var mikill snillingur...eða Guðrún Helgadóttir öllu heldur ;)
Skrifa ummæli
<< Home