Bókalistinn minn fyrir árið 2008
Jæja, þá er ég svoleiðis búin að liggja yfir Bókatíðindum 2007 og merkja við þær bækur sem mig langar til að lesa. Sumar langar mig að eiga en aðrar ætla ég bara að taka á bókasafninu.
Bækur sem ég ætla pottþétt að lesa á árinu 2008 eru eftirfarandi (ekkert endilega í þessari röð samt):
- Aska e. Yrsu Sigurðardóttur
- Dauði trúðsins e. Árna Þórarinsson
- Englar dauðans e. Þráinn Bertelsson
- Harðskafi e. Arnald Indriðason
- Kalt er annars blóð e. Þórunni Erlu Valdimarsdóttur
- Land þagnarinnar e. Ara Trausta Guðmundsson
- Ógn e. Þórarinn Gunnarsson
- Ósagt e. Eyvind Karlsson
- Rimlar hugans e. Einar Már Guðmundsson
- Saga af bláu sumri e. Þórdísi Björnsdóttur
- Sautjándinn e. Lóu Pind Aldísardóttur
- Sandárbókin e. Gyrði Elíasson
- Tímavillt e. Berglindi Gunnarsdóttur
- Hefurðu séð huldufólk? e. Unni Jökulsdóttur
- Stalíngrad e. Antony Beevor
- Þriðji hver e. Adam Wishart
- Þú ert það sem þú hugsar e. Guðjón Bergmann
- Hjartað sem slær í brjósti mér er ekki mitt e. Aline Feuvrier-Boulang
- Í öðru landi e. Eddu Andrésdóttur
- Hvítt á svörtu e. Ruben Gallego
- Snert hörpu mína-Avidaga Davíðs Stefánssonar e. Friðrik G. Olgeirsson
- Um langan veg e. Ishmael Beah
- Þegar ljósið slokknar e. Clare Dickens
- Alexis Sorbas e. Nikos Kazantzakis
- Hermaður gerir við grammófón e. Sasá Stanisic
- Hótel Borg e. Nicola Lecca
- Hundshaus e. Morten Ramsland
- Hver er Lou Sciortino? e. Ottavio Cappellani
- Í landi karlmanna e. Hisham Matar
- Krabbagangur e. Gunter Grass
- Kæri Gabríel e. Halfdan Freihow
- Nítján mínútur e. Jodi Picoult
- Nornin í Portobello e. Paolo Coelho
- Skyggður Máni e. Alice Sebold
- Þúsund bjartar sólir e. Khaled Hosseini
og margar margar aðrar...þetta eru bara 35 bækur, 3 bækur á mánuði!!!!! En á náttborðinu eru líka Frú Bovary, Á ég að gæta systur minnar og Leitin að tilgangi lífsins auk þess sem ég er að klára tæplega 700 bls bók á ítölsku og keypti mér líka nokkrar aðrar í Ítalíu í haust!!!!!!!!!!!!!
3 Comments:
Jeminn einasti... Nokkuð svaðalegur listi...Vona að þér takist að lesa allar þessar bækur.. Ætla að reyna að setja mér markmið fyrir árið og það er að komast í gegnum 3 bækur... Sko á árinu heheheheh
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt...
Kveðja
Jórunn Einarsd.
Vá vá, þú lætur okkur hin svo bara vita hvaða bækur er þess virði að lesa, fínt að hafa svona bókgagnrýnanda fyrir okkur hin;-)
Knús, Dóra Hanna
Datt inn á þessa síðu hjá þér! Reyndar lesið eina þarna, Ógn. Get svo sannarlega mælt með henni
Skrifa ummæli
<< Home