laugardagur, desember 15, 2007

Menningarleg á aðventunni líka

Við mæðgur erum heldur betur búnar að vera menningarlegar í desember. Við fórum á jólaball Seðlabankans 9.desember og dönsuðum þar í kringum jólatréð, gæddum okkur á góðum veitingum og svo komu Skoppa og Skrítla og auðvitað tveir jólasveinar.

Nú, við fórum líka á jólaball flugfélagsins Geirfugls þar sem tveir jólasveinar komu í flugvél á jólaballið, það var ótrúlega gaman líka.

Þá fórum við út að borða með Óla á föstudaginn fyrir viku þar sem hann kom okkur heldur betur á óvart, hann var búinn að kaupa sér 2 miða á Jólagesti Björgvins Halldórssonar en svo var honum boðið í afmæli svo hann vildi endilega að við Gréta myndum skella okkur....sem við og gerðum með glöðu geði. Það var mjög gaman og frábærir gestir með honum. Fallegir og skemmtilegir tónleikar.

Við fórum líka út að borða með Óla í gær og skelltum okkur svo öll þrjú á tónleika í Hallgrímskirkju en þar voru 3 kvennakórar saman komnir og fluttu okkur falleg jólalög héðan og þaðan. Afskaplega hátíðlegt og fallegt.

Ég fór á jólahlaðborð FS á Hótel Loftleiðum síðustu helgi og að því loknu skellti ég mér í bíó með Birgittu og Óla bróður. Við fórum að sjá myndina um Edith Piaf og mikið svakalega er hún góð, þvílíkt líf sem hún hefur átt (já já Herdís ég veit að allar þessar stjörnur hafa átt ömurlegt líf og það er nóg að sjá eina svona mynd...hehehehhehe). Leikkonan sem leikur Edith fer á kostum og það er svo sannarlega satt sem stendur á kynningarblaði myndarinnar að þarna sé að sjá eina stórkostlegustu umbreytingu sem sést hefur í kvikmyndahúsum. En ég verð að játa að Brynhildur var óáðfinnanleg sem Edith í sýningunni um Edith Piaf í þjóðleikhúsinu. Mér fannst sú sýning svo stórkostleg að ég hefði getað farið á allar sýningarnar!!!!

Nú í dag röltum við mæðgur svo Laugaveginn, sendum pakkana til Ítalíu, keyptum nokkrar jólagjafir og fórum svo á Segafredo og fengum okkur heitt súkkulaði og ítalskt brauð og kökur....mæli eindregið með þeim stað!!!!

Á morgun er svo ferðinni heitið til Keflavíkur að skoða jólaljós, hitta ótrúlega skemmtilegt fólk og borða góðan mat, ekki slæmir tímar þetta.

1 Comments:

At 9:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En gaman og greinilegt að þið mæðgur kunnið að njóta aðventunnar. Haldið bara áfram að njóta og eigið gleðileg jól :)

Kær jólakveðja,
Beta

 

Skrifa ummæli

<< Home