fimmtudagur, apríl 19, 2007

Þessi fallegi dagur :)


Vaknaði í morgun við þetta líka fallega veður...enda Sumardagurinn fyrsti!!

Síðastliðin 4 ár hefur verið Opið hús í leikskólanum okkar og þannig var það einnig í ár. Ég var því komin á fætur kl. 8.30, fékk mér morgunmat, sléttaði á mér hárið og setti upp spariandlitið...skemmtilegt að mæta einu sinni án koddafarsins í andlitinu!!!
Vel heppnaður dagur og veðrið líka svo fallegt!

Gréta kom frá pabba sínum kl. 14.30 og við mægður skelltum okkur í Húsdýragarðinn. Þar var sumarhátið Tónabæjar og kynning á nokkrum frístundaheimilum m.a. því sem Gréta er í og þar voru myndir af henni og í einu tré hékk þessi fína sjálfsmynd eftir hana og önnur börn í selinu.
Það var aðeins kaldara en ég hélt og því var kærkomið að fá heita kjötsúpu a-la afi Run en við komum við hjá honum og Ingu á heimleiðinni. Þar kemur maður sko ekki að tómum kofanum því eftir kjötsúpuna fengum við heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma!!!!
Skelltum okkur svo heim, Gréta átti eftir að lesa, ég átti eftir að setja í nokkrar þvottavélar og taka aðeins til...ekki veitir af...það eru sko bækur og gögn fyrir lokaverkefnið ÚT UM ALLA STOFU.

Í dag líður mér vel, ég er í góðu jafnvægi og bara hress og kát....þrátt fyrir að það sé mikið búið að vera að gera og mikið að gera framundan...styttist í skil á lokaverkefninu og svo er þróunarverkefnisskýrslan líka eftir!!
Undarlegt hvað mannskepnan er skrýtin...virkar alltaf best undir álagi...af hverju ætli það sé??

1 Comments:

At 7:36 e.h., Blogger Kristborg said...

Blessuð og sæl kæra frænka!
Og takk fyrir síðast! Mikið var nú gott að ég og Anton fengum að sofa í annarri kojunni!
Alltaf gaman að lesa um ykkur mæðgur (nema núna...mig langaði líka í kjötsúpu hjá afa og Ingu).
Ég finn þig ekki á Skype-inu. Þú getur kannski reynt að finna mig við tækifæri. Ég heiti kristborg1.
Ástarkveðjur til ykkar!

 

Skrifa ummæli

<< Home