Á sjó...
...jebb...enn og aftur er ég á leiðinni í Herjólf....alveg hreint frábær skemmtun...enda bara suðvestan eða austan 22 metrar á sekúndu....búin að skjótast í apótekið og kaupa mér nýjan pakka af sjóveikistöflum...tek þær þótt sjórinn sé spegilsléttur....og set svo bara dvd í tölvuna/ferðageislaspilarann eða i-podinn í eyrun og þá er þetta la-la...get ekki sagt að þetta sé mitt uppáhald..myndi frekar vilja eyða 3 tímum í flug til Ítalíu, Köben, London eða eitthvað annað....EN....hvað gerir maður ekki fyrir fjölskylduna, skemmtilegan félagsskap og góðan mat??
Kristborg frænka komin með strákana alla leið frá Svíþjóð, Sara að fermast og náttúrulega alltaf gott að koma til múttu!!
Lokaverkefnið var sent til leiðsögukennarans um miðnætti í gær, búið að taka miklum breytingum frá því í gærmorgun og við allar miklu sáttari ;)
Nú er bara að bíða á meðan hún fer yfir það og svo er fundur...svo eru loka-lokaskil 2.maí svo enn er tími til stefnu...sem betur fer því margt annað þarf að gera!!!
En þetta með Herjólf....ég er bara auli og ég veit það en Fríða vinkona á heiður skilið og er hetja í mínum augum þar sem hún hefur farið sl. 10 helgar með Herjólfi fram og til baka á 2 dögum.....Fríða...þú vinnur!!!
2 Comments:
DUGLEG! Eftir nokkrar svona Herjólfstarnir þá verður þú orðin fær í flestan sjó;-0
Gangi ykkur rosalega vel á lokasprettinum með verkefnið...mikið hlakka ég til að sjá það hjá þér í sumar...þetta verður geðveikt!
Kossar og knús frá DK til ykkar mæðgna ;-)
Já takk fyrir það- verðlaunaafhelding verður um borð í skipinu um næstu helgi og vona ég að þú verðir viðstödd:)
Ég er ekki frá því að starfsfólk Herjólfs eigi eftir að sakana þess þegar ég er hætt í skólanum... en það lítur allt út fyrir að það verði eitthvað fleirri helgarferðir á næstunni;)
Búið að vera frábært að fá að eiga svona mikin tíma með ykkur mæðgunum- þið eruð æðislegar*
Skrifa ummæli
<< Home