Vor í lofti...
...ótrúlegt með vorið...það er svona eins og veturinn, kemur bara allt í einu!!!
Tók eftir því í morgun að grasið í garðinum í leikskólanum hafði grænkað og komin lauf á trén...og svo talaði ég við mömmu og þá var bara risastór randafluga inni hjá henni....ef þetta eru ekki merki um að vorið sé komið þá veit ég ekki hvað!!!!
Annað merki um vorið er prófstress sem reyndar einkennir mig ekki þessa dagana en hins vegar er það lokaverkefnavinnan sem á allan minn hug þessa dagana...erum að leggja lokahönd á greinargerðina en dagatalið er tilbúið og þeir sem hafa séð það halda ekki vatni yfir því...svo það er spurning um að fjöldaframleiða og selja....sú hugmynd er í vinnslu!!!!
Lokaverkefnaskil eru 2.maí og mikið hlakka ég til...ætla sko að bjóða Grétu minni út að borða þegar ég hef skilað verkefninu!!!!
Að lokum eru það sumardekkin...þau fóru undir bílinn í dag og nagladekkin í geymsluna...nú þarf bara að fara með bílinn í ALÞRIF!!
3 Comments:
Vá hvað mig langar að sjá þetta dagatal.... Ég verð alveg spennt þegar ég heyri um svona lokaverkefni.. Þau eru svo oft skemmtileg og gefa manni svo margar góðar hugmyndir sem geta nýst manni í starfi...Hlakka til þegar þetta kemur á bókasafnið.. Ætla að fletta þér upp....;) Til lukku með þetta allt saman...
Segi það sama og Ragna Jenný... mikið langar mig að sjá þetta dagatal! Ertu til í að segja okkur aðeins meira frá því? Það virðist hafa farið fram hjá mér ef þú hefur lýst því áður...
Voðalega verður gaman hjá þér að klára námið :)
Ég er búin að sjá dagatalið og ég verð illa svikinn ef þetta verður ekki á öllum leikskólum landsins innan skams!
Þú ert rosalega dugleg Íris!
Knús frá Eyjum*
Fríða sys
Skrifa ummæli
<< Home