Margt er líkt með skyldum...
...sem sýndi sig best í því að í gær var svokölluð Palldagskrá hjá bekknum hennar Grétu og hún hafði sagt mér í vikunni að hún hefði spurt kennarann sinn hvort hún mætti vera kynnir. Nokkrum dögum seinna var henni svo tilkynnt að hún, ásamt stráknum sem situr við hliðina á henni, yrði kynnir. Á fimmtudagskvöldið gat dúllan mín ekki sofnað fyrir spenningi og það örlaði á svolitlum kvíða þar sem hún þurfti að tala í míkrófón!!!
Hún æfði sig og æfði hér heima, bæði inni í herbergi og fyrir framan mömmu sína og tókst svona líka vel til. Hún var reyndar ekki komin þá með textann sem átti að lesa, en það kom ekki að sök.
Á föstudagsmorguninn var hún svo spennt og líka pínu kvíðin að hún gat ekki einu sinni borðað morgunmatinn sinn...henni var svo illt í maganum (kannast ég við þetta...hehehehe) sem var alveg ástæðulaust þar sem hún leysti verkefni sitt vel af hólmi. Hún stóð sig eins og hetja, að tala í míkrófón fyrir framan alla krakkana í skólanum, marga kennara og fullt af foreldrum.
Hún er farin að lesa svo vel og skýrt að það er ekki að heyra að hún sé bara 6 ára...að verða 7!!
Ég er svo "viðkvæm" fyrir svona barnaskemmtunum að þótt þær séu svona skemmtilegar og líflegar er ég oft alveg við það að fara að gráta, get illa útskýrt það.....en í gær var það þó mest af stolti og þakklæti fyrir að eiga svona vel gerða dóttur!!
En talandi um að fara að gráta...við mæðgur vorum að horfa á Stelpurnar (sem mér finnast alveg hreint ótrúlega fyndnar) og þá fór Gréta næstum að gráta...hún vorkenndi svo karakternum sem Brynhildur leikur...sem er svona grey (minnimáttar kona sem virkar á mann sem voða einmana grey). Hún kemur annarsvegar í Ríkið og þarf að borga allt sem sá sem var á undan henni keypti og segir ekki orð yfir því og hins vegar á bókasafnið eða videoleiguna og þarf þar að borga skuld þess sem var að skila á undan henni....úffff...algert grey og allir dónalegir og vondir við hana sagði Gréta mín sem gat varla horft á þetta og var með tárin í augunum....svona er samkenndin með minnimáttar mikil og ég tel að hún hafi einmitt líka lært af því að vera með mér í nokkrum vinaheimsóknum sem ég fór í á vegum Rauða Krossins, allavega vona ég það!!