laugardagur, október 27, 2007

Ítalía - II.hluti - Trieste í góðra vina hópi.

Netið er eitthvað að stríða mér og það gengur eitthvað hægt að setja myndir inn...verður að bíða betri tíma!!!

Ástæðan fyrir þessari ferð var fyrst og fremst sú að vinir mínir Marco og Jorunn giftu sig í Osló í september og ákváðu svo að hafa brúðkaupsveislu...eða meira svona partý...í Trieste í október. Ég mátti velja hvort ég kæmi til Osló í athöfnina eða til Trieste í veisluna, ég var því tilneydd að skella mér og fékk Ingunni til að koma með mér...þurfti alveg að snúa upp á handlegginn á henni...NOT!!!!
Við eyddum laugardeginum í að rölta um Trieste og á laugardagskvöldið var svo veislan. Þar var mikið gaman og frábært að hitta allt þetta fólk sem maður hefur heyrt svo mikið um og eins fannst þeim gaman að kynnast okkur íslendingunum. Við fengum geggjað gott að borða, hvað annað...Prosciutto crudo, salami, brauð og eðalvín með....gerist ekki betra!!
Eftir að veislunni lauk var brunað á diskó og þá hófst fjörið. Ýmis ný dansspor urðu til...flest þó þannig að maður sparaði orku...dansspor sem líkist því að skrúfa ljósaperu, hreyfa bara tunguna eða fingurinn og að pumpa!!!Þó sást líka mjaðmahnykkur og veiðitilþrif!!!
Á sunnudeginum sáum við Barcolana-bátakeppnina og skoðuðum Miramare kastalann og fórum svo upp í sveit að borða. Allan tímann vorum við í góðra vina hópi og kynntumst svo skemmtilegu fólki að það hálfa væri nóg!!!
Frábær tími með frábæru fólki og frábær matur!!!!!!!!!!

3 Comments:

At 9:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim skvís og gaman að heyra að ferðin hafi verið velheppnum...ekki við öðru að búast með hressan ferðafélaga og góða vini á Ítalíu. Hlakka til að heyra í þér fljótlega skvís og heyra ferðasöguna "live" ...í gegnum símann, hehe.

 
At 9:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

velheppnuð...átti þetta að vera, svona er að lesa ekki yfir;-0

 
At 11:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh hvað þetta hefur verið geggjuð ferð... Ítalía er æðislegt land. Ég fór til Rómar 2005 og lifi enn á þeirri upplifun.. Bestu kveðjur...

 

Skrifa ummæli

<< Home