Fluttar ;)
Jæja þá erum við svo gott sem fluttar. Allt "litla" dótið okkar komið á Sundlaugarveginn en stóru hlutirnir eru eftir hér á Hraunteignum.
Mér líkar bara betur og betur við nýju íbúðina, hún er gasalega gul og krúttleg, bara mjög hlýleg og skemmtilega uppgerð. Fullt af frábærum fídusum eins og innbyggt útvarp og sjónvarp í eldhúsinu, allir skápar í eldhúsinu útdraganlegar, innstunga sem kemur út með skúffunni á baðinu (frábært fyrir sléttujárn og hárblásara), innbyggðar hillur í stofunni fyrir videóspólur, dvd og geisladiska. Svo er ég með heimreið...bílastæðið mitt er alveg upp við útidyrnar....eftirlæt pabba það samt kannski ef hann verður almennilegur...ég meina hann er nú orðinn 56 ára!!!!!
En mikið svakaleg á maður mikið af dóti...hvað á maður að gera við þetta allt saman???
Og ótrúlegt hvað 7 ára gamalt barn á mikið af alls konar dóti...jidúddamía sko....það er ekkert venjulegt. Það verður spennandi að sjá hvernig mér á eftir að takast að koma þessu öllu fyrir...úff!! En þá koma skipulagshæfileikarnir bara enn betur í ljós..híhíhí.
Jæja er alveg komin með rugluna og þreytuverki í bakið og lappirnar....jæts!!
Verð eflaust netlaus í nokkra daga....bið að heilsa ykkur í bili!
2 Comments:
Sæl Íris!
Vona að þið mæðgur náið að koma ykkur vel fyrir og njóta lífsins í nýju íbúðinni
Kveðja
Anna Guðjóns
Til hamingju með nýja heimilið mæðgur og góða ferð út Íris ef ég næ ekki að heyra í þér áður. Íslenski síminn ekki að standa sig þessar vikurnar og lítið verið um hringingar en vonandi fer það að koma í lag.
knús frá Dk,
Dóra Hanna
Skrifa ummæli
<< Home