föstudagur, október 26, 2007

Ítalía-I.hluti-Borgin Trieste í máli og myndum

Við Ingunn skelltum okkur til Ítalíu þann 12.október og eyddum 9 dögum í þessu dásamlega landi. Mikið svakalega sem við höfðum það gott. Við eyddum þessum dögum í góðum félagsskap, borðuðum heilan helling af prosciutto crudo (hráskinka) og töluðum ítölsku út í eitt!!!

Við flugum með British Airways til Gatwick, London og komumst ekki að því fyrr en seint og síðar meir að maður drekkur frítt um borð!!!!!!!!!! Frá Gatwick tókum við EasyJet á Marco Polo flugvöllinn í Venezia (Feneyjum) og þar biðu okkar vinir mínir Cristina og Stefano!! Við brunuðum að sjálfsögðu beint á pizzastað og þar hófst hið mikla prosciutto crudo át okkar vinkvennanna!!!


Laugardeginum og sunnudeginum eyddum við í að skoða Trieste og nágrenni og um það fjallar þessi fyrsti hluti ferðabloggsins!!!




Myndirnar mínar koma alltaf í vitlausri röð....það er kannski betra að byrja neðst og skrolla upp....ef maður er smámunasamur allavega!!!!!!!!!!!

Útsýnið úr garðinum við Miramare kastalann í Trieste. Ekki amalegt...hvorki útsýnið né að eiga kannski bara svona lítinn sætan bát og geta dólað sér á hafi úti í sólinni.....hummmmmm...


Garðurinn í kringum Miramare kastalann er ekki nema 22 hektarar og þar má finna fallega flóru og samansafn af skemmtilegum skúlptúrum.

Castello di Miramare - Miramare kastalinn sem var byggður í kringum 1860 og var byggður að ósk Massimiliano D´Asburgo en hann vildi byggja hann fyrir ástina sína. Ástarsögu þeirra lauk þar sem hann lést á skipi sínu við innsiglinguna og því náðu þau ekki að eyða lífi sínu saman í kastalnum. Hugnæm saga og dramatísk....that´s amore!!!




Piazza dell´Unitá, hjarta Trieste.



Il palazzo del governo- Stjórnarráð Trieste á Piazza dell´Unitá torginu.

Á hverju ári er skútukeppni í Trieste, Barcolana. Þetta var 39. keppnin og alls tóku 1833 bátar þátt. BáturAlfa Romeo vann og setti meira að segja nýtt met (55 mín og 30 sek.). Við fórum á fætur og skelltum okkur upp í vitann, Faro della vittoria, til að fylgjast með herlegheitunum. Það var ákaflega gaman að sjá allar þessa báta og verða vitni að þessari sögulegu stund...hehehehe.
http://www.barcolana.it/2007/index.asp

Í Trieste blæs oft vindur sem kallast BORA. Morguninn sem Barcolana var var Bora og því var startinu frestað um klst. Það var frekar mikill vindur en ekkert Stórhöfðaveður sko!!!!!
Það var samt gott að finna að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin og Ítalía getur stundum verið eins og Ísland!!
Trieste.


Ég og Stefano, heimsmeistari!!


Alveg hreint dásamlegar þessar litlu þröngu ítölsku götur!!!



Gamalt rómverskt leikhús í Trieste. Það var svo gott veður þennan dag og við örkuðum upp margar hæðir til að skoða borgina. Það var vel þess virði, enda borgin falleg og hreinleg.
Næsti hluti mun fjalla um Trieste í góðra vina hópi!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home