Allt tekur enda.....
Ég fór fyrst sem au-pair til Ítalíu árið 1994 og fór svo aftur 1995 og í millitíðinni hafði ítalska fjölskyldan mín finnska au-pair, Mari. Ég kynntist henni þegar ég kom aftur árið 1995 og við skrifuðumst á í nokkurn tíma. Þegar ég kom aftur heim og var ófrísk af Grétu fór ég í ítölsku í háskólanum og þá sendi Mari mér nafn og heimilsfang ítalskrar pennavinkonu sinnar, Cristina, og bað mig um að setja það á töfluna í háskólanum því Cristina langaði svo að eignast íslenskan pennavin. Ég ákvað að skrifa henni sjálf og sé sko ekki eftir því. Eftir nokkur bréf fór hún að hringja í mig og smám saman urðum við svona líka góðar vinkonur. Cristina er hress og kát og svo sannarlega frábær vinkona. Við skrifuðumst á og hringdumst á og hittumst loks í fyrsta sinn við Gardavatn árið 2003 en þá fór ég með Grétu, mömmu og pabba til Ítalíu. Síðan þá urðu bréfin og símtölin fleiri og fleiri og í fyrra komu þau svo til Íslands, Cristina, kærastinn hennar hann Stefano, Marco vinur þeirra og Ambra vinkona þeirra. Öll höldum við góðu sambandi og með Msn, Skype, Facebook, tölvupósti og símanum höldum við góðu sambandi og heyumst allavega 1x í viku...með einum eða öðrum hætti!!!!!
Núna er ég svo búin að fara til þeirra, svo staðan er 1-1....hehehehe...stefnan er að fara aftur á næsta ári því þau öll og Jorunn, konan hans Marco urðu öll ástfangin af Grétu minni svo nú bíða þau eftir að ég komi með hana með mér!!!!!!
Anyway.....þegar við vorum við Miramare kastalann var veðrið alveg hreint dásamlegt og ég var svo ánægð með að hafa skellt mér til þeirra en jafnframt leið yfir því að vera svona langt í burtu. En eins Cristina sagði svo réttilega þegar ég kvaddi hana á lestarstöðinni í Trieste með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum:
tutto finisce per ricominciare sem þýðir að allt tekur enda til þess eins að hefjast aftur!!!
Þessar fallegu sólseturmyndir segja það sem segja þarf...sólin sest til að rísa á ný, ekki satt???
Svo við munum hittast aftur, ég og Cristina og ég og Ítalía!!!!!!