7 mínútur eftir
Nú eru bara 7 mínútur eftir af skólanum...hehehe...segi þetta vegna þess að í fyrramálið er kynning á þróunarverkefnum okkar útskriftarnema í KHÍ og hver hópur fær 7 mínútur til að kynna verkefnið. Eftir hádegi erum við svo með ítarlegri kynningu á verkefninu okkar auk þess sem dagatalið og handbókina verða til sýnis...(já á eftir að blogga aðeins um það...geri það næst...sorry).
Í dag var generalprufa...og ekki laust við að það hafi verið stress í manni...úffff...en þetta gekk samt ágætlega...er búin að laga það sem mér fannst að þyrfti að laga og til í slaginn!!
Við skiluðum skýrslunni og leiðarbókunum líka í dag þannig að öllum verkefnum hefur verið skilað inn!!!!
Svo það er bara morgundagurinn, svo útskrift 16.júní og svo sumarfrí þar til í ágúst því í dag fór ég til námsráðgjafa, kom svo heim og greiddi greiðsluseðilinn frá KHÍ...þannig að ég er á leiðinni í Mastersnám í ágúst....
Á morgun verður eflaust spennufall og geðshræring sem ýtir heldur betur undir það að ég eigi eftir að skæla svolítið yfir yndisfögrum tónum Josh Groban .....snökt snökt....en mikið sem það á eftir að verða meiriháttar.....meira um það seinna!!
3 Comments:
Geri ráð fyrir að þessar 7 mínútur séu búnar;) Til lukku Íris mín. Mikið eru mörg börn og foreldrar heppnir að þú skildir velja þér þetta nám:)
Líst vel á framhaldsnámið.... við höldum þá bara áfram að vera skólastelpur ég og þú.... taktu eftir skólaSTELPUR!
Lov u uppí topp!
Til hamingju með þetta allt saman.
Mig langaði svo upp í skóla í gær að skoða verkefnin ykkar en stundataflan leyfði það ekki. Erla Baldvins talaði um að það væri hægt að skoða þau á netinu? Veistu slóðina?
Annars er ég forvitin um eitt... ertu búin að ákveða hvernig þú ætlar að haga náminu... hvaða sérleiðir??? Endilega komdu við í stofu 1 við tækifæri ;)
Mbk. Lauga
Til hamingju, til hamingju, til hamingju....hipp hipp húrrei fyrir þér Íris Dögg..... Ég samgleðst þér innilega. Mæli með því að þú komir í Hraunvallaleikskóla að vinna...(Katrín Una er þar) hehehehehe........ Bestu kveðjur Ragna Jenný
Skrifa ummæli
<< Home